Að éta mann og annan

Í málstofunni “Megrun, mannát og afneitun í íslenskum barnabókum” fjallar Dagný Kristjánsdóttir um mannætuna í bók Þórarins Leifssonar, Leyndarmálið hans pabba.
Dagný Kristjánsdóttir er prófessor í íslenskum nútímabókmenntum við Háskóla Íslands. Helstu rannsóknarsvið hennar eru bókmenntasaga, kvennabókmenntir, barnabókmenntir, kynjafræði og sálgreining. Doktorsritgerð hennar, Kona verður til (1996) er fyrsta doktorsritgerðin sem skrifuð er um íslenskar kvennabókmenntir. Nýjasta bók Dagnýjar er bókmenntasaga ætluð fyrir framhaldsskóla, Öldin öfgafulla (2010). Dagný hefur birt fjölmargar greinar hér á landi sem erlendis um íslenskar barnabókmenntir og von er á nýrri bók eftir hana, Bókabörn, sem fjallar um barnabókmenntir.