Myndir frá hátíðinni 2018 / Pictures Mýrin 2018

Alþjóðlega barnabókmenntahátíðin Úti í mýri var haldin í Norræna húsinu dagana 11. – 14. október 2018. Fjöldi barna og fullorðinna sóttu skemmtilega og fróðlega upplestra og fyrirlestra, vinnustofur, málstofur, viðburði og heiðursdagskrá. Gestum og þátttakendum, skólabörnum og bókaormum á öllum aldri þökkum við innilega fyrir komuna á hátíðina í ár!

The International Children’s and Youth Literature Festival Mýrin / In the Moorland was held 11 – 14 October 2018 in the Nordic House in Reykjavík. School classes, families, scholars, professionals, and authors and illustrators from Iceland and abroad participated in the four-day program with readings, workshops, a symposium, lectures and many special events. We would like to thank all guests and participants, children, and bookworms of all ages for taking part in the festival! 

Smellið hér til að sjá ljósmyndir frá Úti í Mýri 2018. 

Click here to see the Photos from Mýrin 2018.

 

 

Dagskrá hátíðarinnar 2018 / Festival programme 2018

DAGSKRÁ Á ÍSLENSKU: Dagskrá Mýrin 2018 ÍSLENSKA 

THE PROGRAMME IN ENGLISH: Programme Mýrin 2018 ENGLISH  

 

 

 

 

Myndir / illustrations: Ninna Thorarinsdottir, http://www.ninna.is

Þorgerður Agla Magnúsdóttir – Gestur 2018 / Guest 2018

Þorgerður Agla Magnúsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1972 en ólst upp vestur í Önundarfirði til 17 ára aldurs. Hún lauk B.A.- prófi í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og meistaraprófi í menningarstjórnun frá Queen Margaret University í Edinborg í Skotlandi. Hún hefur búið á Ítalíu, Skotlandi og Tævan. Agla starfaði hjá Bókmenntasjóði og svo seinna Miðstöð íslenskra bókmennta árin 2008- 2016. Haustið 2016 stofnaði hún bókaútgáfuna Angústúru ásamt Maríu Rán Guðjónsdóttur.            Lesa meira … 

Þorgerður Agla Magnúsdóttir was born in Reykjavík in 1972 and grew up in Önundarfjörður in West Iceland until the age of 17. She has a B.A. degree in Literary Studies from the University of Iceland and a M.A. degree in Cultural Management from Queen Margaret University in Edinburgh, Scotland. Agla has worked at Bókmenntasjóður and also at Miðstöð íslenskra bókmennta (Icelandic Literature Center) from 2008 to 2016. In the fall of 2016 she established the book publishing company Angústúra with María Rán Guðjónsdóttir.          Read more … 

Marloes Robijn – Gestur 2018 / Guest 2018

Marloes Robijn (1985) frá Hollandi er menntuð í norrænum fræðum, (barna)bókmenntum og
almennum málvísindum. Árið 2017 kom hún á fót lestrarverkefninu Lestrarvinir. Verkefnið byggir á hollenska verkefninu VoorleesExpress sem tengir saman sjálfboðaliða og fjölskyldur með lestri. Sjálfboðaliðar lesa fyrir börnin og örva þannig bæði lestraráhuga og íslenskukunnáttu þeirra.     Lesa meira … 

Marloes Robijn (1985) from the Netherlands has a background in Scandinavian studies, (Children’s) Literature and Clinical Linguistics. In 2017, she started the reading project Lestrarvinir in Reykjavík. Lestrarvinir is based on the Dutch project VoorleesExpress that connects volunteers to families with low literacy. The volunteers read books to the children to stimulate language development, pre-literacy skills and the joy of reading books. Read more…

Sigríður Kristjana Ingimarsdóttir – Gestur 2018 / Guest 2018

Það gleður Mýrina að tilkynna að Sigríður Kristjana Ingimarsdóttir verður gestur á hátíðinni. Sigríður er háskólanemi, bókaunnandi, prófarkarhlustari og ritstýra sem spilar einstaka sinnum á selló. Um þessar mundir leggur hún stund á M.Ed. við Háskólann á Akureyri og stefnir á kennslu á framhaldsskólastigi. Í sumar lauk hún starfsnámi í ritstjórn hjá Benedikt bókaútgáfu.
Sigríður er með B.A. í Almennri bókmenntafræði og M.A. í Hagnýtri ritstjórn og útgáfu en hún lauk meistaraprófsritgerðinni sinni, „Hvað viltu lesa? – Hvað vilja ungmenni lesa og hvernig vilja þau nálgast lesefnið?“, nú í haust.  Lesa meira … 

It’s a pleasure to announce that Sigríður Kristjana Ingimarsdóttir will be a guest at the festival. Sigríður is a university student, book lover, editor and audio editor, who occasionally plays the cello. Currently she studies for her M.Ed. at The University of Akureyri and her goal is to teach at secondary level. In spring, she finished her internship in Editing at publishing house Benedikt. Sigríður holds a BA in Literary studies and finished her MA in Editing and Publishing with the thesis “What do you like to read – what do young adults like to read and how
do they like to read it?”   Read more … 

 

Hólmfríður Ólafsdóttir – Gestur 2018 / Guest 2018

Það er Mýrinni ánægja að tilkynna að Hólmfríður Ólafsdóttir verður þátttakandi á málþinginu sem fram fer föstudaginn 12. október. 
Hólmfríður starfar sem verkefnastjóri viðburða hjá Borgarbókasafninu. Hún tók þátt í að skipuleggja verðlaunahátíðina Sögur en Sögur–verðlaunahátíð barnanna fór fram í Eldborg í apríl s.l. Á þessum stórviðburði í anda Kids’ Choice Awards verðlaunuðu íslensk börn á aldrinum 6-12 ára allt það sem þeim finnst standa upp úr í menningarlífinu. Markmið hátíðarinnar var að auka lestur barna, að upphefja barnamenningu og að hvetja börn til skapandi verka. Lesa meira …

Mýrin is happy to announce that Hólmfríður Ólafsdóttir will participate in the conference on 12 October. Hólmfríður works as Event and Communication Manager at the Reykjavik City Library. She is responsible for various events and directs many of the big family events within the library including Culture Night and Vetrarhátíð. Hólmfríður has been part of projects aimed to promote reading and worked together with both schools and the City Library. She took part in planning Sögur – verðlaunahátíð barnanna (Stories – Children’s Awards) which took place in Harpa last April. The main purpose with these awards were to promote children’s culture, reading and creativity.  Read more … 

Sigrún & Þórarinn Eldjárn – Heiðursgestir 2018 / Guests of Honour 2018

                            

Mýrin kynnir með stolti heiðursgesti hátíðarinnar,
mynd- og rithöfundana Sigrúnu Eldjárn og Þórarin Eldjárn.

The Moorland is most honoured to welcome
the beloved authors Sigrún Eldjárn and ÞórarinN Eldjárn
as Guests of Honour at this year’s Festival.

Sigrún Eldjárn er fædd í Reykjavík 1954. Sigrún starfar sem myndlistarmaður og rithöfundur. Hún hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum víða um lönd.
Sigrún hóf fljótt að myndskreyta bækur en árið 1980 ákvað hún að reyna sig líka á ritvellinum. Það sama ár kom út hennar fyrsta bók, Allt í plati! 
Síðan þá hefur hún gefið út allt frá einni og upp í fleiri bækur á hverju ári og eru þær nú orðnar óteljandi. 

Þórarinn Eldjárn fæddist í Reykjavík 1949. Hann stundaði háskólanám í Lundi og í Reykjavík, las bókmenntasögu, heimspeki og íslensku. Fyrsta ljóðabók hans, Kvæði, kom út 1974 og síðan hefur hann starfað sem rithöfundur og þýðandi. Eftir hann liggja ótal ljóðabækur fyrir fullorðna og börn, smásagnasöfn og skáldsögur auk þess sem hann hefur átt aðild að mörgum sviðsverkum og fengist við þýðingar.

Lesa meira … 

Sigrún Eldjárn was born in Reykjavík in 1954. She graduated from the Icelandic Academy of Art and Crafts in 1977. Sigrún works as an artist and writer. She has had several solo exhibitions as well as taken part in numerous group exhibitions around the world.
Early in her career, Sigrún started illustrating books, but in 1980 she decided to attempt writing as well. That same year her first book, Allt í plati! was published. Since then she has written and illustrated countless books.

Þórarinn Eldjárn was born in Reykjavík in 1949. He studied Literary History, Philosophy and Icelandic at the universities in Lund and in Reykjavik. Þórarinn’s first book of poetry, Kvæði, was published in 1974 and since then he has worked as a writer and translator. He wrote numerous poetry books for adults and children as well as collections of short stories and novels.

Read more … 

 

Sævar Helgi Bragason – Gestur 2018 / Guest 2018

Mýrin tilkynnir með mikilli gleði og ánægju að Sævar Helgi  Bragason er gestur hátíðarinnar í ár. Sævar er stjörnufræðikennari, vísindamiðlari og höfundur bókanna Stjörnuskoðun fyrir alla fjölskylduna (2016) og Geimverur: Leitin að lífi í geimnum (2017).
Sævar starfar við dagskrárgerð í útvarpi og sjónvarpi hjá KrakkaRÚV, auk þess að vera tíður gestur í fjölmiðlum til að fræða fólk á öllum aldri um vísindi.
Lesa meira … 

The Moorland announces with great joy that Sævar Helgi Bragason is a guest at this year’s festival. Sævar is an Astronomy teacher, science advocator and the author of the books Stjörnuskoðun fyrir alla fjölskylduna (“Stargazing for the whole family”, 2016) and Geimverur: Leitin að lífi í geimnum (“Aliens: the search for life in space”, 2017). Sævar works as a radio and television presenter at KrakkaRÚV and he is a frequent guest in the media, teaching people of all ages about science.  Read more … 

 

Dagný Kristjánsdóttir – Gestur 2018 / Guest 2018

Það gleður okkur í Mýrinni að tilkynna að Dagný Kristjánsdóttir er gestur á hátíðinni. Dagný er prófessor í íslenskum nútímabókmenntum við Íslensku og menningardeild, Hugvísindasviðs Háskóla Íslands.
Lesa meira …

The Moorland happily announces that Dagný Kristjánsdóttir is our guest at the festival this year. Dagný is a professor in Contemporary Icelandic Literature at the faculty of Icelandic and Comparative Cultural Studies at the University of Iceland.
Read more …

Ævar Þór Benediktsson – Gestur 2018 / Guest 2018

Mýrin tilkynnir með ánægju að Ævar Þór Benediktsson (f. 1984), leikari og rithöfundur, er gestur hátíðarinnar í haust. Hann er þekktastur fyrir bókaröðina ,,Þín eigin”, þar sem lesandinn ræður ferðinni og bækurnar um bernskubrek Ævars vísindamanns. Hann hefur einnig starfað mikið í sjónvarpi og útvarpi, þá mest sem Ævar vísindamaður.
Ævar stóð fjórum sinnum fyrir Lestrarátaki Ævars vísindamanns, en í þeim hafa um 230 þúsund bækur verið lesnar samtals.
Lesa meira … 

The Moorland is happy to announce that Ævar Þór Benediktsson (1984) will be a guest at the festival in October. Ævar is an actor and author, best-known for his Þín eigin (Your own) – series, where it’s up to the reader to decide what way the story goes, and his books about Ævar the Scientist’s childhood escapades. He has worked in television and radio, mostly as Ævar the Scientist. Ævar has been running four seasons of his Ævar the Scientist´s reading promotion campaign, with which all together around 230.000 books have been read.  
Read more … 

 

Marta Hlín Magnadóttir – Gestur 2018 / Guest 2018

Það gleður Mýrina að tilkynna að Marta Hlín Magnadóttir verður gestur á hátíðinni. Hún er fædd árið 1970 á Ísafirði og bjó þar til tvítugs. Vorið 2011 lauk hún M.Ed námi frá Háskóla Íslands í náms- og kennslufræðum, með íslensku og íslenskukennslu sem kjörsvið. Mastersritgerðin bar nafnið Lesandi er landkönnuður og fjallar um barnabækur í kennslu á miðstigi. Sama haust stofnaði hún Bókabeituna ásamt Birgittu Elínu Hassell í þeim tilgangi að auka fjölbreytni í úrvali á barnabókum og um leið að kenna sem flestum börnum að lesa.
Lesa meira …

It’s a pleasure to announce that Marta Hlín Magnadóttir will be a guest at the festival. In 2011 she completed her MA of Education at the University of Iceland in Education and Teaching with Icelandic Language and Teaching as a specialisation. Her Master’s thesis, titled “The reader is an explorer”, deals with children’s books in primary school teaching. In the autumn of 2011, she founded the publishing house Bókabeitan together with Birgitta Elín Hassell. Their purpose was to make the selection of children’s books on the Icelandic market more diverse and promote reading among as many children as possible.  Read more … 

 

Ármann Jakobsson – Gestur 2018 / Guest 2018

Mýrin tilkynnir með ánægju að Ármann Jakobsson verður gestur okkar í haust. Ármann er prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við
Háskóla Íslands. Hann hefur sent frá sér skáldverkin Fréttir frá mínu landi (2008), Vonarstræti (2008), Glæsir (2011), Brotamynd (2017) og Útlagamorðin (2018).
Árið 2014 kom fyrsta barnabók Ármanns út, Síðasti galdrameistarinn og er hún myndskreytt af Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur.
Lesa meira …

Myrin is happy to announce that Ármann Jakobsson will be our guest at this year’s festival. Ármann is a professor of Medieval Icelandic Literature at the University of Iceland. He has published the novels Fréttir frá mínu landi (2008), Vonarstræti (2008), Glæsir (2011), Brotamynd (2017) and Útlagamorðin (2018).
In 2014, his first children’s book came out, called Síðasti galdrameistarinn (“The last wizard”), with illustrations by Bergrún Íris Sævarsdóttir.   Read more…

 

Þórdís Gísladóttir – Gestur 2018 / Guest 2018

Mýrin tilkynnir með mikilli gleði að Þórdís Gísladóttir er gestur á hátíðinni í haust. Hún er fædd 14. júlí árið 1965 og ólst upp í Hafnarfirði. Þórdís lauk BA-prófi í íslensku frá Háskóla Íslands, stundaði MA-nám í bókmenntum og lauk fil.lic-prófi í norrænum fræðum frá Uppsalaháskóla í Svíþjóð þar sem lokaverkefnið var rannsókn á tvítyngi. Auk ritstarfa hefur Þórdís starfað sem bókmenntagagnrýnandi, fyrirlesari, blaðamaður, starfað við dagskrárgerð, við vefritstjórn og ritstýrt tímaritinu Börnum og menningu.
Þórdís skrifar jöfnum höndum fyrir börn og fullorðna og hefur einnig samið námsefni og skrifað unglingabækur í samstarfi við Hildi Knútsdóttur, bækurnar um hinn óborganlega grallara Dodda. Þá hefur hún þýtt fjölda bóka og leikrit, flest úr sænsku. Fyrsta ljóðabók Þórdísar, Leyndarmál annarra, hlaut bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2010.
Lesa meira …

We are very happy to announce that Þórdís Gísladóttir is a guest at the Moorland festival in October. She is a writer and translator, born in 1965. Þórdís finished her Bachelors degree in Icelandic at the University of Iceland, a Master’s in Literature and graduated as Ph.Lic in Scandinavian Studies at Uppsala University in Sweden. Þórdís writes both for children and adults. She has also composed study material and published books for adolescents in cooperation with Hildur Knútsdóttir, about the incredibly funny 14 year old Doddi. She has translated several books and plays, most of them from Swedish to Icelandic.
Þórdís was awarded with Fjöruverðlaunin, the Women’s Literary Prize, and she was nominated three times for the Icelandic Literary Prize. For her translation of Allt er ást (“All is love”) by Kristian Lundberg, she was nominated for the Icelandic Translator’s Prize. The poetry book Óvissustig (“Levels of Uncertainty“) was nominated for the May Star in 2016, a poetry award given by The Icelandic Writers’ Union and The National and University Library of Iceland for the best poetry book of the year.    Read more …

 

Rán Flygenring – Gestur 2018 / Guest 2018

Það gleður Mýrina að tilkynna að Rán Flygenring verður gestur hátíðarinnar í haust. Rán er fædd árið 1987 og er myndskreytir og grafískur hönnuður frá Reykjavík. Hún starfar að verkefnum víða um heim, myndskreytir, ritstýrir og kemur fram á hinum ýmsu listahátíðum svo fátt eitt sé nefnt.
Að loknu stúdentsprófi árið 2006 lærði Rán grafíska hönnun við Listaháskóla Íslands og fór í framhaldsnám til Oslóar þar sem hún lauk Mastersnámi í hönnun frá Listaháskólanum þar í borg árið 2015.
Lokaverkefni Ránar frá Listaháskóla Íslands Stundum kom út árið 2009 og í kjölfar þess kom hún að útgáfu á meira en 10 verkum, ýmist sem myndskreytir eða hönnuður og oftast í samstarfi við þýska rithöfundinn Finn-Ole Heinrich. Samstarf þeirra tveggja hefur verið einstaklega gjöfult og hafa þeim hlotnast hin ýmsu verðlaun og viðurkenningar. Fuglar er nýleg afurð Ránar en hana gerir hún í samstarfi við Hjörleif Hjartarson og vakti bókin strax mikla athygli og hlaut margvíslegar viðurkenningar.
Lesa meira …

The Moorland is happy to present Rán Flygenring as one of its participating authors this fall. Born in 1987, Rán is an illustrator, designer and artist from Reykjavík. She works internationally on projects ranging from live-drawing at festivals and conferences to editorial work for publishers and galleries.
After finishing high school in 2006, Rán studied Graphic Design, Design and Typography in Iceland, Germany, Switzerland and Norway, achieving a Master’s degree in design at the Oslo National Academy of the Arts in 2015.
Since her first publication Stundum, the final project of her Bachelor’s studies published in 2009, Rán was involved in more than 10 publications of both books and designs, often in cooperation with the German author Finn-Ole Heinrich and their works have been awarded with many nominations and awards. Her most recent publication Fuglar (“Birds”) which was published in cooperation with Hjörleifur Hjartarson in 2017, has received a lot of attention and credit.
Currently, she works as a self-employed illustrator, designer and artist for many international clients.   Read more …

Ragnheiður Eyjólfsdóttir – Gestur 2018 / Guest 2018

Það gleður okkur í Mýrinni að tilkynna að Ragnheiður Eyjólfsdóttir er gestur á hátíðinni í haust. Hún er fædd árið 1984 og ólst upp í gamla vesturbænum í Reykjavík, fyrir utan þrjú ár sem hún bjó í Danmörku á unglingsaldri. Með B.a. próf í arkitektúr frá Listaháskóla Íslands upp á vasann flutti Ragnheiður til Árósa og hóf þar framhaldsnám við Arkitektskolen Aarhus þaðan sem hún lauk námi árið 2012. Ragnheiður hóf að skrifa sína fyrstu skáldsögu meðan hún var í barneignarleyfi en sú vinna hefur undið upp á sig því Ragnheiður hefur nú snúið sér alfarið að ritstörfum.
Ragnheiður sendi handritið af Skuggasögu – Arftakanum inn í samkeppnina um Íslensku barnabókaverðlaunin 2015 og bar sigur úr býtum. Bókin hlaut þar að auki Bóksalaverðlaunin í flokki íslenskra ungmennabóka sama ár. Seinni bókin, Skuggasaga – Undirheimar, kom út árið eftir (2016) og hlaut hún Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar 2017 í flokki frumsaminna barnabóka. Gert er ráð fyrir að ný skáldsaga eftir Ragnheiði komi út haustið 2018.
Lesa meira …

We are very happy to announce that Ragnheiður Eyjólfsdóttir is our guest in October. She was born in 1984 and spent her childhood in Reykjavík, apart from the three years she lived in Denmark during her teenage years. With a degree in Architecture from the Iceland Academy of the Arts, Ragnheiður moved to Aarhus in 2009 to do her Master’s. She now lives in Munich, Germany, together with her husband, two sons and a ten kilo cat. Ragnheiður started writing her first novel while she was on parental leave, after which she turned completely to writing. She won the Icelandic Children’s Book Prize in 2015 after sending in her script of Skuggasaga – Arftakinn. The book was also awarded the Icelandic Youth Book of the Year. The second book in the series, Skuggasaga – Undirheimar, was published the following year (2016) and for that she received the 2017 Children’s Book Prize. A new novel by Ragnheiður is expected to come out in the Autumn 2018.   Read more …

Kristín Helga Gunnarsdóttir – Gestur 2018 / Guest 2018

Mýrin tilkynnir með mikilli gleði að Kristín Helga Gunnarsdóttir er gestur hátíðarinnar í október.
Hún er fædd árið 1963 í Reykjavík og stundaði spænskunám við Háskólann í Barcelona og Háskóla Íslands en útskrifaðist með BA-próf í fjölmiðlafræði og spænskum bókmenntum frá háskólanum í Salt Lake City í Utah árið 1987. Eftir að hafa starfað við fréttamennsku í nokkur snéri Kristín Helga sér alfarið að ritstörfum og blaðamennsku og kom fyrsta bók hennar, Elsku besta Binna mín, út árið 1997. Síðan þá hafa komið út eftir Kristínu Helgu á fjórða tug verka sem spanna allt frá skáldsögum og smásögum, jafnt fyrir yngri sem eldri lesendur, yfir í sjónvarpshandrit og lestrarefni fyrir grunnskóla. Nýjasta bók hennar Vertu ósýnilegur – flóttasaga Ishmaels er tilnefnd fyrir hönd Íslands til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2018 en hún hlaut Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar í ár ásamt Fjöruverðlaununum og var einnig tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna. Lesa meira …

The Moorland happily announces that Kristín Helga Gunnarsdóttir (1963) is our guest at the festival in October.  After studying Spanish at the University of Iceland and in Barcelona she graduated from the University of Salt Lake City in Utah with a BA-degree in Media Studies and Spanish Literature in 1987.  Kristín Helga worked as a reporter in Iceland for 11 years before she became a full time author and journalist. Her first book was published in 1997 and since then she has written around forty books, for adults and children, short stories, novels, tv scripts and teaching materials. Kristín Helga has won numerous awards and prizes for her work. Her latest book Vertu ósýnilegur – flóttasaga Ishmaels (“Be invisible – the story of Ishmael’s escape”) won Fjöruverðlaunin – The Women’s Literature Prize in 2018 and is nominated for the Nordic Council Children and Young People’s Literature Prize in 2018. She based her story on the experiences of the 300,000 unaccompanied child refugees currently in Europe in search of a home and a future and interviews with Syrian families in Iceland.   Read more …

 

Högni Sigurþórsson – Gestur 2018 / Guest 2018

Það er Mýrinni ánægja að tilkynna að Högni Sigurþórsson (f. 1970) verður gestur á hátíðinni í haust. Hann er menntaður myndlistarmaður sem hefur að mestu starfað á vettvangi leikhúss og grafískrar hönnunar. Hann vinnur jöfnum höndum þrívítt og tvívítt og flakkar á milli miðla og eru leiksýningar með blandaðri tækni, notkun á grímum, brúðum og umbreytingu hluta úr einu í annað honum sérstakt áhugamál. Um þessar mundir er Högni að hanna leikmynd fyrir Þitt eigið leikrit eftir Ævar Þór Benediktsson sem stendur til að frumsýna í janúar 2019.

Kvæðið um Krummaling, myndskreytt af Högna við ljóð Aðalsteins Ásberg Sigurðssonar og sem tilnefnd var til barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar árið 2018 er fyrsta bókin sem hann gefur út undir eigin nafni.   Lesa meira …

The Moorland is delighted to announce that Högni Sigurþórsson (1970) will be our guest at the festival this autumn. He is an educated artist and has been working mostly with theatre and graphic design. He works both two-dimensionally and three-dimensionally as he moves between different media and plays around with mixed techniques. Högni is especially interested in using masks, dolls and transforming objects into something else. He is now doing the scenography for Þitt eigið leikrit (“Your own play”) by Ævar Þór Benediktsson, which premieres in January 2019.

He was  nominated for the Reykjavík Children’s Book Prize 2018 for the book Kvæðið um Krummaling (“The Poem about little Raven). The book consists of poetry by Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson and illustrations by Högni, and it is the first book he publishes under his own name.  Read more …

 

Hjörleifur Hjartarson – Gestur 2018 / Guest 2018

Það gleður Mýrina að tilkynna að Hjörleifur Hjartarson er gestur hátíðarinnar í haust.
Hann er kennari að mennt en hefur samhliða kennslu starfað sem rithöfundur, textasmiður og tónlistarmaður. Eftir hann liggja nokkrar bækur í bundnu og óbundnu máli fyrir börn og fullorðna, leikrit og þýðingar. Hjörleifur er annar tveggja meðlima hljómsveitarinnar Hundur í óskilum sem fyrir utan að gefa út tónlist hefur getið sér gott orð fyrir fyndnar tónleiksýningar.
Hjörleifur hefur unnið við textagerð fyrir söfn og sýningar og leiddi eitt slíkt verkefni hann á slóðir fuglanna sem flögrað hafa í kringum hann æ síðan. Einn fjölmargra ávaxta þeirrar sambúðar er bókin Fuglar sem hann gerði ásamt Rán Flygenring teiknara og kom út árið 2017.
Lesa meira …

We proudly present the talented Hjörleifur Hjartarson as one of our guests at this year’s festival. Hjörleifur is a teacher but alongside his teaching career he works as an author, copywriter and musician. He has published both verse and prose books for children and adults, plays and translations. Hjörleifur is one of the two members of the music group Hundur í óskilum.
They have become famous for their funny and educative music performances which are highly appreciated in theatres both in Reykjavik and Akureyri.
Hjörleifur has worked as a project manager and made texts for museums and exhibitions. One of those projects led him to the area of the birds that have been flying around him ever since. One of the outcome of that is the book Fuglar (“Birds”) published in 2017 that Hjörleifur wrote in collaboration with illustrator Rán Flygenring.   Read more …

 

 

Áslaug Jónsdóttir – Gestur 2018 / Guest 2018

Mýrin tilkynnir með mikilli gleði og ánægju að Áslaug Jónsdóttir er gestur hátíðarinnar í ár. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og útskrifaðist frá teiknideild Skolen for Brugskunst, sem nú er einn af skólum Listaakademíunnar í Kaupmannahöfn. Síðan námi lauk hefur Áslaug starfað sem myndlýsir, grafískur hönnuður, rithöfundur og myndlistamaður. Fyrsta bók hennar kom út árið 1990 en hún hefur síðan skrifað og myndlýst fjölda barnabóka, skrifað barnaleikrit og tekið þátt í sýningum erlendis og á Íslandi.  Áslaug hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín, nú síðast Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2017 í flokki barna- og unglingabóka fyrir Skrímsli í vanda ásamt meðhöfundum sínum Kalle Güettler og Rakel Helmsdal. Verk Áslaugar hafa þrívegis verið valin á Alþjóðlegan heiðurslista IBBY fyrir myndlýsingar og hún hefur verið tilnefnd til H.C Andersen verðlaunanna og ALMA-verðlaunanna, (Astrid Lindgren Memorial Award) fyrir myndlýsingar í barnabókum.
Áslaug hefur skrifað þrjú barnaleikrit og hannað leikmyndir fyrir tvö þeirra en hún hefur einnig hannað útlit sýninga, þar á meðal skapaði hún ásamt Högna Sigurþórssyni upplifunarsýninguna Skrímslin bjóða heim sem var sett upp í Gerðubergi Menningarhúsi. Bækur Áslaugar hafa verið þýddar á mörg tungumál, þar á meðal hafa bækurnar úr bókaflokkinum um litla skrímslið og stóra skrímslið ferðast víða.  Lesa meira …

The Moorland announces with great joy that  Áslaug Jónsdóttir is a guest at this year’s festival. She studied visual arts in Reykjavik and Copenhagen and graduated as illustrator and graphic designer in 1989. She works as illustrator, graphic designer, writer and visual artist. Her first children’s book was published in 1990 and since then she has written and illustrated numerous picture books and taken part in exhibitions in Iceland and abroad.
Áslaug has received numerous awards for her works.  She received the Reykjavík Children’s Literature Prize along with co-authors Kalle Güettler and Rakel Helmsdal for Stór skrímsli gráta ekki (“Big Monsters Don’t Cry”) and Skrímsli í Vanda (“Monsters in Trouble”) won The Icelandic Literary Prize 2017 in the category of children and young adult’s fiction.  Her works have three times been selected for the IBBY Honor List for illustrations, and she has received nominations for the Hans Christian Andersen Awards as well as to The ALMA-award (Astrid Lindgren Memorial Award), for her illustrations. Moreover, she has written children’s plays for The National Theatre in Reykjavík, where she also was responsible for the stage design. Her works have been published in many languages, including the popular series about the Little Monster and the Big Monster, written with co-authors Kalle Güettler and Rakel Helmsdal.  Read more …

Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson – Gestur 2018 / Guest 2018

Það er Mýrinni ánægja að tilkynna að Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson verður gestur hátíðarinnar í haust. Aðalsteinn er fæddur árið 1955 og hann hefur sinnt skáldskap og tónlist jöfnum höndum og víða komið við á undanförnum áratugum. Fyrsta ljóðabók hans kom út árið 1977, en síðan hefur hann sent frá sér um tvo tugi ljóðabóka með frumsömdum og þýddum ljóðum og á annan tug barnabóka.

Á sviði tónlistar ber hæst hina sívinsælu barnatónlist hans, en auk þess vísnatónlist og söngva frá Norðurlöndum. Aðalsteinn rekur einnig útgáfufyrirtækið Dimmu sem gefur út bókmenntir og tónlist. Nýleg verk Aðalsteins Ásberg fyrir börn og ungmenni eru Dimmu-þríleikurinn (2014) og Kvæðið um Krummaling (2017).  Lesa meira …

The Moorland is delighted to announce that  Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson (1955) is our guest at this year’s festival. He has been equally productive writing fiction as well as music during the last decades. His first poetry book was published in 1977, and since then he has written 24 poetry books including both translated poems and his own poems. He has also written a wide range of children’s books. Within music, he’s most recognised for his children’s music, but also for his contributions to Nordic songwriting and folk music. Aðalsteinn is also the co-founder of the literature and music publishing company Dimma. The most recent works by Aðalsteinn Ásberg for youth and children are the Dimmu-triology (2014) and the poetry book Kvæðið um Krummaling (“The poem about little Raven”, 2017).  Read more …

Janina Orlov – Gestur 2018 / Guest 2018

Mýrin kynnir með stolti síðasta erlenda gest hátíðarinnar í haust.  Janina Orlov er verðlaunaður bókmenntaþýðandi, fædd árið 1955 í Helsinki. Hún þýðir aðallega texta úr rússnesku og finnsku yfir á sænsku og er ötul við að kynna finnskar bókmenntir. Með þýðingum sínum hefur Janina, ásamt öðrum, stuðlað að uppgangi finnskra bókmennta á alþjóðavísu og hefur hún hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir þýðingarstörf sín. Hún er með doktorsgráðu í rússnesku og rússneskum bókmenntum frá háskólanum í Åbo í Finnlandi og hefur langa reynslu sem kennari og fyrirlesari um barnabókmenntir við háskólann í Stokkhólmi. Janina hefur skrifað fjöldamargar greinar og ritdóma um barnabókmenntasögu, sænskar- og finnskar barnabókmenntir og rússneskar bókmenntir. Hún hefur meðal annars setið í dómnefnd barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, setið í stjórn stéttarfélags rithöfundasambandsins í Svíþjóð, gjaldkeri „Three Seas” sem er höfunda- og þýðendamiðstöð á Ródos, formaður sambands rithöfunda í Eystrasaltsríkjunum og situr í ritnefnd breska tímaritsins Children’s literature in education. Um þessar mundir skrifar Janina Orlov um bókmenntir frá fyrri hluta 18. aldar í fyrirhugaðri bók um sögu og þróun barnabókmennta í Svíþjóð.  Lesa meira …

Myrin proudly presents Janina Orlov as our guest in October. She is an awarded literary translator, born in 1955 in Helsinki. She works mainly from Russian and Finnish into Swedish and is an active promoter of Finnish literature. Janina holds a PhD in Russian and Russian literature from Åbo Akademi University, and is a senior lecturer in Children’s Literature at Stockholm University. She has written numerous articles and reviews on children’s literary history, Swedish and Finnish children’s literature, and Russian literature. Among other things, she’s been a member of the Adjudication Committee for the Nordic Council Children and Young People’s Literature Prize, board member of the Swedish Writers’ Union, treasurer of the Three Seas Writers and Translators Centre in Rhodes, chairman of the Baltic Writers’ Council, and member of the editorial board of Children’s literature in education, UK.
She is currently writing a chapter about the first half of the 1800 century in Swedish children’s literature for a forthcoming History of children’s literature in Sweden.  Read more …

 

Kjersti Lersbryggen Mørk – Gestur 2018 / Guest 2018

Mýrin tilkynnir með ánægju að Kjersti Lersbryggen Mørk verður gestur okkar í haust. Hún er fræðimaður við Norsku barnabókastofnunina (Norsk barnebokinstitutt) og Háskólann í Osló. Um þessar mundir vinnur hún að doktorsritgerð sinni:  Vitnisburður um illsku – barnabókmenntir á okkar tímum? Hún hefur kennt bókmenntir við Norsku Barnabókastofnunina og á flestum skólastigum í heimalandi sínu.   Lesa meira …

Myrin is happy to announce that Kjersti Lersbryggen Mørk will be our guest at this year’s festival. She is a scholar at the Norwegian Institute for Children’s Books (NBI) and the University of Oslo. She is currently working on her PhD thesis: Witness of malice –  children’s literature for our times? Before that, she worked as a literature educator in the program of author training at NBI, and taught at primary school, high school and university.   Read more …

Siri Pettersen – Gestur 2018 / Guest 2018

Mýrin tilkynnir með stolti að Siri Pettersen verður gestur hátíðarinnar í haust. Siri er norskur rithöfundur og teiknimyndasöguhöfundur sem einnig starfar við hönnun ýmis konar og textagerð. Fyrsta skáldsaga hennar í fullri lengd, ungmennabókin Barn Óðins eins og hún gæti útlaggst á íslensku, kom út árið 2013, fyrsta bókin í þríleiknum Hrafnsvængirnir (á norsku Ravneringene). Í þríleiknum má segja að höfundur ætli sér meira en að skemmta lesendum með fantasíuforminu, hún er trú forminu en leikur sér jafnframt að því og gerir að sínu. Með fótfestu í Norrænni goðafræði hefur Siri Pettersen skapað einstakan en jafnframt flókin heim með þríleiknum sem tilnefndur hefur verið til margra verðlauna.
Lesa meira

Mýrin is proud to announce that the Norwegian fantasy writer and comics artist Siri Pettersen will be guest at the festivalGifted with a vivid imagination, she began to write and draw the most fantastic tales at a young age. Today, she is an expert in escapism and shamelessly wallows in all kinds of media: design, web, comics, movies and text.
Siri Pettersen made her debut and had a huge success with Odins barn (“Odin’s Child”) in 2013, the first part of The Raven Rings Trilogy. In 2014, the second book Råta (”The Rot”) followed and in 2015, the trilogy was concluded with Evna (”The Might”). With her feet firmly rooted in the Norse mythology, Siri Pettersen has created a unique and complex world. The trilogy has been translated into several languages and received many awards and nominations. Read more …

Forföll höfundar / Author’s cancellation

Mýrinni þykir leitt að tilkynna að Gunilla Bergström getur því miður ekki komið til Íslands í haust. Hún hefði gjarnan viljað koma á hátíðina í október en af heilsufarsástæðum á hún ekki heimangengt.
Við óskum Gunillu alls hins besta!

Fljótlega kynnum við annan Norrænan höfund til leiks sem verður gestur okkar í haust. Sá höfundur sækir innblástur sinn meðal annars til íslenskrar náttúru, sögu og menningar. Í Mýrinni ríkir mikil tilhlökkun að kynna höfundinn fyrir ykkur öllum. Fylgist með!

Unfortunately, Gunilla Bergström isn’t able to come to Iceland in October. She would have loved to participate in the festival, but had to cancel due to health reasons.
We wish Gunilla all the best!

Very soon, we’ll present a Nordic writer who will join us at the festival this autumn. She is hugely inspired by Icelandic nature, culture and language, and we are very excited to welcome her to Iceland and introduce her to all of you. Stay tuned! 

Rasmus Bregnhøi – Gestur 2018 / Guest 2018

Mýrin tilkynnir með ánægju að Rasmus Bregnhøi verður gestur á hátíðinni í haust. Hann er danskur mynd- og rithöfundur sem hefur á 25 ára ferli sínum myndskreytt yfir eitt hundrað bækur fyrir börn, teiknimyndasögur og myndasögur fyrir fullorðna ásamt því að myndskreyta fyrir dagblöð og tímarit. Hann er lærður teiknari frá Danmarks Designskole og tók hann hluta af námi sínu í Myndlista- og handíðaskóla Íslands.
Rasmus hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar á ferli sínum, meðal annars var hann tilnefndur til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir bókina Hjertestorm eða Stormhjarta árið 2017 og hann hefur sýnt víða um heim. Lesa meira …

Mýrin is happy to present Rasmus Bregnhøi (1965) as one of our participants this autumn. He is a Danish illustrator and writer, who has made over 100 picture books for children. He also published comics and graphic novels and is a cartoonist for newspapers and magazines. He studied Lithography and Drawing in Denmark and Iceland and has received many awards for his work, including a three-year grant from The Danish Arts Foundation.
His drawings are characterized by many details, colors and figures, sometimes surreal, but always with a link to reality. His books have been published in Sweden, Norway, The Faroe Islands, Germany, Italy, Albania and Chile and he has exhibited in Japan, China, Latvia, Greenland, Mexico, Italy and Slovakia. Read more …

 

Malene Sølvsten – Gestur 2018 / Guest 2018

Það gleður Mýrina að tilkynna að Malene Sølvsten verður gestur hátíðarinnar í ár.  Hún er  danskur höfundur fantasíubóka, fædd árið 1977. Frumraun hennar, Ravnenes Hvisken  kom út árið 2016 í Danmörku. Önnur bókin í þríleiknum kom út ári síðar og er von á síðustu bókinni seinna á þessu ári.  Á íslensku hefur fyrsta bókin Hvísl Hrafnanna komið út hjá forlaginu Uglu, og er önnur bókin væntanleg á haustmánuðum. Í sögunum segir af unglingsstúlkunni Önnu sem elst upp í lítilli borg á Norður Jótlandi. Hún býr yfir þeirri gáfu að sjá ljóslifandi atburði úr fortíðinni og fara undarlegir hlutir að gerast. Anna er hundelt af illskeyttum morðingja og aðeins hennar nánustu vinir standa í vegi fyrir að hún verði illmenninu að bráð. Til þess að bjarga heiminum undan ragnarökum verður Anna að finna morðingjann — áður en hann finnur hana. Malene Sølvsten býr og starfar í Kaupmannahöfn. Lesa meira …

Mýrin proudly announces that Malene Sølvsten will be guest of the festival this autumn. She is a Danish fantasy author, born in 1977. Her debut novel Ravnenes hvisken 1 (“The Whisper of the Ravens”) was published in 2016, with the second book in the series released the year after. In 2018 the third and last book in the trilogy will be released. The novels tell the life of a teenage girl, Anne, who grows up in a small Danish city in the north of Jutland. Anne soon learns that the world is populated by Norse gods, witches, giants and other supernatural beings. The series draws inspiration from the Iron Age in Scandinavia and the poems from the Elder Edda.
Malene Sølvsten had a lot of different jobs before she became a full-time writer. She grew up in the northern part of Denmark, and now lives in Copenhagen. Read more …

 

Peter Madsen – Gestur 2018 / Guest 2018

Það gleður Mýrina að tilkynna að Peter Madsen er gestur á hátíðinni í haust. Hann er myndlistarmaður og teiknari, rithöfundur, kvikmynda-gerðarmaður og fyrirlesari. Hann fæddist árið 1958 í Árósum í Danmörku. Aðeins 15 ára gamall gaf hann út fyrstu teiknimyndaseríur sínar. Árið 1984 snéri hann sér alfarið að listinni en það ár leikstýrði hann teiknimyndinni Valhalla en þekktastur er hann vafalaust fyrir samnefndan bókaflokk af teiknimyndasögum (Goðheimar á íslensku) Bækurnar, sem komu út á árunum 1979-2009 í Danmörku segja á skondinn hátt af ásum og goðum Norrænnar goðafræði. Auk þess að skrifa og myndskreyta bækur hefur Peter Madsen hannað bókakápur og plötuumslög, plaköt og myndskreytt fyrir tímarit og dagblöð. Lesa meira …

Mýrin proudly presents Peter Madsen as our guest on the festival this autumn. He was born in 1958 in Denmark and is a drawing artist and illustrator, an author, a filmmaker and a lecturer. Peter is best known for the comic series Valhalla, humorous comics about the gods of Norse mythology. The series consists of 15 albums and was published between 1979 and 2009. It has also been made into a film. Madsen has even made several new interpretations of classic stories, such as stories from the Old Testament and H.C. Andersen’s The Story of a Mother and The little Mermaid. In 2009, the first books in the picture book series, Troll Life were published. Troll Life is co-created by Peter Madsen and his wife, Sissel Bøe. Read more …

Jenny Lucander – Gestur 2018 / Guest 2018

Það gleður Mýrina að segja frá því að Jenny Lucander verður einn af góðum gestum hátíðarinnar. Jenny er frá Finnlandi og lærði barnabóka- myndskreytingar og hönnun við háskólann í Gautaborg árin 2010-2013. Hún er einnig með meistaragráðu í félagsvísindum og BA-gráðu í félagssálfræði.

Bækurnar Vildare, värre, Smilodon 2016 (texti Minna Lindeberg, myndir Jenny Lucander) og Dröm om drakar (texti Sanna Tahvanainen, myndir JL) 2015 voru báðar tilnefndar, á sitthvoru árinu, til barna- og unglinga-bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs eða árin 2016 og 2017.

Að eigin sögn hefur Jenny mikla ánægju af að skoða þær stóru hugmyndir sem barnshugurinn veltir oft fyrir sér og margar af þeim tilfinningum sem oft geta fylgt barnæskunni. Lesa meira …

Mýrin proudly presents the Finnish illustrator Jenny Lucander as one of the festival’s guests. Jenny studied Children’s Book Illustration and Storytelling in Gothenburg and has a background in Psychology and Social Sciences.
She published books together with Finnish and Swedish writers, including Snön över Azharia (2017) and Vildare, värre, Smilodon (2016) with Minna Lindeberg and Dröm om drakar (2015) with text by Sanna Tahvanainen.
Making art and making illustrations is a way of communicating with the world for her. She enjoys exploring the big questions we struggle with during childhood. In creating her illustrations she tries not to be too rigid, and instead to be more free and wild. Read more …

Marit Törnqvist – Gestur 2018 / Guest 2018

Það gleður Mýrina að tilkynna að Marit Törnqvist er einn af höfundunum sem taka þátt í Mýrinni í október. Marit Törnqvist fæddist í Uppsölum í Svíþjóð árið 1964. Þegar hún var 5 ára gömul flutti hún til Hollands ásamt hollenskri móður sinni, sænskum föður og systkinum sínum.
Á árunum 1982-1987 lærði hún myndskreytingar í Gerrit Rietveld listaskólanum í Amsterdam. Útskriftarsýning hennar vakti mikla athygli og fljótlega eftir útskrift var hún beðin um að myndskreyta bók Astridar Lindgren. Í framhaldinu af gifturíku samstarfi Astridar Lindgren og Maritar var sú síðarnefnda fengin til að hanna útlit og myndheim Junibacken skemmtigarðsins í Stokkhólmi sem byggir á söguheimi Astridar Lindgren. 
Fyrsta skáldsaga Maritar Törnqvist, Klein verhaal over liefde (“A short story about love” eða Stutt saga um ást) kom út árið 1995 og vann sú saga til verðlauna í Hollandi. Myndir Maritar þykja lýsa með einkar fallegum og viðkvæmum hætti hugarheimi barnsins. Marit Törnqvist býr ásamt eiginmanni og tveimur dætrum í miðborg Amsterdam en stórum hluta ársins eyðir hún á bóndabýli í Suður-Svíþjóð. Bækur Maritar hafa verið gefnar út í 20 löndum. Lesa meira …

Mýrin proudly presents author and illustrator Marit Törnqvist as one of our participants this fall. Marit Törnqvist (1964) was born in Sweden to a Dutch mother and a Swedish father. When she was five they moved to the Netherlands. She studied illustration at Gerrit Rietveld School of Art & Design and has illustrated several books by Astrid Lindgren and other Swedish, Dutch and Flemish writers. In 1994, Marit received the commission to turn the best known fairy tales by Astrid Lindgren into a three-dimensional journey in Junibacken in Stockholm. She is also a writer herself. The first book Marit wrote, Klein verhaal over liefde (“A Small Story About Love”) was published in 1995. In 2017, her latest book Het gelukkige eiland (“The Island of Happiness”) came out. Marit has been published in over fifteen languagues. Read more …

Aleksandra Mizielińska & Daniel Mizieliński – Gestir 2018 / Guests 2018

Mýrin kunngjörir með gleði að Aleksandra Mizielińska og Daniel Mizielinski frá Póllandi verða gestir hátíðarinnar í október. Aleksandra og Daniel lærðu grafíska hönnun í Listaháskólanum í Varsjá og eru stofnendur Hipopotam Studio en þar framleiða þau, hanna, skrifa og myndskreyta bækur fyrir börn og fullorðna. 

Bækur þeirra hafa verið útgefnar í fleiri en þrjátíu löndum og hefur bókin Maps eða Kort komið út hjá Forlaginu. Bókin hefur selst í yfir 3 milljónum eintaka á heimsvísu. Tvíeykið hefur hlotið mörg verðlaun og viðurkenningar fyrir ólíka hönnun sína, allt frá letri og heimasíðum, upp í einstaklega falleg bókverk, meðal annars hin virtu BolognaRagazzi verðlaun (2010). Lesa meira …

Mýrin is happy to present Aleksandra Mizielińska and Daniel Mizielinski from Poland as two of its participating authors in October. Aleksandra and Daniel are graphic designers and book authors and the founders of Hipopotam Studio.

Their books, such as H.O.U.S.E., What Will Become of You?, the ‘Welcome to Mamoko’ series, Maps, and Under Earth, Under Water, were published in over thirty countries.The title Maps – an international bestseller – was sold in a combined total of over 3,000,000 copies all around the world. The duo has received numerous awards and distinctions for their book and Internet designs, including the prestigious international BolognaRagazzi Award (2010). Read more …

Anna Höglund – Gestur 2018 / Guest 2018

Það er Mýrinni ánægja að tilkynna að Anna Höglund (1958) verður gestur hátíðarinnar í haust. Anna Höglund er sænskur rit- og myndhöfundur. Hún er af mörgum talin einn fremsti myndhöfundur Svía um þessar mundir og hefur hún unnið með rithöfundum á borð við Ulf Stark og Barbro Lindgren. Fyrir verk sín hafa henni hlotnast margar viðurkenningar og verðlaun.
Árið 1992 myndskreytti Anna Höglund bók Ulfs Stark Kan du vissla Johanna. Bókin var tilnefnd til August-verðlaunanna, virtustu bókmenntaverðlauna Svíþjóðar og var síðar kvikmynduð við miklar vinsældir og hefur myndin orðið ómissandi þáttur í jólahaldi margra fjölskyldna.
Í Om detta talar man endast med kaniner (Sumt ræðir maður aðeins við kanínur) upplifir aðalsöguhetjan sig frábrugðna og segir sagan af viðleitni hennar til að verða hluti af hóp, þrátt fyrir að upplifa sig öðruvísi en aðra. Lesa meira …

It is a pleasure to announce that Anna Höglund (1958) will be one of the participants of the Mýrin festival. Anna Höglund is a Swedish writer and illustrator. She is considered one of Sweden’s leading illustrators and has collaborated with authors such as Ulf Stark and Barbro Lindgren. For her work she has been awarded both Swedish and foreign literature prizes.
In 1992, Anna Höglund illustrated Ulf Starks Can you whistle, Johanna? The book was nominated for the August Prize and was awarded several literature prizes. Anna Höglund has written and illustrated her own picture books, such as the series about Mina and Kåge. But she also publishes graphic novels / picture books for older children. In Om detta talar man endast med kaniner (“These things can only be discussed with rabbits”), Anna Höglund explores the thoughts and life of a high-sensitive rabbit.
Read more …

Benjamin Chaud – Gestur 2018 / Guest 2018

Mýrin tilkynnir með stolti að Benjamin Chaud verður gestur hátíðarinnar í haust.
Benjamin Chaud fæddist árið 1975 í Suður-Frakklandi. Hann nam við listaskólana Les arts appliqués í París og Les Art Décoratifs í Strasbourg. Fljótlega eftir útskrift sem mynd-skreytir var Chaud tvívegis boðið að taka þátt á Barnabókamessunni í Bologna.

Árið 2011 kom bókin Une chanson d’ours (The Bear’s Song) út. Stóri björn leitar að litla birni sem hefur horfið úr hýðinu. Litli björn er hins vegar að elta býflugur því þar sem býflugur eru, þar er hunang! Leit þeirra að hvor öðrum og hunangi ber þá inn í stórborgina og inn í iðandi óperuhús þar sem kærkomnir endurfundir eiga sér stað. Sögurnar um Litla björn og Stóra björn unnu samstundis hug og hjörtu lesenda á öllum aldri. Lesa meira …

Mýrin is proud to announce that Benjamin Chaud will be guest at the festival this autumn.
Born in 1975 in the south of France, Benjamin Chaud studied in Paris for 3 years at “Les arts appliqués”, before moving to Strasbourg’s “Les Art Décoratifs”, where he also studied for 3 years, after which he became an illustrator. Already at the beginning of his career, he was twice selected for the Bologna Children’s Book Fair. In 2011, Une chanson d’ours (The Bear’s Song) was published. Papa Bear is searching for Little Bear, who has escaped the den. Little Bear is following a bee, because where there are bees, there is honey! The quest leads them into the bustling city and a humming opera house and culminates in a delicious reunion.

The story about Papa Bear and Little Bear immediately won the hearts of readers of all ages, and so far three books about the bear duo have followed. Read more … 

Mýrin 2018 / The Moorland Festival 2018

Það gleður okkur í stjórn Mýrarinnar að tilkynna að hafinn er undirbúningur að næstu hátíð sem fara mun fram haustið 2018! Takið endilega frá dagana 11. – 14. október 2018 því þá mun Norræna húsið fyllast af barnabókahöfundum héðan og þaðan, kátum krökkum alls staðar að og öllum áhugasömum um börn og barnabókmenntir. Við lofum spennandi upplestrum, krassandi vinnustofum og áhugaverðum málstofum.

We are happy to announce that we started preparing for the next Moorland Festival that will take place in autumn 2018! Mark 11 – 14 October 2018 in your calendar, because then the Nordic House will be filled with writers of children’s books from far and near, children’s literature enthusiasts and hundreds of excited kids. We promise entertaining readings, fun workshops and interesting seminars. Stay tuned!


Find more pictures of the Moorland Festival 2016 here

Jólakveðja frá Mýrinni / Holiday Greetings!

myrin-2016jol

Stjórn Mýrarinnar sendir öllum þátttakendum og gestum á barnabókmenntahátíðinni ÚTI Í MÝRI 2016 bestu jólakveðjur og þakkar stuðningsaðilum og samstarfsfólki gjöfult samstarf með óskum um farsæld og gæfu á nýju ári. Sjáumst á Mýrarhátíð 2018!

Mýrin Festival wishes all guests, participants, co-workers and supporters of the children’s literature festival IN THE MOORLAND 2016 a very happy holiday season and a peaceful and prosperous New Year. See you at the next Moorland festival in 2018!

Myndir frá Mýrarhátíð 2016 / Photos – In the Moorland 2016

Gerður Kristný, Ævar Þór

Alþjóðlega barnabókmenntahátíðin Úti í mýri var haldin í Norræna húsinu dagana 6. – 9. október 2016 við góðar undirtektir gesta. Fjöldi barna og fullorðinna sóttu skemmtilega og fróðlega upplestra og fyrirlestra, vinnustofur, málstofur, sýningaleiðsagnir og heiðursdagskrá. Norræna húsið og stjórn Mýrarinnar þakkar öllum þátttakendum og gestum hátíðarinnar fyrir dýrmætt framlag og eftirminnilega daga úti í Vatnsmýri.

The International Children’s and Youth Literature Festival: In the Moorland was held 6 – 9 October 2016 in the Nordic House in Reykjavík. Guests and children of all ages participated in the four-day program with readings, book-talks, workshops, seminars, lectures and exhibitions: a celebration of children’s literature and gifted authors and artists. MÝRIN-festival and The Nordic house would like to thank all participants and guests for their valuable and inspiring contribution during those memorable days in the Moorland of Reykjavík. 

Smellið hér til að sjá ljósmyndir frá ÚTI Í MÝRI 2016.
Click here to see photos from IN THE MOORLAND 2016.

Smellið hér til að sjá teikningar nemenda
í teiknideild Myndlistaskólans í Reykjavík frá hátíðinni:
#myrinfestival á Instagram.

Click here to see illustrations by art students
from The Reykjavík School of Visual Arts, made during the festival:
#myrinfestival on Instagram.

Allt fullt hjá Ævari, pláss í myndasögugerð

mari-3Skráning í vinnustofur og á málþing hátíðarinnar í ár hefur gengið afar vel og er nú svo komið að fullt er á suma viðburði. Því miður er til dæmis orðið fullt hjá Ævari vísindamanni á sunnudeginum – það þyrfti nú bara að klóna þann mann! En ennþá eru laus pláss í þrjár, frábærar og spennandi vinnustofur á laugardaginn. Gerður Kristný verður með skemmtilega ritsmiðju fyrir 9-11 ára klukkan 11, þar sem kennd verða brögð til að fanga lesendur og hugmyndaflugið fær lausan tauminn. Finnska listakonan Mari Ahokoivu (sem gerði þessa skemmtilegu mynd hér  fyrir ofan) heldur myndasöguvinnustofu klukkan 12.40 fyrir 8-12 ára og sænska listakonan Pernilla Stalfelt býr til myndasögur með 6-9 ára börnum klukkan 14. Pernilla hefur skrifað fjörlegar bækur um hvernig segja megi sögur, ástina, lífið, erfið málefni svo sem dauðann, ofbeldi, hár, hrylling, mat, kúk og prump, ketti, fiska, ánamaðka, töfraský, vasa-drauga og margt fleira.

Skráning fer fram gegnum heimasíðuna og í myrinskraning@gmail.com.

Mari Ahokoivu! Gestur / Guest 2016

mariMýrinni veitist sú ánægja að tilkynna að finnski teiknarinn Mari Ahokoivu (f. 1984) verður gestur hátíðarinnar í ár. Mari er vel þekkt í heimalandi sínu, hefur meðal annars gert myndasögur bæði fyrir börn og fullorðna og kennir myndasögugerð. Bækur hennar hafa verið gefnar út í nokkrum löndum. Hún kemur til Íslands til að taka þátt í norrænni myndasöguhátíð á Borgarbókasafninu í Grófinni en heimsækir Úti í mýri til þess að halda vinnustofu fyrir 8 til 12 ára börn laugardaginn 8. október í Norræna húsinu kl. 12.40. Skráning: myrinskraning@gmail.com

It pleases The Moorland to introduce Finnish illustrator Mari Ahokoivu (b. 1984). Among her works are comics for both children and adults and she is an experienced comics teacher. Well-known in her home country and published in numerous others, Mari visits Iceland to take part in the Nordic Comics festival at the Reykjavík Central Library and to give a workshop at In the Moorland. Her comics workshop on Saturday October 8th at 12.40 pm in the Nordic House is for for ages 8 to 12 years. Registration: myrinskraning@gmail.commari-2

Spennandi lokamálþing í ár! / An exciting final seminar this year!

myrin-kall-01Það kunna að myndast spennandi skoðanaskipti á lokamálþingi Úti í mýri að þessu sinni.
Barnabókaútgáfa stendur í blóma en undanfarin ár hefur færst í vöxt að ráðnir séu teiknarar frá fjarlægum löndum til að myndlýsa bækur fyrir íslensk börn. Íslenskir teiknarar hafa eðlilega haft áhyggjur af þessari þróun. Síðasta málþing hátíðarinnar er helgað þessari þörfu umræðu og verður þar velt upp spurningum á borð við þær hvort myndlýsingar teiknara á Íslandi beri einhver sérkenni, hver staða teiknara og myndlýsinga á Íslandi sé og hvert stefni.

Þátttakendur í málþinginu eru engir aukvisar, en það eru Anna Cynthia Leplar
myndhöfundur og deildarstjóri Teiknideildar Myndlistarskólans í Reykjavík, Kristín Ragna Gunnarsdóttir myndhöfundur, Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur, sem hefur átt sæti í dómnefnd Dimmalimmverðlaunanna, Huginn Þór Grétarsson höfundur og útgefandi hjá Óðinsauga og Margrét Tryggvadóttir bókmenntafræðingur, höfundur og sjálfstætt starfandi myndritstjóri. Margrét leiðir jafnframt málþingið. myrin-kall-02

Fjölmargir frábærir fræðimenn, rit- og myndhöfundar taka raunar þátt í öllum málstofum hátíðarinnar og hafa þeir verið kynntir til sögunnar einn af öðrum síðustu vikurnar hér á heimasíðunni. En það þarf einvalalið skipuleggjenda, listafólks, fræðimanna og sjálfboðaliða til að standa fyrir hátíð af þessu tagi og mætti gjarna nefna fleiri til sögunnar.

Ragnheiður Gestsdóttir rithöfundur, kennari og myndskreytir stýrir málstofu um myndskreytingar í bókum fyrir ung börn. Halla Þórlaug Óskarsdóttir dagskrárgerðarkona og rithöfundur stýrir málstofu um hinn brjálaða heim ungmennabóka, Rán Flygenring leiðir gesti um myndskreytingasýninguna Into the Wind og hópur nema við Teiknideild Myndlistaskólans í Reykjavík verður til aðstoðar í vinnustofum.

Stjórn hátíðarinnar hvetur alla til að kynna sér hina spennandi og fjölbreyttu hátíðardagskrá og taka dagana 6.-9. október frá, mæta í Vatnsmýrina og bergja af brunni alls þessa frábæra fagfólks.

We could be in for a lively discussion at the final seminar of the Moorland festival this time. Children’s book publishing is thriving in Iceland but there is also a development in the direction of hiring illustrators from faraway counties to illustrate books for Icelandic kids. Understandably, illustrators in Iceland are worried and the latter Saturday seminar is dedicated to a discourse on the matter. Are Icelandic illustrations unique in any way? What is the environment for illustrators like in Iceland? Where are we heading?

myrin-kall-04Participants are Anna Cynthia Leplar, illustrator and head of the Illustrations department at the Reykjavík Art School, illustrator Kristín Ragna Gunnarsdóttir, art historian Aðalsteinn Ingólfsson, Huginn Þór Grétarsson at Óðinsauga publishing house and Margrét Tryggvadóttir, author, literary scholar and pictorial editor. Margrét is the moderator of the seminar.

A myriad of talented scholars, authors and illustrators take part in the seminars of The Moorland festival this time. Most of them have already been introduced on the homepage. However, a festival like this one needs a large group of people behind it and we are going to name a few more.

Teacher, author and illustrator Ragnheiður Gestsdóttir is the moderator of a seminar on Saturday morning about illustrations in books for young children. Halla Þórlaug Óskarsdóttir author and radio programme host will be moderating one on Friday on the mad world of YA literature. Illustrator Rán Flygenring will lead guests through the exhibition of Nordic illustrations: Into the Wind, and a group of volunteers from Reykjavík Art School will assist with the workshops.

The Moorland board encourages everyone to check out the exciting programme of this year’s festival and reserve October 6th to 9th for visiting the Nordic house and Vatnsmýrin moorland.

 

Veggspjald og dagskrá 2016 / Poster and program 2016

uti-i-myri-plakat-a5-web

Hátíðardagskrá Úti í mýri 2016 er komin inn á heimasíðuna svo það er um að gera að smella sér þangað og velta sér upp úr þeim fjölbreyttu og fjörlegu upplestrum, vinnustofum og málþingum sem í boði verða. Allar upplýsingar um skráningu (á þá viðburði þar sem það á við) eru inni í dagskránni sjálfri. Dagskráin er birt  með fyrirvara um breytingar.

Veggspjald hátíðarinnar gerði Halla Sólveig Þorgeirsdóttir teiknari og hönnuður. Halla Sólveig hefur myndskreytt fjölmargar bækur og texta fyrir börn og hlotið margar viðurkenningar fyrir verk sín, þar á meðal Dimmalimm, Íslensku myndskreytiverðlaunin og Vestnorrænu barnabókaverðlaunin ásamt Kristínu Steinsdóttur fyrir Engil í Vesturbænum.

Smelltu hér til að lesa dagskrána (pdf-skjal) eða smelltu á síðuna: Dagskrá.

In the Moorland 2016 Festival Program 2016 is out! Plunge in and explore all the diverse and exciting readings, workshops and seminars we offer this year! Information about registration for the events (where such is needed) is in the program file. Please note that the event schedule may change.

In the Moorland 2016 poster art and design is made by Halla Sólveig Þorgeirsdóttir, illustrator and designer. Halla Sólveig has illustrated numerous children’s books and received many awards for her art, among them Dimmalimm, the Icelandic Illustration Award and The West Nordic Children’s Literature Prize.

Click here to read the program (pdf-doc) or here on the Program page in English.

Guðrún Helgadóttir! Heiðursgestur / Honorary Guest 2016

 

gudrun-helgadottir

Mýrin kunngerir: Guðrún Helgadóttir (f. 1935) er heiðursgestur Úti í mýri árið 2016, en í fyrsta sinn hefur hátíðin sérstakan heiðursgest og dagskrá tileinkaða honum. Bækur Guðrúnar hafa fylgt íslenskum börnum allt frá árinu 1975, þegar þeir bræður Jón Oddur og Jón Bjarni komu til skjalanna, en Guðrún hefur síðan skrifað á þriðja tug barnabóka, hlotið margvísleg verðlaun og sögur hennar verið þýddar á fjölda tungumála. Hún hlaut Norrænu barnabókaverðlaunin árið 1992 fyrir Undan illgresinu, var tilnefnd til H.C. Andersen verðlaunanna 1988 og meðal íslenskra verðlauna má nefna Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar fyrir framlag til íslenskrar tungu árið 2005. Guðrún hefur einnig ritað leikrit bæði fyrir börn og fullorðna, skáldsögu fyrir fullorðna og sat í tvo áratugi í borgarstjórn og á Alþingi og var fyrst íslenskra kvenna til að gegna embætti forseta Alþingis. Lokadagur hátíðarinnar, sunnudagurinn 9. október,  er tileinkaður Guðrúnu og leiðir Silja Aðalsteinsdóttir spjall við heiðursgestinn frá kl. 13.30 þann dag.

The Moorland is most honoured to have the beloved author Guðrún Helgadóttir (b. 1935) as a special guest this festival. In fact, the last festival day is dedicated to Guðrún and her books, precious companions of all Icelandic children since 1975 when her first book about the vivacious twins Jón Oddur and Jón Bjarni came out. Since then, Guðrún has written over twenty children‘s books, received multiple prizes and her stories have been translated into many languages. She was granted the Nordic Children‘s Book Prize in 1992, nominated for the H.C. Andersen Prize in 1988 and received the Jónas Hallgrímsson Prize for her contribution to the Icelandic language in 2005. Guðrún also has written plays for both children and adults and a novel for adults. Along with writing, she had a very successful career as a politician, a member of Reykjavík City Council and a MP for two decades, being the first female president of Alþingi (the Icelandic parliament) between 1988 and 1991. The last day of the festival, Sunday October 9th, is dedicated to Guðrún and her books and from 1.30 pm literary scholar Silja Aðalsteinsdóttir will lead a talk with her.