Camilla Hübbe! Gestur 2016/Guest 2016

IMG_2682.JPGMýrin tilkynnir með gleði að Camilla Hübbe (f. 1963) verður gestur hátíðarinnar í haust. Camilla er dönsk, ólst upp í Kaupmannahöfn og starfaði fyrst sem dramatúrg í ýmsum leikhúsum og síðan við skrif sjónvarpshandrita áður en hún hóf að skrifa barnabækur. Fyrsta bók hennar kom út árið 2007 og heitir Circus Saragossa, en hana gerði hún í samstarfi við myndskreytinn Mariu Bramsen. Síðan þá hefur Camilla skrifað sjö barnabækur ásamt leikverkum, þeirra á meðal skáldsöguna margverðlaunuðu TAVS sem einnig var gefin út sem app og hlaut meðal annars Höfundarverðlaun dönsku barnabókasafnanna. Camilla kemur hingað til lands til að kynna nýja appsögu, NORD, sem fjallar um norræna goðafræði og hnattræna hlýnun og áætlað er að komi út á íslensku, færeysku, sænsku, norsku og dönsku.

It gives the Moorland great pleasure to declare that Camilla Hübbe (b. 1963) will be a participant in the festival this autumn. Camilla grew up in Copenhagen, Denmark and had a career first as a dramaturge in various theatres and then as a manuscript writer for TV before turning to writing children’s novels. Her first novel, Circus Saragossa, in collaboration with illustrator Maria Bramsen, was published in 2007. Since then Camilla has written seven children’s books along with theatre pieces, among them the multi prized TAVS also published as an app novel. During the festival, Camilla will present a new app novel, NORD, dealing with the climate crisis and Norse mythology. NORD will be published simultaneously in Icelandic, Faroese, Swedish, Norwegian and Danish.