Ljóðrænn matur

Þórarinn Eldjárn kemur í Norræna húsið 16. september og les matarljóð fyrir börn á öllum aldri.
Þórarinn er eitt ástsælasta skáld Íslendinga. Hann hefur sent frá sér ljóðabækur, smásögur, skáldsögur, leikrit, þýðingar og söngtexta og síðast en ekki síst afar vinsæl barnaljóð, enda fjölhæfur með endemum. Í ljóðum sínum fyrir börn varpar Þórarinn ljósi á menn og málefni með beittri gamansemi og orðaleikjum og vekur börn jafnt sem fullorðna til umhugsunar. Þórarinn hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir barnaljóð sín og á meðal verka hans eru:  Árstíðirnar, Grannmeti og átvextir, Gælur, fælur og þvælur, Halastjarna og Heimskringla.