Því miður varð Jakob Martin Strid að afboða komu sína á síðustu stundu, hann kemst ekki af óviðráðanlegum orsökum. Strid tekur því ekki þátt í málstofunni Að éta eða vera étinn? sem hefst í Norræna húsinu kl. 15:30 næstkomandi laugardag, en málstofugestir verða samt sem áður ekki sviknir því Svein Nyhus, Sigrún Eldjárn og Ragnheiður Gestsdóttir munu halda þar æsispennandi fyrirlestra um mat og græðgi, vini sem eru étnir og þá sem eiga það til að éta vini sína. Þórarinn Eldjárn ávarpar málstofuna og málstofustjóri er Egill Helgason. Allir velkomnir.
Á meðfylgjandi mynd má sjá glorhungraðan og sísvangan krakkagemling eftir Svein Nyhus.