Matarlist í íslenskum barnabókum

Sýning á barnabókamyndskreytingum í anddyri Norræna hússins

MATARLIST í íslenskum barnabókum er þemasýning á myndlýsingum í íslenskum barnabókum, haldin í Norræna húsinu 9. – 19. september. Sýningin er í tengslum við alþjóðlegu barnabókmenntahátíðina Matur úti í mýri sem haldin verður dagana 15.- 17. september 2012. Myndirnar eru valdar í því augnamiði að sýna fjölbreytta flóru myndhöfunda og margvísleg efnistök en eiga það sameiginlegt að lýsa mat, matseld, borðhaldi og áti í íslenskum barnabókum.

Kristín Steinsdóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands, opnar sýninguna kl. 14:00 9. september. Allir velkomnir.