Orðaævintýri Páfuglsins! – opnar 4. október

Strákurinn í To af alting e. Hanne Kvist endar uppi í tré með hundinn sinn.

Strákurinn í To af alting e. Hanne Kvist endar uppi í tré með hundinn sinn.


Nú fer að styttast í að páfuglinn lendi hér í Vatnsmýrinni og breiði úr glæsilegu stélinu en í því má finna litskrúðugt safn barnabóka frá öllum Norðurlöndunum. Páfuglinn slær upp ævintýraheimi þar sem börn bregða á leið með tungumál, myndmál og bækur og byggir á sögum og efnivið úr völdum barnabókum eftir norræna rit- og myndhöfunda. Á sýningunni má m.a. finna sagnasvið og  ljóðavegg þar sem gestir fá tækifæri til að endur-ljóð-blanda klassísk íslensk ljóð, sögumannsbúninga, risapylsulestrarhorn, sirkussögutjald, bókagerðavinnustofur, sagnaáskoranir, stórbrotið trjáhýsi með földum fjársjóðum og ótal skapandi leiki fyrir alla unnendur ævintýra.
Fyrirmyndina að ævintýralegasta kofa í heimi má finna í sögunni Brune e. Håkon Övreås og Öyvind Torsæter.

Fyrirmynd ævintýralegasta kofa í heimi má finna í sögunni Brune e. Håkon Övreås og Öyvind Torsæter.


Sýningin stendur yfir í Norræna húsinu 4. október til 23. nóvember og er opin alla daga vikunnar frá kl. 12-17. Engin aðgangseyrir. Allir velkomnir.
 
 
 
 
Sýningarstjórar Orðaævintýris eru myndlistarkonan Kristín Ragna Gunnarsdóttir og rithöfundurinn Davíð Stefánsson.
Kristin Ragna Gunnarsdottir-portret

Kristín Ragna Gunnarsdóttir


DAVID PORTRETT 2

Davíð Stefánsson