Höfuðlausir englar og fátækir riddarar

Í málstofunni “Megrun, mannát og afneitun í íslenskum barnabókum” fjallar Ármann Jakobsson um flókna samveru barns, guðdóms og matar í sögum  Maríu Gripe Jósefína, Húgó og Húgó og Jósefína sem komu út á íslensku 1973–1975.

Ármann Jakobsson er prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands. Rannsóknarsvið Ármanns er mjög vítt en hann hefur meðal annars rannsakað miðaldabókmenntir, menningarfræði og þjóðfræði og hefur hann skrifað bækur og greinar um þessi efni. Þá hefur Ármann einnig rannsakað hið yfirnáttúrulega og jaðarfólk og fengið til þess rannsóknarstyrki ásamt samstarfsfólki sínu. Ármann hefur m.a. birt ýmsar greinar um mynd barna, ungmenna og aldraðra í íslenskum heimildum. Hann er, ásamt Torfa Tulinus, annar ritstjóri bókarinnar Miðaldabörn (2005).

Málstofan hefst kl. 13.00 17. september.