Ekta danskt smurbrauð – skráning í vinnustofu

Katrine Klinken kennir börnum að gera ekta danskt smurbrauð í tveimur vinnustofum í Norræna húsinu á sunnudaginn kl. 13:00 og 14:00. Enn eru nokkur pláss laus í vinnustofunum og hægt að skrá börnin á netfanginu: myrinskraning@gmail.com.
Katrine Klinken er lærður matreiðslumaður og heimilisfræðikennari. Hún er höfundur fjölmargra matreiðslubóka fyrir bæði börn og fullorðna. Nýlega kom út bók hennar Børnenes køkken en það er ein stærsta matreiðslubók sinnar tegundar á dönsku. Klinken leiðbeinir börnum og fullorðnum í matreiðslu og er afkastamikill höfundur greina um mat- og matargerð, jafnt í tímaritum, dagblöðum sem og á bloggsíðu sinni, klinken.dk. Hún leggur áherslu á bragðgóðan og vandaðan mat, útbúnum úr besta mögulega hráefni hverju sinni.  Katrine Klinken  er einnig virk í alþjóðlegu hreyfingunni um „hæga matargerð“ eða slow food.