Matarlist í íslenskum barnabókum – opnun

Sýningin Matarlist í íslenskum barnabókum var opnuð í anddyri Norræna hússins í dag. Til sýnis eru matartengdar myndir sautján íslenskrar myndhöfunda sem allar hafa birst í íslenskum barnabókum. Kristín Steinsdóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands, ávarpaði gesti og bar saman matar- og myndlistarhefðina í barnabókum á árum áður og nú til dags. Margt var um manninn, börn og fullorðna og nutu allir grænu frostpinnanna, myndanna og bókanna sem hægt er að skoða á sýningunni.

Ekki missa af þessari stórskemmtilegu og fróðlegu sýningu fyrir börn á öllum aldri.