Nina Goga! Gestur 2016 / Guest 2016

Nina_Goga1.jpgMýrinni tilkynnir með ánægju að Nina Goga (f. 1969) verður gestur á hátíðinni í haust. Nina er prófessor við Háskólann í Bergen og leiðir eina meistaranámið í barnabókmenntum í Noregi. Nýjustu bækur hennar eru Kart i barnelitteraturen (2015, Kort í barnabókmenntum) og Gå til mauren. Om maur og danning i barnelitteraturen (2013, Farðu til maursins. Um maura og menntun í barnabókmenntum.) Hún hefur ritað fjölda greina, meðal annars á ensku. Nina er ritstjóri tímaritsins Barnelitterært forskningstidsskrift og hefur verið ritdómari bæði hjá dagblaðinu Bergens Tidende og vefnum barnebokkritik.no.

It pleasures the Moorland to announce that Nina Goga will be a guest at the festival this autumn. She is professor at Bergen University College, Norway and head of the only Norwegian MA study in children’s literature. Her most recent books are Kart i barnelitteraturen (2015, Maps in Children’s Literature) and Gå til mauren. Om maur og danning i barnelitteraturen (2013, Go to the Ant. On Ants and Bildung in Children’s Literature). She has written numerous articles, including in English. She is the editor of Barnelitterært forskningstidsskrift and has been a literature critic at both the newspaper Bergens Tidende and the web barnebokkritik.no (children’s books critics).

Björn Sundmark! Gestur 2016 / Guest 2016

utanskägg.pngMýrinni er sönn ánægja að ljóstra því upp að Björn Sundmark verður einn af gestum hátíðarinnar í haust. Björn Sundmark er enskuprófessor við Háskólann í Malmö þar sem hann stundar kennslu og rannsóknir á barnabókmenntum. Fræðigreinar eftir hann má meðal annars finna í tímaritunum Children’s Literature in Education, Bookbird, Barnboken, Jeunesse, The Lion and the Unicorn, International Research in Children’s Literature og BLFT. Hann á einnig greinar í nokkrum ritsöfnum, meðal annars Beyond Pippi Longstocking, Retranslating Children’s Literature og Empowering Transformations. Þá er Björn höfundur fræðiritsins Alice in the Oral-Literary Continuum og ritstjóri (ásamt Kit Kelen) The Nation in Children’s Literature og Where Children Rule: Child Autonomy and Child Governance in Children’s Literature. Nú um stundir er hann ritstjóri Bookbird sem er alþjóðlegt tímarit IBBY um barnabókmenntir, og situr í Sænska listaráðinu og í dómnefnd August-verðlaunanna, sem eru árleg bókmenntaverðlaun sænskra útgefenda.

It pleases the Moorland to disclose that Björn Sundmark is one of the autumn’s festival guest. Björn is Professor of English at Malmö University, Sweden, where he teaches and researches children’s literature. His scholarly work has appeared in several journals, including Children’s Literature in Education, Bookbird, Barnboken, Jeunesse, The Lion and the Unicorn, International Research in Children’s Literature and BLFT, as well as in several edited collections, including Beyond Pippi Longstocking, Retranslating Children’s Literature, and Empowering Transformations. Sundmark is, moreover, the author of the monograph Alice in the Oral-Literary Continuum and the editor (with Kit Kelen) of The Nation in Children’s Literature and Where Children Rule: Child Autonomy and Child Governance in Children’s Literature. He is the current editor of Bookbird, IBBY’s journal of international children’s literature, a member of the Swedish Arts Council, and on the August jury for the Swedish publishers’ annual literature prize.

Linda Ólafsdóttir! Gestur 2016 / Guest 2016

Linda Ólafsdóttir TeiknariMýrin tilkynnir með stolti að Linda Ólafsdóttir verður gestur hátíðarinnar í haust. Linda er myndskeytir og hefur myndskreytt fjölda íslenskra barnabóka og námsbóka bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. Hún lauk meistaragráðu í myndskreytingum frá Academy of Art University í San Francisco árið 2009 en hefur síðan þá unnið á vinnustofu sinni í Reykjavík fyrir íslensk og erlend bókaforlög ásamt því að myndskreyta auglýsingar, frímerki og sinna myndlistarkennslu. Linda hefur hlotið viðurkenningar fyrir verk sín, má þar nefna tilnefningu til Astrid Lindgren Memorial Awards árið 2013, Vorvinda – viðurkenningu IBBY árið 2014 og Heiðursverðlaun Norræna vatnslitafélagsins og Winsor & Newton árið 2015. Fyrr á þessu ári hlaut Linda Barnabókaverðlaun Reykjavíkuborgar fyrir best myndskreyttu bókina sem kom út árið 2015 fyrir bókina Ugla og Fóa og maðurinn sem fór í hundana. Um þessar mundir vinnur Linda að sinni fyrstu bók sem bæði höfundur og myndskreytir og mun hún koma út í Bandaríkjunum árið 2017.

The Moorland is proud to announce that Linda Ólafsdóttir will be a guest at the festival this autumn. Linda is an illustrator and has illustrated a large number of Icelandic children’s books and textbooks both in Iceland and the USA. She holds a Master’s degree in illustration from the Academy of Art University, San Francisco (2009) and has since worked at her studio in Reykjavík for Icelandic and foreign publishing houses along with illustrating ads, stamps and teaching art. Linda has received a number of awards for her work, like the Astrid Lindgren Memorial Awards in 2013, the IBBY in Iceland Spring Winds Award 2014 and the Honorary Prize of the Nordic Aquarell Society and Winsor & Newton in 2015. Earlier this year, Linda was granted the Reykjavík Children’s Literary Prize for the best illiustrated book Ugla og Fóa og maðurinn sem fór í hundana (Ugla and Fóa and the man gone to the dogs). These days, Linda is working on her first book as both an author and an illustrator, published in the USA in 2017.

Arnar Már Arngrímsson! Gestur 2016 / Guest 2016

AMA ljósmyndari Daníel StarrasonÞað gleður Mýrina að segja frá því að Arnar Már Arngrímsson (f. 1972) verður gestur hátíðarinnar í haust. Arnar Már lærði íslenskar bókmenntir við Háskóla Íslands og þýskar bókmenntir við háskólann í Köln og hefur starfað sem sjómaður, þýðandi, við umönnun á elliheimili og við leiðsögn í Laxnesssafninu. Síðastliðin tíu ár hefur hann verið íslenskukennari við Menntaskólann á Akureyri. Hann er ekki viss um að nemendur hans hafi lært nokkurn skapaðan hlut á þeim tíma en segist sjálfur stórgræða á kennslunni! Fyrsta bók hans, Sölvasaga unglings, kom út í fyrra hjá Forlaginu og hlaut afar jákvæða umsögn. Arnar Már er ennþá dálítið feiminn við að kalla sig rithöfund.

The Moorland is happy to declare that Arnar Már Arngrímsson (b. 1972) will be a guest at the festival this fall. Arnar Már studied Icelandic literature at the University of Iceland and later German literature at the University of Cologne. He has tried his luck as a sailor, translator, a caretaker in a nursing home and a guide at the Laxness Museum. For the last decade he has taught Icelandic language and literature at the Akureyri Junior College. He is not certain that his students have learnt anything at all during that time but claims to have gained quite a lot himself from teaching! His first book, Sölvasaga unglings (The Saga of Sölvi the Youth), was published last year to critcial acclaim. Arnar Már is still a bit shy to call himself a writer.

Gunnar Theódór Eggertsson! Gestur 2016 / Guest 2016

gunnartheodoreggertsson-ljósmyndari_elsa_magnusdottirÞað er Mýrinni ánægja að tilkynna að Gunnar Theodór Eggertsson (f. 1982) verður gestur hátíðarinnar í haust. Gunnar Theódór hóf útgáfuferilinn með því að skrifa hryllingssögur fyrir fullorðna, en eftir að hann hóf störf sem sagnaþulur með börnum á frístundaheimili í Reykjavík heillaðist hann af barnamenningunni og hefur sem stendur skrifað fimm bækur fyrir börn og ungmenni, oftar en ekki með hryllilegu ívafi. Gunnar hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin árið 2008 fyrir fyrstu bók sína, Steindýrin og fylgdi henni eftir fjórum árum síðar með sjálfstæðu framhaldi, Steinskrípunum. Nýjasta skáldsaga hans, Drauga Dísa (2015), hlaut tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki barna- og ungmennabóka og sem stendur vinnur hann að framhaldi. Hann hefur unnið reglulega með börnum í skapandi starfi síðan 2006 og hefur m.a. lagt grunninn að hlutverkaspili fyrir börn sem byggir á íslenskum þjóðsögum. Gunnar Theodór er menntaður bókmennta- og kvikmyndafræðingur.

The Moorland is delighted to announce that Gunnar Theodór Eggertsson (b. 1982) will be a guest at the festival this autumn. Gunnar Theódór started out with writing horror stories for grownups but became fascinated with children’s culture after working as a storyteller at an after school club in Reykjavík and has since written five (differently horrible) books for children and young adults. He received the Icelandic Children’s Literature Prize in 2008 for his book Steindýrin (The Stone Animals), following up with the sequel Steinskrípin (The Stone Creeps) four years later. His most recent novel, Drauga Dísa (Dead Dísa) from 2015, was nominated for the Icelandic Literature Prize and currently a sequel is underway. Since 2006 he has regularly done creative work with children and e.g. created a role play game for kids built on Icelandic folk tales. Gunnar Theódór is both a literary and cinematic scholar.

Bryndís Björgvinsdóttir! Gestur 2016 / Guest 2016

Copy of 1-TapasMýrinni er ánægja að tilkynna að Bryndís Björgvinsdóttir (f. 1982) verður gestur hátíðarinnar í haust. Bryndís starfar sem kennari, rithöfundur og þáttagerðarkona. Hún hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir bókina Flugan sem stöðvaði stríðið árið 2011. Bókin verður gefin út í Frakklandi og í Tyrklandi síðar á þessu ári. Árið 2014 kom út ungmennabókin Hafnfirðingabrandarinn. Hún hlaut Fjöruverðlaunin, Íslensku bókmenntaverðlaunin og Barnabókaverðlaun skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Árið 2015 skrifaði Bryndís unglingabókina Leitin að tilgangi unglingsins ásamt þeim Arnóri Björnssyni 16 ára og Óla Gunnari Gunnarssyni 15 ára. Bryndís hefur beitt sér fyrir málefnum flóttamanna og hælisleitanda og fjallar bókin Flugan sem stöðvaði stríðið um húsflugur sem búsettar eru á stríðsvæði. Hún hefur haldið fyrirlestra um skapandi skrif við Háskóla Íslands, Listaháskóla Íslands og University at Buffalo í Bandaríkjunum, en þar hefur hún tekið verk rithöfundarinar Kurt Vonnegut til sérstakrar skoðunnar.

It gives the Moorland great pleasure to announce that Bryndís Björgvinsdóttir (b. 1982) will be a guest at this autumn’s festival. Bryndís is a teacher, writer and works in television. In 2011 she received the Icelandic Children’s Book Prize for Flugan sen stöðvaði stríðið (The fly that stopped the war), which will be published in both France and Turkey later this year. Her book Hafnfirðingabrandarinn (The Hafnarfjörður joke) from 2014 received the Icelandic Women’s Literature Prize, The Icelandic Literature Prize and the Reykjavík Children’s Literature Prize. In 2015 Bryndís co-wrote Leitin að tilgangi unglinsins (The search for the purpose of the teenager) with 16 year old Arnór Björnsson and 15 year old Óli Gunnar Gunnarsson. Bryndís has exerted herself on behalf of refugees and asylum seekers and her book Flugan sem stöðvaði stríðið tells of a housefly living in a war zone. She has given lectures on creative writing at the University of Iceland, The Icelandic Academy of Art and the University at Buffalo in the USA, focusing on the writings of Kurt Vonnegut.

 

 

 

 

 

Kristín Ragna Gunnarsdóttir! Gestur 2016 / Guest 2016

KRG-MyrinMýrin tilkynnir með ánægju að Kristín Ragna Gunnarsdóttir (f. 1968) verður gestur hátíðarinnar í haust. Kristín Ragna er grafískur hönnuður, teiknari og rithöfundur. Hún hefur myndskreytt ótal barnabækur og hlotið Dimmalimm – Íslensku myndskreytiverðlaunin í tvígang. Myndabókin Örlög guðanna fékk einnig tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2008. Kristín var tilnefnd á alþjóðlegan heiðurslista IBBY 2014 fyrir myndirnar í Hávamálum og myndir úr þeirri bók voru valdar á sýninguna Into the Wind! sem opnaði 25. maí sl. í Berlín og sem mun einmitt standa í Norræna húsinu á hátíðinni í haust. Kristín vinnur nú að sjöttu barnabók sinni. Hún hefur einnig hannað og sett upp gagnvirkar, bókatengdar barnasýningar, m.a. Páfugl úti í mýri (Norræna húsið, 2014). Kristín fékk Vorvindaviðurkenningu IBBY á Íslandi 2015 fyrir störf sín í þágu barnamenningar.

The Moorland is delighted to announce that Icelandic author, illustrator and graphic designer Kristín Ragna Gunnarsdóttir (b. 1968) will participate in the festival this autumn. Kristín Ragna has illustrated innumerable children’s books and received the Icelandic Illustrator’s Award twice, in 2008 and 2011, and a nomination for the Icelandic Literature Prize in 2008. Her illustrations to the ancient, Icelandic poem Hávamál secured her a place on the IBBY honorary list in 2014 and pictures from that book were chosen for the exhibition Into the Wind! that opened on May 25 in Berlin and is due for the Nordic House in Reykjavík in time for the festival this autumn. Kristín is currently writing her sixth children’s book. She has designed interactive, book-related exhibitions for children, among them one for the last Moorland festival in 2014. Last year, IBBY in Iceland rewarded her for her continuing work in the field of children’s culture.

 

 

 

 

Hildur Knútsdóttir! Gestur 2016 / Guest 2016

Kynferðislegt áreiti

Mýrin kunngjörir með ánægju að Hildur Knútsdóttir (f. 1984) verður gestur hátíðarinnar í haust. Hildur skrifar bæði fyrir börn og fullorðna. Fyrsta skáldsaga hennar, Sláttur, kom út árið 2011. Nýjasta verk hennar er hrollvekjandi tvíleikurinn Vetrarfrí (2015) og Vetrarhörkur (væntanleg haustið 2016). Fyrir Vetrarfrí hlaut hún Fjöruverðlaunin og annað sæti í Bóksalaverðlaununum. Bókin var einnig tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar. Hildur og Þórdís Gísladóttir, sem var gestur á Mýrinni 2014, skrifa einnig saman spaugilegar unglingabækur um skordýraáhugamanninn Dodda. Fyrsta bókin um hann er væntanleg haustið 2016.

The Moorland is happy to present that Icelandic author Hildur Knútsdóttir (b. 1984) will participate in the festival this fall. Hildur writes for children and adults alike. Her first novel, Sláttur, was published in 2011. Her newest work is the horror fiction duology Vetrarfrí and Vetrarhörkur, to be published in fall 2016. Hildur was awarded Fjöruverðlaunin, the Women’s Literature Prize for Vetrarfrí, and was runner-up in the Icelandic Bookseller awards. Vetrarfrí was nominated for the Icelandic Literary Prize and Reykjavik Children’s Literature Prize. Together with Þórdís Gísladóttir, who was a guest at The Moorland festival in 2014, Hildur writes comical books for young people about bug entusiast Doddi. The first Doddi book will be published in fall 2016. 

Ævar Þór Benediktsson! Gestur 2016 / Guest 2016

ÆvarminniMýrin tilkynnir með ánægju að Ævar Þór Benediktsson (f. 1984), leikari og rithöfundur, er gestur hátíðarinnar í haust. Hann er þekktastur fyrir bókaröðina ,,Þín eigin“, þar sem lesandinn ræður ferðinni; Þín eigin þjóðsaga (2014), Þín eigin goðsaga (2015) og Þín eigin hrollvekja (2016) og bækurnar um bernskubrek Ævars vísindamanns; Risaeðlur í Reykjavík (2015) og Vélmennaárásina (2016). Hann hefur einnig starfað mikið í sjónvarpi og útvarpi, þá mest sem Ævar vísindamaður, en fyrir sjónvarpsþættina sína hefur hann unnið þrenn Edduverðlaun. Þá hefur hann hlotið bæði Bókaverðlaun barnanna og Bóksalaverðlaunin fyrir bækur sínar. Ævar hefur síðustu tvö árin staðið tvisvar sinnum fyrir Lestrarátaki Ævars vísindamanns, en í átökunum hafa um 115 þúsund bækur verið lesnar samtals. Ævar heldur úti vefsíðu, sem skoða má hér.

The Moorland is happy to announce that Icelandic author Ævar Þór Benediktsson (b. 1984) will be a guest at the Moorland festival in October. Ævar is an actor and an author, best-known for his Þín eigin (Your own) – series, where it’s up to the reader to decide what way the story goes, and his books about Ævar the Scientist’s childhood escapades. He has worked in television and radio, mostly as Ævar the Scientist, and has received three Edda awards (awarded annually by the Icelandic Film and TV Academy). Ævar has also received the Children’s Book Award and the Icelandic Booksellers’ Award for his books. He’s run a reading campaign, aimed at encouraging children to read, for two years running. More information on Ævar’s website, here.  

Ragnhildur Hólmgeirsdóttir! Gestur 2016 / Guest 2016

ragnhildur_holmgeirsd-1Mýrin tilkynnir með gleði að Ragnhildur Hólmgeirsdóttir (f. 1988) er í hópi þeirra íslensku höfunda sem taka þátt í hátíðinni í haust. Ragnhildur er menntaður sagnfræðingur, með miðaldir og kvennasögu sem sérsvið. Fyrsta skáldsaga hennar, Koparborgin, kom út árið 2015 og hlaut Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar auk tilnefningar til Fjöruverðlaunanna. Koparborgin er tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Bróðurpart ævi sinnar hefur Ragnhildur dvalið í Reykjavík, fyrir utan stutt stopp í Perú, á Spáni og í Englandi.

The Moorland is happy to announce that Icelandic author Ragnhildur Hólmgeirsdóttir (f. 1988) will be the festival’s guest this fall. Ragnhildur is a historian, with special focus on medieval history and women’s history. She made her debut with, Koparborgin (The Copper City) in 2015. Koparborgin was awarded the Reykjavík Children’s Literature Prize in 2015 and nominated for Fjöruverðlaunin, the Women’s Literature Prize. Koparborgin is nominated for the Nordic Council’s Children and Young People’s Literature Prize. Ragnhildur has spent most of her life in Reykjavík, apart from shorter stays in Peru, Spain and England.