Hanne Bartholin! Gestur 2016 / Guest 2016

Hanne Bartholin crop

Mynd: Anne-Li Engström

Mýrin tilkynnir með ánægju að danski myndhöfundurinn Hanne Bartholin (f. 1962) er einn af gestum hátíðarinnar árið 2016. Hanne er menntuð grafískur hönnuður og myndskreytir og birtust teikningar hennar í dagblöðum og tímaritum áður en hún beindi sjónum sínum að barnabókum. Hún hefur samið og myndskreytt yfir 45 bækur, sem hafa verið þýddar á fjölda mála. Á meðal þekktustu verka hennar eru líklega Finn Herman, eftir Mats Letén, Axel elsker biler, eftir Marianne Iben Hansen og bókaflokkurinn um Carl, eftir Idu Jessen. Hanne hefur hlotið verðlaun fyrir starf sitt, þar á meðal verðlaun Danska menntamálaráðuneytisins árið 2001. Hún hefur tekið þátt í sýningum um allan heim og hefur starfað sem gestakennari og prófdómari hjá Konunglega danska listaháskólanum.

 

The Moorland is happy to announce that Danish illustrator and author Hanne Bartholin (b. 1962) is one of the festival’s guests in October. Hanne has a background in graphic design and illustration and published her work in newspapers and magazines before concentrating her talents on children’s books. She has illustrated and written over 45 books which have been widely translated. Among her most well known works are the books Finn Herman, by Mats Letén, Axel loves cars, by Marianne Iben Hansen and the Carl-series by Ida Jessen. Hanne has been awarded prizes for her work, including the Danish Minister of Culture award in 2001. She has exhibited her work all over the world and worked as a guest lecturer and examiner at the Royal Danish Academy of Fine Arts, School of Design.