Kätlin Kaldmaa! Gestur 2016/ Guest 2016

Katlin Kaldmaa_by Dimitri KotjuhÞað er Mýrinni sannarlega gleðilegt að tilkynna að eistneski rithöfundurinn Kätlin Kaldmaa (f. 1970) verður gestur hátíðarinnar í haust. Kätlin starfar einnig sem ljóðskáld, þýðandi og bókmenntagagnrýnandi og er jafnframt formaður PEN, alþjóðasamtaka rithöfunda í Eistlandi. Kätlin hefur gefið út fjögur ljóðasöfn, sjálfsævisögu, smáagnasafn og skáldsögu, auk þriggja barnabóka. Ein þeirra, barnabókin Einhver ekkineinsdóttir kemur út í íslenskri þýðingu á árinu. Ljóð hennar hafa m.a. verið þýdd á arabísku, ensku og finnsku. Kätlin hefur birt fjölda greina um bókmenntir og þýðingar. Hún hefur þýtt á eistnesku yfir fimmtíu verk eftir marga þekktustu rithöfunda heims, þar á meðal Jeanette Winterson, Ali Smith, Meg Rosoff og Gabriel García Márquez. Hún hlaut Friedebert Tuglas smásagnaverðlaunin árið 2012.  Kätlin er sérstök áhugamanneskja um Ísland og hefur sótt landið heim reglulega frá árinu 2009. Siglufjörður er hennar annað heimili og sömuleiðis sögusvið skáldsögunnar No Butterflies in Iceland. 
 
The Moorland is happy to announce that Estonian author Kätlin Kaldmaa (b. 1970) is one of the festival’s guests this coming October. Kätlin is a poet, author, translator and literary critic, as well as the President of Estonian PEN. Kätlin has published four collections of poetry, three children’s books, an autobiographical work of non-fiction, a short story collection and a novel. Collections of her poems have been published in English, Arabic and Finnish. Her children’s book The Story of Somebody Nobodysdaughter’s Father will be published in Icelandic in 2016. Kätlin written extensively on literature, mostly literature in translation, and has translated over 50 works of the world’s best literature into Estonian, including works by Jeanette Winterson, Ali Smith, Meg Rosoff and Gabriel Garvía Márquez. She received the annual Friedebert Tuglas short story award in 2012. Kätlin has visited Iceland almost every year since 2009 and considers Siglufjördur her second home. It is also where her novel No Butterflies in Iceland takes place.