Litadrottningin Jutta Bauer

Litir eru helsti tjáningarmáti Juttu Bauer, sem hóf ferilinn sem skopmyndateiknari en er í dag einn þekktasti myndabókahöfundur Evrópu.
Árið 1998, þegar ferill hennar sem myndskreytari og skopmyndateiknari hafði spannað hátt á annan tug, sendi Jutta Bauer frá sér bókina Die Königin der Farben, eða Litadrottninguna, en sá titill á ekki síður við um Bauer sjálfa. Aðalpersónan í þessari glæsilegu myndabók, drottningin Malwilda, ríkir yfir grunnlitunum þremur, en þarf þó stundum að kljást við þessa þegna sína líka. Hún sættist þó að lokum við þá og fær þá aftur á sitt band, og endar söguna á því að stefna þeim saman í stórkostlegt sjónarspil. Saga hennar er þannig nokkurs konar endursögn á draumi sérhvers teiknara, eða í öllu falli draumi Bauers, sem öðrum þýskum myndskreyturum fremur hefur gert litina að sínum helsta tjáningarmáta.
Lesa meira hér …