Gerður Kristný! Gestur 2016 / Guest 2016

Gerður Kristný - mynd Elsa Björg Magnúsdóttir.jpg

Mynd: Elsa Björg Magnúsdóttir


Það gleður Mýrina að tilkynna að Gerður Kristný er einn af íslensku höfundunum sem taka þátt í Mýrinni í október. Gerður Kristný (f. 1970) er fjölbrögðóttur rithöfundur og hefur gefið út á þriðja tug bóka. Þar á meðal eru ljóð, skáldsögur, ævisaga, smásögur, ferðabók og barnabækur. Gerður hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2010 fyrir ljóðabálkinn Blóðhófni sem einnig var tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Gerður hefur m.a. hlotið Ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar og Ljóðstaf Jóns úr Vör, Blaðamannaverðlaun Íslands fyrir Myndina af pabba – Sögu Thelmu, Vestnorrænu barna- og unglingabókaverðlaunin fyrir Garðinn og Bókaverðlaun barnanna fyrir Mörtu smörtu. Gerður er höfundur Ballsins á Bessastöðum sem sló í gegn haustið 2007 og varð að vinsælum söngleik í Þjóðleikhúsinu. Nýjasta barnabók Gerðar er barnabókin Dúkka sem kom út í fyrra.
The Moorland is happy to announce that Gerður Kristný is one of the Icelandic authors participating in the festival this fall. Gerður Kristný (b. 1970) is an author of many talents and has published over twenty books, including poetry, novels, a biography, short stories, a travel book and children’s books. Gerður was awarded the Icelandic Literary Prize in 2010, and nominated for the Nordic Council Literary Prize, for her poetry book Blóðhófnir. She´s been awarded various Icelandic poetry prizes for her poetry, the Icelandic Journalism Awards for her biography of Thelma Ásdísardóttir, the West Nordic Council’s Children and Young People’s Literature Prize and the Children’s Book Prize for Marta smarta. Gerður is also the author of The Ball at Bessastaðir, which was a success in 2007 and was staged as a musical in the National Theatre. Gerður’s newest children’s book is Dúkka, published in 2015.