Salla Simukka! Gestur 2016 / Guest in 2016

Salla Simukka 3, 2015, Anni Reenpää (2)

Mynd: Anni Reenpää


Mýrin kunngjörir með gleði að finnski rithöfundurinn Salla Simukka (f. 1981) verður gestur hátíðarinnar í október 2016. Salla er höfundur Mjallhvítarþríleiksins sem hefur notið velgengni á heimsvísu.
Salla hefur starfað sem þýðandi, bókmenntagagnrýnandi, handritshöfundur og ritstjóri bókmenntarits fyrir ungt fólk, LUKUfiilis. Salla hefur gefið út nokkrar skáldsögur, smásagnasafn fyrir unga lesendur og þýtt fagurbókmenntir, barnabækur og leikrit. Í janúar 2013 hlaut Salla Topelius verðlaunin fyrir bestu finnsku barna- og unglingabókina,fyrir framtíðartryllana Jäljellä og Toisaalla, og seinna sama ár hlaut hún Finland Prize verðlaunin fyrir alþjóðlega velgengni Mjallhvítarþríleiksins. Á íslensku hafa komið út bækurnar  Rauð sem blóð (2014) og Hvít sem mjöll (2015).
The Moorland is happy to announce Finnish author Salla Simukka (b. 1981) as one of the festival’s international guests in 2016. Salla is the author of the internationally successful Snow White Trilogy. She has worked as a translator, scriptwriter, literary critic and was the editor of a literary magazine for young people, LUKUfiilis. Salla Simukka has written several novels and one collection of short prose for young readers, and has translated adult fiction, children’s books, and plays. In January 2013 Salla Simukka was awarded with the Topelius Prize for her futuristic thrillers  Without a Trace  and Elsewhere . Later that year, Salla accepted the Finland Prize in recognition of a promising breakthrough.