Bjarndís Tómasdóttir! Gestur / Guest 2016

bjarndisBjarndís Tómasdóttir (f. 1982) er meistaranemi í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands. Hún lauk BA prófi í kvikmyndafræði árið 2015 en leggur nú helst stund á bókmenntir fyrri alda. Samhliða náminu er Bjarndís ritstjóri Sirkústjaldsins, vefrits um listir og menningu. Þar hefur hún lagt sérstaka áherslu á að barnabækur fái góða og vandaða umfjöllun, eins og vera ber. Bjarndís ólst upp í sveit á suðurlandi þar sem heimurinn samanstóð af jörð fjölskyldunnar og stöku bæjarferðum. Hún varð snemma læs og segir að lestur bóka hafi stækkað heimsmynd hennar til muna: hún hafi ekki þurft að fara neitt til þess að kynnast spennandi ævintýraeyjum og höllum. Hún segir einnig að barnabækur séu ekki bara fyrir börn heldur myndi heimur barnabókanna stað þar sem fullorðnir og börn geti mæst á jafningjagrundvelli. 

Bjarndís Tómasdóttir (b.1982) is an M.A. student in Icelandic literature at the University of Iceland. She completed a B.A. in film studies in 2015 but is specializing in medieval literature for her M.A. Along with her research, Bjarndís is the editor-in-chief of Sirkustjaldið, a webzine about art and culture. In her role, she has emphasized children’s literature and culture being represented professionally, as they should. Bjarndís was raised on a farm in Southern Iceland where the world was composed of the family´s land and rare trips to the nearest town. She became an early reader and says that reading books enlarged her world view considerably: She didn’t need to travel to get acquainted with exciting, exotic islands and castles. She also remarks that children’s literature is not just for children; the world of children’s literature creates a unique place where adults and children can meet as equals.