Anthony Browne! Gestur 2016 / Guest 2016

P1010259Mýrin kunngjörir með gleði að enski höfundurinn Anthony Browne verður gestur hátíðarinnar í október. Anthony er afkastamikill rit- og myndhöfundur og hefur sent frá sér um 40 barnabækur. Á íslensku hafa komið út bækurnar Górillan, ein þekktasta bók hans, og Pabbi minn, auk þess sem Anthony myndskreytti nýja útgáfu Ævintýra Lísu í Undralandi. Anthony er menntaður grafískur hönnuður, starfaði um hríð sem læknisfræðilegur teiknari og hönnuður tækifæriskorta, en gaf út sína fyrstu barnabók árið 1976.

Anthony hefur hlotið Kate Greenaway verðlaunin tvisvar sinnum, og Kurt Maschler “Emil” verðlaunin þrisvar sinnum. Árið 2000 hlaut hann Hans Christian Andersen verðlaunin,  sem eru æðsta viðurkenning sem höfundum barnabóka geta hlotnast. Bækur hans hafa verið þýddar á 26 tungumál og myndir hans sýndar í fjölda landa. Árin 2009-2011 var hann Children’s Laureate í Bretlandi.

The Moorland proudly presents author Anthony Browne as one of our participating authors this fall. Anthony has written and illustrated over 40 children’s books after debuting in 1976 with Through the Magic Mirror. His most well known children’s book is probably Gorilla, written around the period when Anthony was badly bitten by a gorilla whilst being filmed for television at his local zoo. Anthony studied graphic design and worked as a medical artist and greeting card designer before turning to children’s books. 

Anthony has received the Kate Greenaway medal twice, and the Kurt Maschler ‘Emil’ three times in his career. In 2000, he was awarded the Hans Christian Andersen Medal, the highest honor a children’s writer or illustrator can win. His books have been translated into 26 languages and his illustrations have been exhibited all over the world. From 2009 to 2011 Anthony was the Children’s Laureate in Britain.