Klóki Jói og prinsessan

 Candace Fleming kemur í Norræna húsið á sunnudaginn til að lesa söguna um klóka Jóa fyrir börn. Jói lendir í vanda þegar hann fær óvænt boð til hallarinnar í afmæli prinsessunnar. Jói vill gjarnan fara en mamma hans bendir honum á að hann eigi ekkert nógu fínt til að gefa afmælisprinsessunni enda séu þau mæðgin bláfátæk. En, eins og sést á meðfylgjandi mynd, þá fær Jói bráðsnjalla hugmynd og honum tekst að gera sér mat úr engu.

Candace Fleming er bandarískur höfundur myndabóka, skáldsagna og fræðibóka fyrir börn, þeirra á meðal bókina Clever Jack takes the Cake. Hún hefur hlotið fjölda verðlauna, hefur oft verið á heiðurslista bandarísku bókasafnasamtakanna ALA,  hefur hlotið Boston Globe-Horn Book bókaverðlaunin, Gyllta flugdrekann og bókmenntaverðlaun Publisher’s Weekly. Fleming er sagnfræðingur að mennt og nýtir menntun sína til þess að glæða fortíðina lífi í skáldskapnum.