Mýrin í Norræna húsinu

 

Norræna húsið Mýrin2014

Þó kalt sé úti bullar Vatnsmýrin af lífi – ekki síst í formi góðra gesta í Norræna húsinu. Þeirra á meðal eru þessa dagana aðstandendur Mýrarinnar, sem hvískra og pískra og leggja spennandi drög að næstu hátíð, dagana 6. – 9. október 2016.

Even if it’s cold outside, the moorland is alive and thriving – evident by the many visitors to the Nordic House. Among these are members of The Moorland festival board, who are eagerly and excitedly planning the upcoming festival, which will take place October 6 – 9 later this year. 

bokasafn-hellir-900x600

Mýrin hefur frá upphafi verið til heimilis í Norræna húsinu. Þar er enda hálfgert höfuðból norrænna bókmennta; í húsinu er skrifstofa bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, auk ákaflega skemmtilegs bókasafns með bókum á öllum norrænu málunum. Það gefur auga leið að þar líður alþjóðlegri barnabókmenntahátíð vel.

From it’s first year, The Moorland has taken place at the Nordic House. Fittingly so, as the Nordic House is home to the Nordic Council Literature prizes, for literature and children’s literature alike. It also houses an impressive library with literature in all the Nordic languages. 

Norræna húsið er lykilstofnun í íslensku menningarlífi og stendur fyrir fjölmörgum menningarviðburðum á ári hverju. Auk bókasafnsins má finna hönnunarverslun, sýningarsali og tónleikasal í húsinu, auk veitingastaðarins Aalto Bistro. Sá heitir auðvitað í höfuðið á víðfrægum og margverðlaunuðum hönnuði hússins, Alvar Aalto. Húsið er heimsóknarinnar virði í sjálfu sér, enda með áhugaverðustu byggingum Reykjavíkur.

The Nordic House is a key institution in Icelandic culture life, hosting an multitude of cultural events each year. Apart from the library, it also houses a design shop, exhibition halls, music and lecture hall and the eminent restaurant Aalto Bistro. The restaurant is named after the Nordic Houses’s widely known and acclaimed designer, Alvar Aalto. The house in and of itself is worth a visit, as it is one of the architecturally most interesting buildings in Reykjavík.

Mýrin hlakkar mikið til að klæða sig í sparifötin og bjóða höfunda, fræðimenn og gesti velkomna í Norræna húsið í október.

The Moorland is very much looking forward to welcoming its visiting authors, scholars and visitors to the Nordic House in Reykjavík this October!