Kristín Steinsdóttir kemur í Norræna húsið sunnudaginn 16. september til að lesa fyrir svöng börn úr bók sinni Franskbrauð með sultu.
Kristín er höfundur fjölda bóka og leikrita bæði fyrir börn og fullorðna. Franskbrauð með sultu er fyrsta skáldsaga hennar og fyrir hana hlaut hún Íslensku barnabókaverðlaunin 1987. Kristín hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir bækur sínar, t.a.m Norrænu barnabókaverðlaunin, Menningarverðlaun DV og Fjöruverðlaunin.