Anna Heiða Pálsdóttir! Gestur / Guest 2016

anna-heida-storAnna Heiða Pálsdóttir (f. 1956) er stundakennari við Háskóla Íslands, þýðandi og barnabókahöfundur. Doktorsverkefni hennar við Worchesterháskóla fjallaði um þjóðar- og menningartengda sjálfsmynd í enskum og íslenskum barnabókum. Hún hefur ritað greinar um barnabókmenntir og setið í stjórn IBBY á Íslandi í áratug og gegndi þar formennsku frá 2002 til 2003. Anna Heiða hefur kennt við Ensku- og Íslenskudeildir Háskóla Íslands í þrettán ár, aðallega breskar bókmenntir, bókmenntakenningar, fantasíubókmenntir fyrir börn og skapandi skrif. Hún hefur einnig kennt skapandi skrif við Endurmenntun Háskólans frá 2002. Meðal þýðinga hennar er His Dark Materials þríleikur Philips Pullmans og bækur eftir hana eru Galdrastafir og græn augu (1997) og Mitt eigið Harmagedón (2012).

Anna Heiða Pálsdóttir, PhD, (b. 1956) is a sessional teacher at the University of Iceland, translator and children books‘ author. Her doctoral thesis (University of Worcester 2002) compares national and cultural identity in English and Icelandic children‘s books. She has written several articles on children‘s books in Iceland, served on the board of IBBY Iceland for a decade and was chairman 2002-2003. For thirteen years she has taught in the English and Icelandic departments at the University of Iceland, mainly British literature, literary theory, children’s fantasy literature and creative writing. She has also taught creative writing at the university‘s Continuing Education Center since 2002. Translation includes Philip Pullman‘s His Dark Materials trilogy .Books: Galdrastafir og græn augu (1997) and Mitt eigið Harmagedón (2012).