Janina Orlov – Gestur 2018 / Guest 2018

Mýrin kynnir með stolti síðasta erlenda gest hátíðarinnar í haust.  Janina Orlov er verðlaunaður bókmenntaþýðandi, fædd árið 1955 í Helsinki. Hún þýðir aðallega texta úr rússnesku og finnsku yfir á sænsku og er ötul við að kynna finnskar bókmenntir. Með þýðingum sínum hefur Janina, ásamt öðrum, stuðlað að uppgangi finnskra bókmennta á alþjóðavísu og hefur hún hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir þýðingarstörf sín. Hún er með doktorsgráðu í rússnesku og rússneskum bókmenntum frá háskólanum í Åbo í Finnlandi og hefur langa reynslu sem kennari og fyrirlesari um barnabókmenntir við háskólann í Stokkhólmi. Janina hefur skrifað fjöldamargar greinar og ritdóma um barnabókmenntasögu, sænskar- og finnskar barnabókmenntir og rússneskar bókmenntir. Hún hefur meðal annars setið í dómnefnd barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, setið í stjórn stéttarfélags rithöfundasambandsins í Svíþjóð, gjaldkeri „Three Seas” sem er höfunda- og þýðendamiðstöð á Ródos, formaður sambands rithöfunda í Eystrasaltsríkjunum og situr í ritnefnd breska tímaritsins Children’s literature in education. Um þessar mundir skrifar Janina Orlov um bókmenntir frá fyrri hluta 18. aldar í fyrirhugaðri bók um sögu og þróun barnabókmennta í Svíþjóð.

Lesa meira …

Myrin proudly presents Janina Orlov as our guest in October. She is an awarded literary translator, born in 1955 in Helsinki. She works mainly from Russian and Finnish into Swedish and is an active promoter of Finnish literature. Janina holds a PhD in Russian and Russian literature from Åbo Akademi University, and is a senior lecturer in Children’s Literature at Stockholm University. She has written numerous articles and reviews on children’s literary history, Swedish and Finnish children’s literature, and Russian literature. Among other things, she’s been a member of the Adjudication Committee for the Nordic Council Children and Young People’s Literature Prize, board member of the Swedish Writers’ Union, treasurer of the Three Seas Writers and Translators Centre in Rhodes, chairman of the Baltic Writers’ Council, and member of the editorial board of Children’s literature in education, UK.
She is currently writing a chapter about the first half of the 1800 century in Swedish children’s literature for a forthcoming History of children’s literature in Sweden.

Read more …

 

 

 

Kjersti Lersbryggen Mørk – Gestur 2018 / Guest 2018

Mýrin tilkynnir með ánægju að Kjersti Lersbryggen Mørk verður gestur okkar í haust. Hún er fræðimaður við Norsku barnabókastofnunina (Norsk barnebokinstitutt) og Háskólann í Osló. Um þessar mundir vinnur hún að doktorsritgerð sinni:  Vitnisburður um illsku – barnabókmenntir á okkar tímum? Hún hefur kennt bókmenntir við Norsku Barnabókastofnunina og á flestum skólastigum í heimalandi sínu.
Lesa meira …

Myrin is happy to announce that Kjersti Lersbryggen Mørk will be our guest at this year’s festival. She is a scholar at the Norwegian Institute for Children’s Books (NBI) and the University of Oslo. She is currently working on her PhD thesis: Witness of malice –  children’s literature for our times? Before that, she worked as a literature educator in the program of author training at NBI, and taught at primary school, high school and university.
Read more …

Siri Pettersen – Gestur 2018 / Guest 2018

Mýrin tilkynnir með stolti að Siri Pettersen verður gestur hátíðarinnar í haust. Siri er norskur rithöfundur og teiknimyndasöguhöfundur sem einnig starfar við hönnun ýmis konar og textagerð. Fyrsta skáldsaga hennar í fullri lengd, ungmennabókin Barn Óðins eins og hún gæti útlaggst á íslensku, kom út árið 2013, fyrsta bókin í þríleiknum Hrafnsvængirnir (á norsku Ravneringene). Í þríleiknum má segja að höfundur ætli sér meira en að skemmta lesendum með fantasíuforminu, hún er trú forminu en leikur sér jafnframt að því og gerir að sínu. Með fótfestu í Norrænni goðafræði hefur Siri Pettersen skapað einstakan en jafnframt flókin heim með þríleiknum sem tilnefndur hefur verið til margra verðlauna.
Lesa meira

Mýrin is proud to announce that the Norwegian fantasy writer and comics artist Siri Pettersen will be guest at the festivalGifted with a vivid imagination, she began to write and draw the most fantastic tales at a young age. Today, she is an expert in escapism and shamelessly wallows in all kinds of media: design, web, comics, movies and text.
Siri Pettersen made her debut and had a huge success with Odins barn (“Odin’s Child”) in 2013, the first part of The Raven Rings Trilogy. In 2014, the second book Råta (”The Rot”) followed and in 2015, the trilogy was concluded with Evna (”The Might”). With her feet firmly rooted in the Norse mythology, Siri Pettersen has created a unique and complex world. The trilogy has been translated into several languages and received many awards and nominations. Read more

Forföll höfundar / Author’s cancellation

Mýrinni þykir leitt að tilkynna að Gunilla Bergström getur því miður ekki komið til Íslands í haust. Hún hefði gjarnan viljað koma á hátíðina í október en af heilsufarsástæðum á hún ekki heimangengt.
Við óskum Gunillu alls hins besta!

Fljótlega kynnum við annan Norrænan höfund til leiks sem verður gestur okkar í haust. Sá höfundur sækir innblástur sinn meðal annars til íslenskrar náttúru, sögu og menningar. Í Mýrinni ríkir mikil tilhlökkun að kynna höfundinn fyrir ykkur öllum. Fylgist með!

Unfortunately, Gunilla Bergström isn’t able to come to Iceland in October. She would have loved to participate in the festival, but had to cancel due to health reasons.
We wish Gunilla all the best!

Very soon, we’ll present a Nordic writer who will join us at the festival this autumn. She is hugely inspired by Icelandic nature, culture and language, and we are very excited to welcome her to Iceland and introduce her to all of you. Stay tuned! 

Rasmus Bregnhøi – Gestur 2018 / Guest 2018

Mýrin tilkynnir með ánægju að Rasmus Bregnhøi verður gestur á hátíðinni í haust. Hann er danskur mynd- og rithöfundur sem hefur á 25 ára ferli sínum myndskreytt yfir eitt hundrað bækur fyrir börn, teiknimyndasögur og myndasögur fyrir fullorðna ásamt því að myndskreyta fyrir dagblöð og tímarit. Hann er lærður teiknari frá Danmarks Designskole og tók hann hluta af námi sínu í Myndlista- og handíðaskóla Íslands.
Rasmus hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar á ferli sínum, meðal annars var hann tilnefndur til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir bókina Hjertestorm eða Stormhjarta árið 2017 og hann hefur sýnt víða um heim. Lesa meira

Mýrin is happy to present Rasmus Bregnhøi (1965) as one of our participants this autumn. He is a Danish illustrator and writer, who has made over 100 picture books for children. He also published comics and graphic novels and is a cartoonist for newspapers and magazines. He studied Lithography and Drawing in Denmark and Iceland and has received many awards for his work, including a three-year grant from The Danish Arts Foundation.
His drawings are characterized by many details, colors and figures, sometimes surreal, but always with a link to reality. His books have been published in Sweden, Norway, The Faroe Islands, Germany, Italy, Albania and Chile and he has exhibited in Japan, China, Latvia, Greenland, Mexico, Italy and Slovakia. Read more

 

 

 

Finn-Ole Heinrich – Gestur 2018 / Guest 2018

Það gleður Mýrina að tilkynna að Finn-Ole Heinrich (1982) er gestur hátíðarinnar í haust.
Árið 2011 kom fyrsta barnabók hans, Frerk du Zwerg! út. (ísl. “Frerk, dvergurinn þinn!”)
Í sögunni segir af drengnum Frerk. Hann flýr inn í draumaheim en dag einn finnur hann óvenjulegt egg sem mun breyta lífi hans og snúa tilverunni á hvolf. Bókin er fallega myndskreytt af Rán Flygenring. Í þríleiknum Die erstaunlichen Abenteuer der Maulina Schmitt (e. “The Amazing Adventure of Maulina Schmitt”) segir af stúlkunni Maulina sem er 10 ára. Í sögunum gengur á ýmsu og lýsir höfundur tilveru aðalsöguhetjunnar, sem upplifir missi og hvaða afleiðingar það hefur á líf hennar. Á ferli sínum hefur Finn-Ole hlotnast margar viðurkenningar og verðlaun. Lesa meira

Mýrin is happy to present Finn-Ole Heinrich (1982) as one of our participants this autumn. Heinrich debuted with a short story collection at the age of 23. Frerk, du Zwerg! (“Frerk, You Dwarf!”, 2011) is Heinrich’s first book for children and tells the story of Frerk who finds an unusual egg, which turns his life upside down. The book is illustrated by the Icelandic-Norwegian illustrator Rán Flygenring. With Die erstaunlichen Abenteuer der Maulina Schmitt (“The Amazing Adventure of Maulina Schmitt”2013-2014), Heinrich has released a trilogy of children’s novels, which is also illustrated by Rán Flygenring. The books tell a story about loss and the changes this brings about in the life of the ten-year-old Maulina. The author has once again written a book with captivating central characters who take hold of the reader’s heart in a writing style that is just as literary as it is crazy. Heinrich has received many awards for his books and plays. Read more

 

Malene Sølvsten – Gestur 2018 / Guest 2018

Það gleður Mýrina að tilkynna að Malene Sølvsten verður gestur hátíðarinnar í ár.  Hún er  danskur höfundur fantasíubóka, fædd árið 1977. Frumraun hennar, Ravnenes Hvisken  kom út árið 2016 í Danmörku. Önnur bókin í þríleiknum kom út ári síðar og er von á síðustu bókinni seinna á þessu ári.  Á íslensku hefur fyrsta bókin Hvísl Hrafnanna komið út hjá forlaginu Uglu, og er önnur bókin væntanleg á haustmánuðum. Í sögunum segir af unglingsstúlkunni Önnu sem elst upp í lítilli borg á Norður Jótlandi. Hún býr yfir þeirri gáfu að sjá ljóslifandi atburði úr fortíðinni og fara undarlegir hlutir að gerast. Anna er hundelt af illskeyttum morðingja og aðeins hennar nánustu vinir standa í vegi fyrir að hún verði illmenninu að bráð. Til þess að bjarga heiminum undan ragnarökum verður Anna að finna morðingjann — áður en hann finnur hana. Malene Sølvsten býr og starfar í Kaupmannahöfn. Lesa meira

Mýrin proudly announces that Malene Sølvsten will be guest of the festival this autumn. She is a Danish fantasy author, born in 1977. Her debut novel Ravnenes hvisken 1 (“The Whisper of the Ravens”) was published in 2016, with the second book in the series released the year after. In 2018 the third and last book in the trilogy will be released. The novels tell the life of a teenage girl, Anne, who grows up in a small Danish city in the north of Jutland. Anne soon learns that the world is populated by Norse gods, witches, giants and other supernatural beings. The series draws inspiration from the Iron Age in Scandinavia and the poems from the Elder Edda.
Malene Sølvsten had a lot of different jobs before she became a full-time writer. She grew up in the northern part of Denmark, and now lives in Copenhagen. Read more

 

Gunilla Bergström – Gestur 2018 / Guest 2018

Mýrin tilkynnir með stolti að Gunilla Bergström verður gestur hátíðarinnar í haust. Gunilla fæddist í Gautaborg árið 1942. Hún lauk blaðamannaprófi árið 1966 og starfaði sem blaðamaður. Frá árinu 1975 hefur hún eingöngu starfað sem rithöfundur og teiknari. Gunilla gaf út fyrstu bók sína árið 1971 en strax árið eftir kom fyrsta bókin um þekktustu persónu hennar, hinn hugmyndaríka og einlæga Einar Áskel, út. Síðan hafa komið út eftir hana á fjórða tug barnabóka, flestar um Einar Áskel og pabba hans. Auk þess hefur Gunilla skrifað fjölmörg leikrit eftir sögum sínum og skrifað barnavísur. Hún hefur að miklu leyti verið frumkvöðull í skrifum sínum fyrir börn og hún varð einnig fyrsti myndhöfundurinn til að nota klippimyndir (collage) í myndskreytingum sínum. Að hennar eigin sögn hefur hún alltaf viljað skrifa sannar sögur fyrir börn, sögur af raunverulegu fólki og atburðum sem við öll getum tengt við. Lesa meira

Mýrin announces proudly and with great pleasure that Gunilla Bergström will be guest of the festival this autumn. Gunilla was born in 1942 in Gothenburg, Sweden, where she studied journalism. She worked as a journalist until 1975, when she became a full-time author.
In 1972, God natt, Alfons Åberg (Good night, Alfie Atkins) came out. Gunilla has published over 40 books and has also written children’s songs and adapted her stories for theatre.
She has been pioneering in many ways, thematically as well as artistically. Gunilla prefers to write about the everyday lives of children, but always from the perspective of the child. Her books are about the kind of things every child can recognize. But she says there should also be room for something imagined, unexpected!
Gunilla received the Astrid Lindgren Prize in 1981 and was awarded a medal from the Swedish government in 2012. Read more 

 

Peter Madsen – Gestur 2018 / Guest 2018

Það gleður Mýrina að tilkynna að Peter Madsen er gestur á hátíðinni í haust. Hann er myndlistarmaður og teiknari, rithöfundur, kvikmynda-gerðarmaður og fyrirlesari. Hann fæddist árið 1958 í Árósum í Danmörku. Aðeins 15 ára gamall gaf hann út fyrstu teiknimyndaseríur sínar. Árið 1984 snéri hann sér alfarið að listinni en það ár leikstýrði hann teiknimyndinni Valhalla en þekktastur er hann vafalaust fyrir samnefndan bókaflokk af teiknimyndasögum (Goðheimar á íslensku) Bækurnar, sem komu út á árunum 1979-2009 í Danmörku segja á skondinn hátt af ásum og goðum Norrænnar goðafræði. Auk þess að skrifa og myndskreyta bækur hefur Peter Madsen hannað bókakápur og plötuumslög, plaköt og myndskreytt fyrir tímarit og dagblöð. Lesa meira 

Mýrin proudly presents Peter Madsen as our guest on the festival this autumn. He was born in 1958 in Denmark and is a drawing artist and illustrator, an author, a filmmaker and a lecturer. Peter is best known for the comic series Valhalla, humorous comics about the gods of Norse mythology. The series consists of 15 albums and was published between 1979 and 2009. It has also been made into a film. Madsen has even made several new interpretations of classic stories, such as stories from the Old Testament and H.C. Andersen’s The Story of a Mother and The little Mermaid. In 2009, the first books in the picture book series, Troll Life were published. Troll Life is co-created by Peter Madsen and his wife, Sissel Bøe. Read more

Jenny Lucander – Gestur 2018 / Guest 2018

Það gleður Mýrina að segja frá því að Jenny Lucander verður einn af góðum gestum hátíðarinnar. Jenny er frá Finnlandi og lærði barnabóka- myndskreytingar og hönnun við háskólann í Gautaborg árin 2010-2013. Hún er einnig með meistaragráðu í félagsvísindum og BA-gráðu í félagssálfræði.

Bækurnar Vildare, värre, Smilodon 2016 (texti Minna Lindeberg, myndir Jenny Lucander) og Dröm om drakar (texti Sanna Tahvanainen, myndir JL) 2015 voru báðar tilnefndar, á sitthvoru árinu, til barna- og unglinga-bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs eða árin 2016 og 2017.

Að eigin sögn hefur Jenny mikla ánægju af að skoða þær stóru hugmyndir sem barnshugurinn veltir oft fyrir sér og margar af þeim tilfinningum sem oft geta fylgt barnæskunni. Lesa meira

Mýrin proudly presents the Finnish illustrator Jenny Lucander as one of the festival’s guests. Jenny studied Children’s Book Illustration and Storytelling in Gothenburg and has a background in Psychology and Social Sciences.
She published books together with Finnish and Swedish writers, including Snön över Azharia (2017) and Vildare, värre, Smilodon (2016) with Minna Lindeberg and Dröm om drakar (2015) with text by Sanna Tahvanainen.
Making art and making illustrations is a way of communicating with the world for her. She enjoys exploring the big questions we struggle with during childhood. In creating her illustrations she tries not to be too rigid, and instead to be more free and wild. Read more

Marit Törnqvist – Gestur 2018 / Guest 2018

Það gleður Mýrina að tilkynna að Marit Törnqvist er einn af höfundunum sem taka þátt í Mýrinni í október. Marit Törnqvist fæddist í Uppsölum í Svíþjóð árið 1964. Þegar hún var 5 ára gömul flutti hún til Hollands ásamt hollenskri móður sinni, sænskum föður og systkinum sínum.
Á árunum 1982-1987 lærði hún myndskreytingar í Gerrit Rietveld listaskólanum í Amsterdam. Útskriftarsýning hennar vakti mikla athygli og fljótlega eftir útskrift var hún beðin um að myndskreyta bók Astridar Lindgren. Í framhaldinu af gifturíku samstarfi Astridar Lindgren og Maritar var sú síðarnefnda fengin til að hanna útlit og myndheim Junibacken skemmtigarðsins í Stokkhólmi sem byggir á söguheimi Astridar Lindgren. 
Fyrsta skáldsaga Maritar Törnqvist, Klein verhaal over liefde (“A short story about love” eða Stutt saga um ást) kom út árið 1995 og vann sú saga til verðlauna í Hollandi. Myndir Maritar þykja lýsa með einkar fallegum og viðkvæmum hætti hugarheimi barnsins. Marit Törnqvist býr ásamt eiginmanni og tveimur dætrum í miðborg Amsterdam en stórum hluta ársins eyðir hún á bóndabýli í Suður-Svíþjóð. Bækur Maritar hafa verið gefnar út í 20 löndum. Lesa meira

Mýrin proudly presents author and illustrator Marit Törnqvist as one of our participants this fall. Marit Törnqvist (1964) was born in Sweden to a Dutch mother and a Swedish father. When she was five they moved to the Netherlands. She studied illustration at Gerrit Rietveld School of Art & Design and has illustrated several books by Astrid Lindgren and other Swedish, Dutch and Flemish writers. In 1994, Marit received the commission to turn the best known fairy tales by Astrid Lindgren into a three-dimensional journey in Junibacken in Stockholm. She is also a writer herself. The first book Marit wrote, Klein verhaal over liefde (“A Small Story About Love”) was published in 1995. In 2017, her latest book Het gelukkige eiland (“The Island of Happiness”) came out. Marit has been published in over fifteen languagues. Read more

Aleksandra Mizielińska & Daniel Mizieliński – Gestir 2018 / Guests 2018

Mýrin kunngjörir með gleði að Aleksandra Mizielińska og Daniel Mizielinski frá Póllandi verða gestir hátíðarinnar í október. Aleksandra og Daniel lærðu grafíska hönnun í Listaháskólanum í Varsjá og eru stofnendur Hipopotam Studio en þar framleiða þau, hanna, skrifa og myndskreyta bækur fyrir börn og fullorðna. 

Bækur þeirra hafa verið útgefnar í fleiri en þrjátíu löndum og hefur bókin Maps eða Kort komið út hjá Forlaginu. Bókin hefur selst í yfir 3 milljónum eintaka á heimsvísu. Tvíeykið hefur hlotið mörg verðlaun og viðurkenningar fyrir ólíka hönnun sína, allt frá letri og heimasíðum, upp í einstaklega falleg bókverk, meðal annars hin virtu BolognaRagazzi verðlaun (2010). Lesa meira

Mýrin is happy to present Aleksandra Mizielińska and Daniel Mizielinski from Poland as two of its participating authors in October. Aleksandra and Daniel are graphic designers and book authors and the founders of Hipopotam Studio.

Their books, such as H.O.U.S.E., What Will Become of You?, the ‘Welcome to Mamoko’ series, Maps, and Under Earth, Under Water, were published in over thirty countries.The title Maps – an international bestseller – was sold in a combined total of over 3,000,000 copies all around the world. The duo has received numerous awards and distinctions for their book and Internet designs, including the prestigious international BolognaRagazzi Award (2010). Read more

Anna Höglund – Gestur 2018 / Guest 2018

Það er Mýrinni ánægja að tilkynna að Anna Höglund (1958) verður gestur hátíðarinnar í haust. Anna Höglund er sænskur rit- og myndhöfundur. Hún er af mörgum talin einn fremsti myndhöfundur Svía um þessar mundir og hefur hún unnið með rithöfundum á borð við Ulf Stark og Barbro Lindgren. Fyrir verk sín hafa henni hlotnast margar viðurkenningar og verðlaun.
Árið 1992 myndskreytti Anna Höglund bók Ulfs Stark Kan du vissla Johanna. Bókin var tilnefnd til August-verðlaunanna, virtustu bókmenntaverðlauna Svíþjóðar og var síðar kvikmynduð við miklar vinsældir og hefur myndin orðið ómissandi þáttur í jólahaldi margra fjölskyldna.
Í Om detta talar man endast med kaniner (Sumt ræðir maður aðeins við kanínur) upplifir aðalsöguhetjan sig frábrugðna og segir sagan af viðleitni hennar til að verða hluti af hóp, þrátt fyrir að upplifa sig öðruvísi en aðra. Lesa meira

It is a pleasure to announce that Anna Höglund (1958) will be one of the participants of the Mýrin festival. Anna Höglund is a Swedish writer and illustrator. She is considered one of Sweden’s leading illustrators and has collaborated with authors such as Ulf Stark and Barbro Lindgren. For her work she has been awarded both Swedish and foreign literature prizes.
In 1992, Anna Höglund illustrated Ulf Starks Can you whistle, Johanna? The book was nominated for the August Prize and was awarded several literature prizes. Anna Höglund has written and illustrated her own picture books, such as the series about Mina and Kåge. But she also publishes graphic novels / picture books for older children. In Om detta talar man endast med kaniner (“These things can only be discussed with rabbits”), Anna Höglund explores the thoughts and life of a high-sensitive rabbit.
Read more

Benjamin Chaud – Gestur 2018 / Guest 2018

Mýrin tilkynnir með stolti að Benjamin Chaud verður gestur hátíðarinnar í haust.
Benjamin Chaud fæddist árið 1975 í Suður-Frakklandi. Hann nam við listaskólana Les arts appliqués í París og Les Art Décoratifs í Strasbourg. Fljótlega eftir útskrift sem mynd-skreytir var Chaud tvívegis boðið að taka þátt á Barnabókamessunni í Bologna.

Árið 2011 kom bókin Une chanson d’ours (The Bear’s Song) út. Stóri björn leitar að litla birni sem hefur horfið úr hýðinu. Litli björn er hins vegar að elta býflugur því þar sem býflugur eru, þar er hunang! Leit þeirra að hvor öðrum og hunangi ber þá inn í stórborgina og inn í iðandi óperuhús þar sem kærkomnir endurfundir eiga sér stað. Sögurnar um Litla björn og Stóra björn unnu samstundis hug og hjörtu lesenda á öllum aldri. Lesa meira

Mýrin is proud to announce that Benjamin Chaud will be guest at the festival this autumn.
Born in 1975 in the south of France, Benjamin Chaud studied in Paris for 3 years at “Les arts appliqués”, before moving to Strasbourg’s “Les Art Décoratifs”, where he also studied for 3 years, after which he became an illustrator. Already at the beginning of his career, he was twice selected for the Bologna Children’s Book Fair. In 2011, Une chanson d’ours (The Bear’s Song) was published. Papa Bear is searching for Little Bear, who has escaped the den. Little Bear is following a bee, because where there are bees, there is honey! The quest leads them into the bustling city and a humming opera house and culminates in a delicious reunion.

The story about Papa Bear and Little Bear immediately won the hearts of readers of all ages, and so far three books about the bear duo have followed. Read more 

Mýrin 2018 / The Moorland Festival 2018

Það gleður okkur í stjórn Mýrarinnar að tilkynna að hafinn er undirbúningur að næstu hátíð sem fara mun fram haustið 2018! Takið endilega frá dagana 11. – 14. október 2018 því þá mun Norræna húsið fyllast af barnabókahöfundum héðan og þaðan, kátum krökkum alls staðar að og öllum áhugasömum um börn og barnabókmenntir. Við lofum spennandi upplestrum, krassandi vinnustofum og áhugaverðum málstofum.

We are happy to announce that we started preparing for the next Moorland Festival that will take place in autumn 2018! Mark 11 – 14 October 2018 in your calendar, because then the Nordic House will be filled with writers of children’s books from far and near, children’s literature enthusiasts and hundreds of excited kids. We promise entertaining readings, fun workshops and interesting seminars. Stay tuned!


Find more pictures of the Moorland Festival 2016 here

Jólakveðja frá Mýrinni / Holiday Greetings!

myrin-2016jol

Stjórn Mýrarinnar sendir öllum þátttakendum og gestum á barnabókmenntahátíðinni ÚTI Í MÝRI 2016 bestu jólakveðjur og þakkar stuðningsaðilum og samstarfsfólki gjöfult samstarf með óskum um farsæld og gæfu á nýju ári. Sjáumst á Mýrarhátíð 2018!

Mýrin Festival wishes all guests, participants, co-workers and supporters of the children’s literature festival IN THE MOORLAND 2016 a very happy holiday season and a peaceful and prosperous New Year. See you at the next Moorland festival in 2018!

Myndir frá Mýrarhátíð 2016 / Photos – In the Moorland 2016

Gerður Kristný, Ævar Þór

Alþjóðlega barnabókmenntahátíðin Úti í mýri var haldin í Norræna húsinu dagana 6. – 9. október 2016 við góðar undirtektir gesta. Fjöldi barna og fullorðinna sóttu skemmtilega og fróðlega upplestra og fyrirlestra, vinnustofur, málstofur, sýningaleiðsagnir og heiðursdagskrá. Norræna húsið og stjórn Mýrarinnar þakkar öllum þátttakendum og gestum hátíðarinnar fyrir dýrmætt framlag og eftirminnilega daga úti í Vatnsmýri.

The International Children’s and Youth Literature Festival: In the Moorland was held 6 – 9 October 2016 in the Nordic House in Reykjavík. Guests and children of all ages participated in the four-day program with readings, book-talks, workshops, seminars, lectures and exhibitions: a celebration of children’s literature and gifted authors and artists. MÝRIN-festival and The Nordic house would like to thank all participants and guests for their valuable and inspiring contribution during those memorable days in the Moorland of Reykjavík. 

Smellið hér til að sjá ljósmyndir frá ÚTI Í MÝRI 2016.
Click here to see photos from IN THE MOORLAND 2016.

Smellið hér til að sjá teikningar nemenda
í teiknideild Myndlistaskólans í Reykjavík frá hátíðinni:
#myrinfestival á Instagram.

Click here to see illustrations by art students
from The Reykjavík School of Visual Arts, made during the festival:
#myrinfestival on Instagram.

Allt fullt hjá Ævari, pláss í myndasögugerð

mari-3Skráning í vinnustofur og á málþing hátíðarinnar í ár hefur gengið afar vel og er nú svo komið að fullt er á suma viðburði. Því miður er til dæmis orðið fullt hjá Ævari vísindamanni á sunnudeginum – það þyrfti nú bara að klóna þann mann! En ennþá eru laus pláss í þrjár, frábærar og spennandi vinnustofur á laugardaginn. Gerður Kristný verður með skemmtilega ritsmiðju fyrir 9-11 ára klukkan 11, þar sem kennd verða brögð til að fanga lesendur og hugmyndaflugið fær lausan tauminn. Finnska listakonan Mari Ahokoivu (sem gerði þessa skemmtilegu mynd hér  fyrir ofan) heldur myndasöguvinnustofu klukkan 12.40 fyrir 8-12 ára og sænska listakonan Pernilla Stalfelt býr til myndasögur með 6-9 ára börnum klukkan 14. Pernilla hefur skrifað fjörlegar bækur um hvernig segja megi sögur, ástina, lífið, erfið málefni svo sem dauðann, ofbeldi, hár, hrylling, mat, kúk og prump, ketti, fiska, ánamaðka, töfraský, vasa-drauga og margt fleira.

Skráning fer fram gegnum heimasíðuna og í myrinskraning@gmail.com.

Mari Ahokoivu! Gestur / Guest 2016

mariMýrinni veitist sú ánægja að tilkynna að finnski teiknarinn Mari Ahokoivu (f. 1984) verður gestur hátíðarinnar í ár. Mari er vel þekkt í heimalandi sínu, hefur meðal annars gert myndasögur bæði fyrir börn og fullorðna og kennir myndasögugerð. Bækur hennar hafa verið gefnar út í nokkrum löndum. Hún kemur til Íslands til að taka þátt í norrænni myndasöguhátíð á Borgarbókasafninu í Grófinni en heimsækir Úti í mýri til þess að halda vinnustofu fyrir 8 til 12 ára börn laugardaginn 8. október í Norræna húsinu kl. 12.40. Skráning: myrinskraning@gmail.com

It pleases The Moorland to introduce Finnish illustrator Mari Ahokoivu (b. 1984). Among her works are comics for both children and adults and she is an experienced comics teacher. Well-known in her home country and published in numerous others, Mari visits Iceland to take part in the Nordic Comics festival at the Reykjavík Central Library and to give a workshop at In the Moorland. Her comics workshop on Saturday October 8th at 12.40 pm in the Nordic House is for for ages 8 to 12 years. Registration: myrinskraning@gmail.commari-2

Spennandi lokamálþing í ár! / An exciting final seminar this year!

myrin-kall-01Það kunna að myndast spennandi skoðanaskipti á lokamálþingi Úti í mýri að þessu sinni.
Barnabókaútgáfa stendur í blóma en undanfarin ár hefur færst í vöxt að ráðnir séu teiknarar frá fjarlægum löndum til að myndlýsa bækur fyrir íslensk börn. Íslenskir teiknarar hafa eðlilega haft áhyggjur af þessari þróun. Síðasta málþing hátíðarinnar er helgað þessari þörfu umræðu og verður þar velt upp spurningum á borð við þær hvort myndlýsingar teiknara á Íslandi beri einhver sérkenni, hver staða teiknara og myndlýsinga á Íslandi sé og hvert stefni.

Þátttakendur í málþinginu eru engir aukvisar, en það eru Anna Cynthia Leplar
myndhöfundur og deildarstjóri Teiknideildar Myndlistarskólans í Reykjavík, Kristín Ragna Gunnarsdóttir myndhöfundur, Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur, sem hefur átt sæti í dómnefnd Dimmalimmverðlaunanna, Huginn Þór Grétarsson höfundur og útgefandi hjá Óðinsauga og Margrét Tryggvadóttir bókmenntafræðingur, höfundur og sjálfstætt starfandi myndritstjóri. Margrét leiðir jafnframt málþingið. myrin-kall-02

Fjölmargir frábærir fræðimenn, rit- og myndhöfundar taka raunar þátt í öllum málstofum hátíðarinnar og hafa þeir verið kynntir til sögunnar einn af öðrum síðustu vikurnar hér á heimasíðunni. En það þarf einvalalið skipuleggjenda, listafólks, fræðimanna og sjálfboðaliða til að standa fyrir hátíð af þessu tagi og mætti gjarna nefna fleiri til sögunnar.

Ragnheiður Gestsdóttir rithöfundur, kennari og myndskreytir stýrir málstofu um myndskreytingar í bókum fyrir ung börn. Halla Þórlaug Óskarsdóttir dagskrárgerðarkona og rithöfundur stýrir málstofu um hinn brjálaða heim ungmennabóka, Rán Flygenring leiðir gesti um myndskreytingasýninguna Into the Wind og hópur nema við Teiknideild Myndlistaskólans í Reykjavík verður til aðstoðar í vinnustofum.

Stjórn hátíðarinnar hvetur alla til að kynna sér hina spennandi og fjölbreyttu hátíðardagskrá og taka dagana 6.-9. október frá, mæta í Vatnsmýrina og bergja af brunni alls þessa frábæra fagfólks.

We could be in for a lively discussion at the final seminar of the Moorland festival this time. Children’s book publishing is thriving in Iceland but there is also a development in the direction of hiring illustrators from faraway counties to illustrate books for Icelandic kids. Understandably, illustrators in Iceland are worried and the latter Saturday seminar is dedicated to a discourse on the matter. Are Icelandic illustrations unique in any way? What is the environment for illustrators like in Iceland? Where are we heading?

myrin-kall-04Participants are Anna Cynthia Leplar, illustrator and head of the Illustrations department at the Reykjavík Art School, illustrator Kristín Ragna Gunnarsdóttir, art historian Aðalsteinn Ingólfsson, Huginn Þór Grétarsson at Óðinsauga publishing house and Margrét Tryggvadóttir, author, literary scholar and pictorial editor. Margrét is the moderator of the seminar.

A myriad of talented scholars, authors and illustrators take part in the seminars of The Moorland festival this time. Most of them have already been introduced on the homepage. However, a festival like this one needs a large group of people behind it and we are going to name a few more.

Teacher, author and illustrator Ragnheiður Gestsdóttir is the moderator of a seminar on Saturday morning about illustrations in books for young children. Halla Þórlaug Óskarsdóttir author and radio programme host will be moderating one on Friday on the mad world of YA literature. Illustrator Rán Flygenring will lead guests through the exhibition of Nordic illustrations: Into the Wind, and a group of volunteers from Reykjavík Art School will assist with the workshops.

The Moorland board encourages everyone to check out the exciting programme of this year’s festival and reserve October 6th to 9th for visiting the Nordic house and Vatnsmýrin moorland.

 

Veggspjald og dagskrá 2016 / Poster and program 2016

uti-i-myri-plakat-a5-web

Hátíðardagskrá Úti í mýri 2016 er komin inn á heimasíðuna svo það er um að gera að smella sér þangað og velta sér upp úr þeim fjölbreyttu og fjörlegu upplestrum, vinnustofum og málþingum sem í boði verða. Allar upplýsingar um skráningu (á þá viðburði þar sem það á við) eru inni í dagskránni sjálfri. Dagskráin er birt  með fyrirvara um breytingar.

Veggspjald hátíðarinnar gerði Halla Sólveig Þorgeirsdóttir teiknari og hönnuður. Halla Sólveig hefur myndskreytt fjölmargar bækur og texta fyrir börn og hlotið margar viðurkenningar fyrir verk sín, þar á meðal Dimmalimm, Íslensku myndskreytiverðlaunin og Vestnorrænu barnabókaverðlaunin ásamt Kristínu Steinsdóttur fyrir Engil í Vesturbænum.

Smelltu hér til að lesa dagskrána (pdf-skjal) eða smelltu á síðuna: Dagskrá.

In the Moorland 2016 Festival Program 2016 is out! Plunge in and explore all the diverse and exciting readings, workshops and seminars we offer this year! Information about registration for the events (where such is needed) is in the program file. Please note that the event schedule may change.

In the Moorland 2016 poster art and design is made by Halla Sólveig Þorgeirsdóttir, illustrator and designer. Halla Sólveig has illustrated numerous children’s books and received many awards for her art, among them Dimmalimm, the Icelandic Illustration Award and The West Nordic Children’s Literature Prize.

Click here to read the program (pdf-doc) or here on the Program page in English.

Guðrún Helgadóttir! Heiðursgestur / Honorary Guest 2016

 

gudrun-helgadottir

Mýrin kunngerir: Guðrún Helgadóttir (f. 1935) er heiðursgestur Úti í mýri árið 2016, en í fyrsta sinn hefur hátíðin sérstakan heiðursgest og dagskrá tileinkaða honum. Bækur Guðrúnar hafa fylgt íslenskum börnum allt frá árinu 1975, þegar þeir bræður Jón Oddur og Jón Bjarni komu til skjalanna, en Guðrún hefur síðan skrifað á þriðja tug barnabóka, hlotið margvísleg verðlaun og sögur hennar verið þýddar á fjölda tungumála. Hún hlaut Norrænu barnabókaverðlaunin árið 1992 fyrir Undan illgresinu, var tilnefnd til H.C. Andersen verðlaunanna 1988 og meðal íslenskra verðlauna má nefna Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar fyrir framlag til íslenskrar tungu árið 2005. Guðrún hefur einnig ritað leikrit bæði fyrir börn og fullorðna, skáldsögu fyrir fullorðna og sat í tvo áratugi í borgarstjórn og á Alþingi og var fyrst íslenskra kvenna til að gegna embætti forseta Alþingis. Lokadagur hátíðarinnar, sunnudagurinn 9. október,  er tileinkaður Guðrúnu og leiðir Silja Aðalsteinsdóttir spjall við heiðursgestinn frá kl. 13.30 þann dag.

The Moorland is most honoured to have the beloved author Guðrún Helgadóttir (b. 1935) as a special guest this festival. In fact, the last festival day is dedicated to Guðrún and her books, precious companions of all Icelandic children since 1975 when her first book about the vivacious twins Jón Oddur and Jón Bjarni came out. Since then, Guðrún has written over twenty children‘s books, received multiple prizes and her stories have been translated into many languages. She was granted the Nordic Children‘s Book Prize in 1992, nominated for the H.C. Andersen Prize in 1988 and received the Jónas Hallgrímsson Prize for her contribution to the Icelandic language in 2005. Guðrún also has written plays for both children and adults and a novel for adults. Along with writing, she had a very successful career as a politician, a member of Reykjavík City Council and a MP for two decades, being the first female president of Alþingi (the Icelandic parliament) between 1988 and 1991. The last day of the festival, Sunday October 9th, is dedicated to Guðrún and her books and from 1.30 pm literary scholar Silja Aðalsteinsdóttir will lead a talk with her.

Bjarndís Tómasdóttir! Gestur / Guest 2016

bjarndisBjarndís Tómasdóttir (f. 1982) er meistaranemi í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands. Hún lauk BA prófi í kvikmyndafræði árið 2015 en leggur nú helst stund á bókmenntir fyrri alda. Samhliða náminu er Bjarndís ritstjóri Sirkústjaldsins, vefrits um listir og menningu. Þar hefur hún lagt sérstaka áherslu á að barnabækur fái góða og vandaða umfjöllun, eins og vera ber. Bjarndís ólst upp í sveit á suðurlandi þar sem heimurinn samanstóð af jörð fjölskyldunnar og stöku bæjarferðum. Hún varð snemma læs og segir að lestur bóka hafi stækkað heimsmynd hennar til muna: hún hafi ekki þurft að fara neitt til þess að kynnast spennandi ævintýraeyjum og höllum. Hún segir einnig að barnabækur séu ekki bara fyrir börn heldur myndi heimur barnabókanna stað þar sem fullorðnir og börn geti mæst á jafningjagrundvelli. 

Bjarndís Tómasdóttir (b.1982) is an M.A. student in Icelandic literature at the University of Iceland. She completed a B.A. in film studies in 2015 but is specializing in medieval literature for her M.A. Along with her research, Bjarndís is the editor-in-chief of Sirkustjaldið, a webzine about art and culture. In her role, she has emphasized children’s literature and culture being represented professionally, as they should. Bjarndís was raised on a farm in Southern Iceland where the world was composed of the family´s land and rare trips to the nearest town. She became an early reader and says that reading books enlarged her world view considerably: She didn’t need to travel to get acquainted with exciting, exotic islands and castles. She also remarks that children’s literature is not just for children; the world of children’s literature creates a unique place where adults and children can meet as equals.

Olga Holownia! Gestur / Guest 2016

 

o-by-mirka

Mynd: Myra Mykkänen

Olga Holownia (f. 1977) er með doktorsgráðu í enskum og íslenskum fræðum og hefur rannsakað og skrifað um barnabókmenntir, þá sérstaklega um myndskreytingar, kveðskap og bullbókmenntir (Edward Lear, Lewis Carroll, Edward Gorey, Mervyn Peake, Þórarinn Eldjárn). Nýjasta áhugamál hennar eru kortarannsóknir, þar á meðal á sjávarlandslagi í bulllandafræði, auðum sjávarkortum og litríkum sæskrímslum.

Olga Holownia (b. 1977) holds a PhD in English and Icelandic studies and she’s researched and written about children’s literature and, in particular, illustrations, poetry and literary nonsense (Edward Lear, Lewis Carroll, Edward Gorey, Mervyn Peake, Þórarinn Eldjárn). Her most recent interest is the study of maps, including seascapes in nonsense geography, blank ocean charts and colourful sea monsters. 

Anna Heiða Pálsdóttir! Gestur / Guest 2016

anna-heida-storAnna Heiða Pálsdóttir (f. 1956) er stundakennari við Háskóla Íslands, þýðandi og barnabókahöfundur. Doktorsverkefni hennar við Worchesterháskóla fjallaði um þjóðar- og menningartengda sjálfsmynd í enskum og íslenskum barnabókum. Hún hefur ritað greinar um barnabókmenntir og setið í stjórn IBBY á Íslandi í áratug og gegndi þar formennsku frá 2002 til 2003. Anna Heiða hefur kennt við Ensku- og Íslenskudeildir Háskóla Íslands í þrettán ár, aðallega breskar bókmenntir, bókmenntakenningar, fantasíubókmenntir fyrir börn og skapandi skrif. Hún hefur einnig kennt skapandi skrif við Endurmenntun Háskólans frá 2002. Meðal þýðinga hennar er His Dark Materials þríleikur Philips Pullmans og bækur eftir hana eru Galdrastafir og græn augu (1997) og Mitt eigið Harmagedón (2012).

Anna Heiða Pálsdóttir, PhD, (b. 1956) is a sessional teacher at the University of Iceland, translator and children books‘ author. Her doctoral thesis (University of Worcester 2002) compares national and cultural identity in English and Icelandic children‘s books. She has written several articles on children‘s books in Iceland, served on the board of IBBY Iceland for a decade and was chairman 2002-2003. For thirteen years she has taught in the English and Icelandic departments at the University of Iceland, mainly British literature, literary theory, children’s fantasy literature and creative writing. She has also taught creative writing at the university‘s Continuing Education Center since 2002. Translation includes Philip Pullman‘s His Dark Materials trilogy .Books: Galdrastafir og græn augu (1997) and Mitt eigið Harmagedón (2012).    

 

Susana Tosca! Gestur 2016 / Guest 2016

profilepicMINIÞað gleður Mýrina að tilkynna að Susana Tosca verður gestur á hátíðinni í haust. Susana er dósent í stafrænni fagurfræði við ITU, Upplýsingatækniháskólann í Kaupmannahöfn. Hún hlaut árið 2001 sérsaka viðurkenningu fyrir doktorsverkefni sitt um stafrænar bókmenntir. Susana hefur um árabil unnið með rafbókmenntir, frásagnarmöguleika í tölvuleikjum og frásagnir þvert á miðla og lesendaupplifun tengda slíku, en áhugasvið hennar nær einnig yfir aðdáendavirkni og stiklutexta og ólínulegar frásagnir Web 2 tímaskeiðsins. Nýjasta bók hennar er þriðja útgáfa af Understanding Videogames (Routledge, 2016).

It pleases the Moorland to announce that Susana Tosca will be a guest at the festival this fall. Susana is Associate Professor of Digital Aesthetics at the IT University of Copenhagen. Her Ph. D. dissertation on digital literature was awarded the summa cum laude distinction in 2001. She has worked for many years on electronic literature, the storytelling potential of computer games, transmediality and complex reception processes, with a side interest in fan activity and the distributed aesthetic formats of the Web 2 era. Her last book is the third edition of Understanding Videogames (Routledge, 2016).

Camilla Hübbe! Gestur 2016/Guest 2016

IMG_2682.JPGMýrin tilkynnir með gleði að Camilla Hübbe (f. 1963) verður gestur hátíðarinnar í haust. Camilla er dönsk, ólst upp í Kaupmannahöfn og starfaði fyrst sem dramatúrg í ýmsum leikhúsum og síðan við skrif sjónvarpshandrita áður en hún hóf að skrifa barnabækur. Fyrsta bók hennar kom út árið 2007 og heitir Circus Saragossa, en hana gerði hún í samstarfi við myndskreytinn Mariu Bramsen. Síðan þá hefur Camilla skrifað sjö barnabækur ásamt leikverkum, þeirra á meðal skáldsöguna margverðlaunuðu TAVS sem einnig var gefin út sem app og hlaut meðal annars Höfundarverðlaun dönsku barnabókasafnanna. Camilla kemur hingað til lands til að kynna nýja appsögu, NORD, sem fjallar um norræna goðafræði og hnattræna hlýnun og áætlað er að komi út á íslensku, færeysku, sænsku, norsku og dönsku.

It gives the Moorland great pleasure to declare that Camilla Hübbe (b. 1963) will be a participant in the festival this autumn. Camilla grew up in Copenhagen, Denmark and had a career first as a dramaturge in various theatres and then as a manuscript writer for TV before turning to writing children’s novels. Her first novel, Circus Saragossa, in collaboration with illustrator Maria Bramsen, was published in 2007. Since then Camilla has written seven children’s books along with theatre pieces, among them the multi prized TAVS also published as an app novel. During the festival, Camilla will present a new app novel, NORD, dealing with the climate crisis and Norse mythology. NORD will be published simultaneously in Icelandic, Faroese, Swedish, Norwegian and Danish.

Nina Goga! Gestur 2016 / Guest 2016

Nina_Goga1.jpgMýrinni tilkynnir með ánægju að Nina Goga (f. 1969) verður gestur á hátíðinni í haust. Nina er prófessor við Háskólann í Bergen og leiðir eina meistaranámið í barnabókmenntum í Noregi. Nýjustu bækur hennar eru Kart i barnelitteraturen (2015, Kort í barnabókmenntum) og Gå til mauren. Om maur og danning i barnelitteraturen (2013, Farðu til maursins. Um maura og menntun í barnabókmenntum.) Hún hefur ritað fjölda greina, meðal annars á ensku. Nina var ritstjóri tímaritsins Barnelitterært forskningstidsskrift og hefur verið ritdómari bæði hjá dagblaðinu Bergens Tidende og vefnum barnebokkritik.no. Nú um stundir leiðir Nina rannsóknarverkefni um náttúruna í barnabókmenntum við Háskólann í Bergen.

It pleasures the Moorland to announce that Nina Goga will be a guest at the festival this autumn. She is professor at Bergen University College, Norway and head of the only Norwegian MA study in children’s literature. Her most recent books are Kart i barnelitteraturen (2015, Maps in Children’s Literature) and Gå til mauren. Om maur og danning i barnelitteraturen (2013, Go to the Ant. On Ants and Bildung in Children’s Literature). She has written numerous articles, including in English. She was the editor of Barnelitterært forskningstidsskrift and has been a literature critic at both the newspaper Bergens Tidende and the web barnebokkritik.no (children’s books critics). Currently she is the leader of the ongoing research project on Nature in children’s literature at Bergen University College.

Björn Sundmark! Gestur 2016 / Guest 2016

utanskägg.pngMýrinni er sönn ánægja að ljóstra því upp að Björn Sundmark verður einn af gestum hátíðarinnar í haust. Björn Sundmark er enskuprófessor við Háskólann í Malmö þar sem hann stundar kennslu og rannsóknir á barnabókmenntum. Fræðigreinar eftir hann má meðal annars finna í tímaritunum Children’s Literature in Education, Bookbird, Barnboken, Jeunesse, The Lion and the Unicorn, International Research in Children’s Literature og BLFT. Hann á einnig greinar í nokkrum ritsöfnum, meðal annars Beyond Pippi Longstocking, Retranslating Children’s Literature og Empowering Transformations. Þá er Björn höfundur fræðiritsins Alice in the Oral-Literary Continuum og ritstjóri (ásamt Kit Kelen) The Nation in Children’s Literature og Where Children Rule: Child Autonomy and Child Governance in Children’s Literature. Nú um stundir er hann ritstjóri Bookbird sem er alþjóðlegt tímarit IBBY um barnabókmenntir, og situr í Sænska listaráðinu og í dómnefnd August-verðlaunanna, sem eru árleg bókmenntaverðlaun sænskra útgefenda.

It pleases the Moorland to disclose that Björn Sundmark is one of the autumn’s festival guest. Björn is Professor of English at Malmö University, Sweden, where he teaches and researches children’s literature. His scholarly work has appeared in several journals, including Children’s Literature in Education, Bookbird, Barnboken, Jeunesse, The Lion and the Unicorn, International Research in Children’s Literature and BLFT, as well as in several edited collections, including Beyond Pippi Longstocking, Retranslating Children’s Literature, and Empowering Transformations. Sundmark is, moreover, the author of the monograph Alice in the Oral-Literary Continuum and the editor (with Kit Kelen) of The Nation in Children’s Literature and Where Children Rule: Child Autonomy and Child Governance in Children’s Literature. He is the current editor of Bookbird, IBBY’s journal of international children’s literature, a member of the Swedish Arts Council, and on the August jury for the Swedish publishers’ annual literature prize.

Linda Ólafsdóttir! Gestur 2016 / Guest 2016

Linda Ólafsdóttir TeiknariMýrin tilkynnir með stolti að Linda Ólafsdóttir verður gestur hátíðarinnar í haust. Linda er myndskeytir og hefur myndskreytt fjölda íslenskra barnabóka og námsbóka bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. Hún lauk meistaragráðu í myndskreytingum frá Academy of Art University í San Francisco árið 2009 en hefur síðan þá unnið á vinnustofu sinni í Reykjavík fyrir íslensk og erlend bókaforlög ásamt því að myndskreyta auglýsingar, frímerki og sinna myndlistarkennslu. Linda hefur hlotið viðurkenningar fyrir verk sín, má þar nefna tilnefningu til Astrid Lindgren Memorial Awards árið 2013, Vorvinda – viðurkenningu IBBY árið 2014 og Heiðursverðlaun Norræna vatnslitafélagsins og Winsor & Newton árið 2015. Fyrr á þessu ári hlaut Linda Barnabókaverðlaun Reykjavíkuborgar fyrir best myndskreyttu bókina sem kom út árið 2015 fyrir bókina Ugla og Fóa og maðurinn sem fór í hundana. Um þessar mundir vinnur Linda að sinni fyrstu bók sem bæði höfundur og myndskreytir og mun hún koma út í Bandaríkjunum árið 2017.

The Moorland is proud to announce that Linda Ólafsdóttir will be a guest at the festival this autumn. Linda is an illustrator and has illustrated a large number of Icelandic children’s books and textbooks both in Iceland and the USA. She holds a Master’s degree in illustration from the Academy of Art University, San Francisco (2009) and has since worked at her studio in Reykjavík for Icelandic and foreign publishing houses along with illustrating ads, stamps and teaching art. Linda has received a number of awards for her work, like the Astrid Lindgren Memorial Awards in 2013, the IBBY in Iceland Spring Winds Award 2014 and the Honorary Prize of the Nordic Aquarell Society and Winsor & Newton in 2015. Earlier this year, Linda was granted the Reykjavík Children’s Literary Prize for the best illiustrated book Ugla og Fóa og maðurinn sem fór í hundana (Ugla and Fóa and the man gone to the dogs). These days, Linda is working on her first book as both an author and an illustrator, published in the USA in 2017.

Arnar Már Arngrímsson! Gestur 2016 / Guest 2016

AMA ljósmyndari Daníel StarrasonÞað gleður Mýrina að segja frá því að Arnar Már Arngrímsson (f. 1972) verður gestur hátíðarinnar í haust. Arnar Már lærði íslenskar bókmenntir við Háskóla Íslands og þýskar bókmenntir við háskólann í Köln og hefur starfað sem sjómaður, þýðandi, við umönnun á elliheimili og við leiðsögn í Laxnesssafninu. Síðastliðin tíu ár hefur hann verið íslenskukennari við Menntaskólann á Akureyri. Hann er ekki viss um að nemendur hans hafi lært nokkurn skapaðan hlut á þeim tíma en segist sjálfur stórgræða á kennslunni! Fyrsta bók hans, Sölvasaga unglings, kom út í fyrra hjá Sögum og hlaut afar jákvæða umsögn.

The Moorland is happy to declare that Arnar Már Arngrímsson (b. 1972) will be a guest at the festival this fall. Arnar Már studied Icelandic literature at the University of Iceland and later German literature at the University of Cologne. He has tried his luck as a sailor, translator, a caretaker in a nursing home and a guide at the Laxness Museum. For the last decade he has taught Icelandic language and literature at the Akureyri Junior College. He is not certain that his students have learnt anything at all during that time but claims to have gained quite a lot himself from teaching! His first book, Sölvasaga unglings (The Saga of Sölvi the Youth), was published last year to critcial acclaim.

Gunnar Theódór Eggertsson! Gestur 2016 / Guest 2016

gunnartheodoreggertsson-ljósmyndari_elsa_magnusdottirÞað er Mýrinni ánægja að tilkynna að Gunnar Theodór Eggertsson (f. 1982) verður gestur hátíðarinnar í haust. Gunnar Theódór hóf útgáfuferilinn með því að skrifa hryllingssögur fyrir fullorðna, en eftir að hann hóf störf sem sagnaþulur með börnum á frístundaheimili í Reykjavík heillaðist hann af barnamenningunni og hefur sem stendur skrifað fimm bækur fyrir börn og ungmenni, oftar en ekki með hryllilegu ívafi. Gunnar hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin árið 2008 fyrir fyrstu bók sína, Steindýrin og fylgdi henni eftir fjórum árum síðar með sjálfstæðu framhaldi, Steinskrípunum. Nýjasta skáldsaga hans, Drauga Dísa (2015), hlaut tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki barna- og ungmennabóka og sem stendur vinnur hann að framhaldi. Hann hefur unnið reglulega með börnum í skapandi starfi síðan 2006 og hefur m.a. lagt grunninn að hlutverkaspili fyrir börn sem byggir á íslenskum þjóðsögum. Gunnar Theodór er menntaður bókmennta- og kvikmyndafræðingur.

The Moorland is delighted to announce that Gunnar Theodór Eggertsson (b. 1982) will be a guest at the festival this autumn. Gunnar Theódór started out with writing horror stories for grownups but became fascinated with children’s culture after working as a storyteller at an after school club in Reykjavík and has since written five (differently horrible) books for children and young adults. He received the Icelandic Children’s Literature Prize in 2008 for his book Steindýrin (The Stone Animals), following up with the sequel Steinskrípin (The Stone Creeps) four years later. His most recent novel, Drauga Dísa (Dead Dísa) from 2015, was nominated for the Icelandic Literature Prize and currently a sequel is underway. Since 2006 he has regularly done creative work with children and e.g. created a role play game for kids built on Icelandic folk tales. Gunnar Theódór is both a literary and cinematic scholar.

Bryndís Björgvinsdóttir! Gestur 2016 / Guest 2016

Copy of 1-TapasMýrinni er ánægja að tilkynna að Bryndís Björgvinsdóttir (f. 1982) verður gestur hátíðarinnar í haust. Bryndís starfar sem kennari, rithöfundur og þáttagerðarkona. Hún hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir bókina Flugan sem stöðvaði stríðið árið 2011. Bókin verður gefin út í Frakklandi og í Tyrklandi síðar á þessu ári. Árið 2014 kom út ungmennabókin Hafnfirðingabrandarinn. Hún hlaut Fjöruverðlaunin, Íslensku bókmenntaverðlaunin og Barnabókaverðlaun skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Árið 2015 skrifaði Bryndís unglingabókina Leitin að tilgangi unglingsins ásamt þeim Arnóri Björnssyni 16 ára og Óla Gunnari Gunnarssyni 15 ára. Bryndís hefur beitt sér fyrir málefnum flóttamanna og hælisleitanda og fjallar bókin Flugan sem stöðvaði stríðið um húsflugur sem búsettar eru á stríðsvæði. Hún hefur haldið fyrirlestra um skapandi skrif við Háskóla Íslands, Listaháskóla Íslands og University at Buffalo í Bandaríkjunum, en þar hefur hún tekið verk rithöfundarinar Kurt Vonnegut til sérstakrar skoðunnar.

It gives the Moorland great pleasure to announce that Bryndís Björgvinsdóttir (b. 1982) will be a guest at this autumn’s festival. Bryndís is a teacher, writer and works in television. In 2011 she received the Icelandic Children’s Book Prize for Flugan sen stöðvaði stríðið (The fly that stopped the war), which will be published in both France and Turkey later this year. Her book Hafnfirðingabrandarinn (The Hafnarfjörður joke) from 2014 received the Icelandic Women’s Literature Prize, The Icelandic Literature Prize and the Reykjavík Children’s Literature Prize. In 2015 Bryndís co-wrote Leitin að tilgangi unglinsins (The search for the purpose of the teenager) with 16 year old Arnór Björnsson and 15 year old Óli Gunnar Gunnarsson. Bryndís has exerted herself on behalf of refugees and asylum seekers and her book Flugan sem stöðvaði stríðið tells of a housefly living in a war zone. She has given lectures on creative writing at the University of Iceland, The Icelandic Academy of Art and the University at Buffalo in the USA, focusing on the writings of Kurt Vonnegut.

 

 

 

 

 

Kristín Ragna Gunnarsdóttir! Gestur 2016 / Guest 2016

KRG-MyrinMýrin tilkynnir með ánægju að Kristín Ragna Gunnarsdóttir (f. 1968) verður gestur hátíðarinnar í haust. Kristín Ragna er grafískur hönnuður, teiknari og rithöfundur. Hún hefur myndskreytt ótal barnabækur og hlotið Dimmalimm – Íslensku myndskreytiverðlaunin í tvígang. Myndabókin Örlög guðanna fékk einnig tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2008. Kristín var tilnefnd á alþjóðlegan heiðurslista IBBY 2014 fyrir myndirnar í Hávamálum og myndir úr þeirri bók voru valdar á sýninguna Into the Wind! sem opnaði 25. maí sl. í Berlín og sem mun einmitt standa í Norræna húsinu á hátíðinni í haust. Kristín vinnur nú að sjöttu barnabók sinni. Hún hefur einnig hannað og sett upp gagnvirkar, bókatengdar barnasýningar, m.a. Páfugl úti í mýri (Norræna húsið, 2014). Kristín fékk Vorvindaviðurkenningu IBBY á Íslandi 2015 fyrir störf sín í þágu barnamenningar.

The Moorland is delighted to announce that Icelandic author, illustrator and graphic designer Kristín Ragna Gunnarsdóttir (b. 1968) will participate in the festival this autumn. Kristín Ragna has illustrated innumerable children’s books and received the Icelandic Illustrator’s Award twice, in 2008 and 2011, and a nomination for the Icelandic Literature Prize in 2008. Her illustrations to the ancient, Icelandic poem Hávamál secured her a place on the IBBY honorary list in 2014 and pictures from that book were chosen for the exhibition Into the Wind! that opened on May 25 in Berlin and is due for the Nordic House in Reykjavík in time for the festival this autumn. Kristín is currently writing her sixth children’s book. She has designed interactive, book-related exhibitions for children, among them one for the last Moorland festival in 2014. Last year, IBBY in Iceland rewarded her for her continuing work in the field of children’s culture.

 

 

 

 

Hildur Knútsdóttir! Gestur 2016 / Guest 2016

Hildur KnútsdóttirMýrin kunngjörir með ánægju að Hildur Knútsdóttir (f. 1984) verður gestur hátíðarinnar í haust. Hildur skrifar bæði fyrir börn og fullorðna. Fyrsta skáldsaga hennar, Sláttur, kom út árið 2011. Nýjasta verk hennar er hrollvekjandi tvíleikurinn Vetrarfrí (2015) og Vetrarhörkur (væntanleg haustið 2016). Fyrir Vetrarfrí hlaut hún Fjöruverðlaunin og annað sæti í Bóksalaverðlaununum. Bókin var einnig tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar. Hildur og Þórdís Gísladóttir, sem var gestur á Mýrinni 2014, skrifa einnig saman spaugilegar unglingabækur um skordýraáhugamanninn Dodda. Fyrsta bókin um hann er væntanleg haustið 2016.

The Moorland is happy to present that Icelandic author Hildur Knútsdóttir (b. 1984) will participate in the festival this fall. Hildur writes for children and adults alike. Her first novel, Sláttur, was published in 2011. Her newest work is the horror fiction duology Vetrarfrí and Vetrarhörkur, to be published in fall 2016. Hildur was awarded Fjöruverðlaunin, the Women’s Literature Prize for Vetrarfrí, and was runner-up in the Icelandic Bookseller awards. Vetrarfrí was nominated for the Icelandic Literary Prize and Reykjavik Children’s Literature Prize. Together with Þórdís Gísladóttir, who was a guest at The Moorland festival in 2014, Hildur writes comical books for young people about bug entusiast Doddi. The first Doddi book will be published in fall 2016. 

Ævar Þór Benediktsson! Gestur 2016 / Guest 2016

ÆvarminniMýrin tilkynnir með ánægju að Ævar Þór Benediktsson (f. 1984), leikari og rithöfundur, er gestur hátíðarinnar í haust. Hann er þekktastur fyrir bókaröðina ,,Þín eigin”, þar sem lesandinn ræður ferðinni; Þín eigin þjóðsaga (2014), Þín eigin goðsaga (2015) og Þín eigin hrollvekja (2016) og bækurnar um bernskubrek Ævars vísindamanns; Risaeðlur í Reykjavík (2015) og Vélmennaárásina (2016). Hann hefur einnig starfað mikið í sjónvarpi og útvarpi, þá mest sem Ævar vísindamaður, en fyrir sjónvarpsþættina sína hefur hann unnið þrenn Edduverðlaun. Þá hefur hann hlotið bæði Bókaverðlaun barnanna og Bóksalaverðlaunin fyrir bækur sínar. Ævar hefur síðustu tvö árin staðið tvisvar sinnum fyrir Lestrarátaki Ævars vísindamanns, en í átökunum hafa um 115 þúsund bækur verið lesnar samtals. Ævar heldur úti vefsíðu, sem skoða má hér.

The Moorland is happy to announce that Icelandic author Ævar Þór Benediktsson (b. 1984) will be a guest at the Moorland festival in October. Ævar is an actor and an author, best-known for his Þín eigin (Your own) – series, where it’s up to the reader to decide what way the story goes, and his books about Ævar the Scientist’s childhood escapades. He has worked in television and radio, mostly as Ævar the Scientist, and has received three Edda awards (awarded annually by the Icelandic Film and TV Academy). Ævar has also received the Children’s Book Award and the Icelandic Booksellers’ Award for his books. He’s run a reading campaign, aimed at encouraging children to read, for two years running. More information on Ævar’s website, here.  

Ragnhildur Hólmgeirsdóttir! Gestur 2016 / Guest 2016

ragnhildur_holmgeirsd-1Mýrin tilkynnir með gleði að Ragnhildur Hólmgeirsdóttir (f. 1988) er í hópi þeirra íslensku höfunda sem taka þátt í hátíðinni í haust. Ragnhildur er menntaður sagnfræðingur, með miðaldir og kvennasögu sem sérsvið. Fyrsta skáldsaga hennar, Koparborgin, kom út árið 2015 og hlaut Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar auk tilnefningar til Fjöruverðlaunanna. Koparborgin er tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Bróðurpart ævi sinnar hefur Ragnhildur dvalið í Reykjavík, fyrir utan stutt stopp í Perú, á Spáni og í Englandi.

The Moorland is happy to announce that Icelandic author Ragnhildur Hólmgeirsdóttir (f. 1988) will be the festival’s guest this fall. Ragnhildur is a historian, with special focus on medieval history and women’s history. She made her debut with, Koparborgin (The Copper City) in 2015. Koparborgin was awarded the Reykjavík Children’s Literature Prize in 2015 and nominated for Fjöruverðlaunin, the Women’s Literature Prize. Koparborgin is nominated for the Nordic Council’s Children and Young People’s Literature Prize. Ragnhildur has spent most of her life in Reykjavík, apart from shorter stays in Peru, Spain and England. 

 

Gerður Kristný! Gestur 2016 / Guest 2016

Gerður Kristný - mynd Elsa Björg Magnúsdóttir.jpg

Mynd: Elsa Björg Magnúsdóttir

Það gleður Mýrina að tilkynna að Gerður Kristný er einn af íslensku höfundunum sem taka þátt í Mýrinni í október. Gerður Kristný (f. 1970) er fjölbrögðóttur rithöfundur og hefur gefið út á þriðja tug bóka. Þar á meðal eru ljóð, skáldsögur, ævisaga, smásögur, ferðabók og barnabækur. Gerður hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2010 fyrir ljóðabálkinn Blóðhófni sem einnig var tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Gerður hefur m.a. hlotið Ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar og Ljóðstaf Jóns úr Vör, Blaðamannaverðlaun Íslands fyrir Myndina af pabba – Sögu Thelmu, Vestnorrænu barna- og unglingabókaverðlaunin fyrir Garðinn og Bókaverðlaun barnanna fyrir Mörtu smörtu. Gerður er höfundur Ballsins á Bessastöðum sem sló í gegn haustið 2007 og varð að vinsælum söngleik í Þjóðleikhúsinu. Nýjasta barnabók Gerðar er barnabókin Dúkka sem kom út í fyrra.

The Moorland is happy to announce that Gerður Kristný is one of the Icelandic authors participating in the festival this fall. Gerður Kristný (b. 1970) is an author of many talents and has published over twenty books, including poetry, novels, a biography, short stories, a travel book and children’s books. Gerður was awarded the Icelandic Literary Prize in 2010, and nominated for the Nordic Council Literary Prize, for her poetry book Blóðhófnir. She´s been awarded various Icelandic poetry prizes for her poetry, the Icelandic Journalism Awards for her biography of Thelma Ásdísardóttir, the West Nordic Council’s Children and Young People’s Literature Prize and the Children’s Book Prize for Marta smarta. Gerður is also the author of The Ball at Bessastaðir, which was a success in 2007 and was staged as a musical in the National Theatre. Gerður’s newest children’s book is Dúkka, published in 2015.  

Marge Nelk! Gestur 2016 / Guest 2016

Marge_NelkÞað er Mýrinni ánægja að tilkynna að eistneski myndhöfundurinn Marge Nelk verður gestur hátíðarinnar í haust. Marge er ljósmyndari og myndhöfundur og býr í Tartu, Eistlandi, ásamt tveimur unglingsdætrum, kettinum Lunu og svörtu kanínunni Fluffy. Hún hóf listrænan feril sinn árið 2008 með einkasýningu sinni í Tartu. Síðan þá hefur Marge haldið reglulegar sýningar í Eistlandi og Bandaríkjunum. Frá árinu 2012 hefur hún starfað sem myndhöfundur og myndskreytt barnabækur, skáldsögur, ljóðabækur og bókakápur fyrir útgefendur í Eistlandi og Bandaríkjunum. Hún myndskreytir jafnframt eistnesk barnablöð. Samhliða því starfi vinnur Marge einnig að eigin list. Marge hefur mikinn áhuga á kvikmyndum og í janúar 2014 lauk hún við fyrstu teiknuðu stuttmyndina sína, “The Soup”.

The Moorland is happy to announce that Marge Nelk will take part in the festival this fall. Marge  is a photographer and illustrator who lives in Tartu (Estonia) with her two teenage daughters, a hairy cat Luna and a black rabbit Fluffy. Artist’s career began in 2008 with first solo exhibition in Tartu and since then Marge has had exhibitions regularly in Estonia and US. Since 2012 has worked as an illustrator of children’s books, fiction books, poetry books and book covers for various publishers in Estonia and US. Regularly makes illustrations for Estonian children’s magazines. As well as doing commissions for a range of clients, she also finds time to do her own artwork. Also regularly co-works with musicians and makes CD-covers and album art. Marge is also deeply interested in film and in January 2014 completed her first short animation film “The Soup”.

Kenneth Bøgh Andersen! Gestur 2016 / Guest 2016

Kenneth minniMýrin tilkynnir með gleði að danski höfundurinn Kenneth Bøgh Andersen er gestur hátíðarinnar í haust. Kenneth er höfundur ríflega þrjátíu bóka fyrir börn og unglinga og skrifar allt frá fantasíum til vísindaskáldskapar og hryllingsbókmennta. Bækur Kenneths hafa verið þýddar á tólf tungumál. Á íslensku hafa komið út bækurnar Lærlingur djöfulsins og Teningur Mortimers, úr Djöflastríðs-bókaflokknum, en Kenneth er einnig höfundur bókanna um ofurhetjuna Antboy, sem nú hafa verið gerðar þrjár kvikmyndir um.

The Moorland is happy to announce that Danish author Kenneth Bøgh Andersen will be among the festival’s visiting authors this fall. Kenneth has written over thirty books for children and young adults, ranging from fantasy to science fiction and horror. His books have been translated into twelve languages and turned into films. Among his more well-known are the Devil War series, about a young boy’s struggle when he is mistaken for the heir to the devil’s throne. Kenneth is also the author of compelling superhero Antboy, which has now inspired three movies