Linda Ólafsdóttir! Gestur 2016 / Guest 2016

Linda Ólafsdóttir TeiknariMýrin tilkynnir með stolti að Linda Ólafsdóttir verður gestur hátíðarinnar í haust. Linda er myndskeytir og hefur myndskreytt fjölda íslenskra barnabóka og námsbóka bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. Hún lauk meistaragráðu í myndskreytingum frá Academy of Art University í San Francisco árið 2009 en hefur síðan þá unnið á vinnustofu sinni í Reykjavík fyrir íslensk og erlend bókaforlög ásamt því að myndskreyta auglýsingar, frímerki og sinna myndlistarkennslu. Linda hefur hlotið viðurkenningar fyrir verk sín, má þar nefna tilnefningu til Astrid Lindgren Memorial Awards árið 2013, Vorvinda – viðurkenningu IBBY árið 2014 og Heiðursverðlaun Norræna vatnslitafélagsins og Winsor & Newton árið 2015. Fyrr á þessu ári hlaut Linda Barnabókaverðlaun Reykjavíkuborgar fyrir best myndskreyttu bókina sem kom út árið 2015 fyrir bókina Ugla og Fóa og maðurinn sem fór í hundana. Um þessar mundir vinnur Linda að sinni fyrstu bók sem bæði höfundur og myndskreytir og mun hún koma út í Bandaríkjunum árið 2017.

The Moorland is proud to announce that Linda Ólafsdóttir will be a guest at the festival this autumn. Linda is an illustrator and has illustrated a large number of Icelandic children’s books and textbooks both in Iceland and the USA. She holds a Master’s degree in illustration from the Academy of Art University, San Francisco (2009) and has since worked at her studio in Reykjavík for Icelandic and foreign publishing houses along with illustrating ads, stamps and teaching art. Linda has received a number of awards for her work, like the Astrid Lindgren Memorial Awards in 2013, the IBBY in Iceland Spring Winds Award 2014 and the Honorary Prize of the Nordic Aquarell Society and Winsor & Newton in 2015. Earlier this year, Linda was granted the Reykjavík Children’s Literary Prize for the best illiustrated book Ugla og Fóa og maðurinn sem fór í hundana (Ugla and Fóa and the man gone to the dogs). These days, Linda is working on her first book as both an author and an illustrator, published in the USA in 2017.