Þórdís Gísladóttir rithöfundur, þýðandi og ljóðskáld og hefur þýtt fjölda bóka fyrir börn og fullorðna og sent frá sér námsbækur, skáldverk, ljóðasöfn og barnabækur. Þórdís hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir ljóðabókina Leyndarmál annarra (2010) og var tilnefnd til Íslensku þýðingarverðlaunanna fyrir þýðingu sína Allt er ást (2012) eftir Kristian Lundberg. Þórdís er einnig höfundur barnabókanna Randalín og Mundi (2012) og Randalín og Mundi í Leynilundi (2013) og fyrri þá fyrri hlaut hún bæði Fjöruverðlaunin og Bóksalaverðlaunin.