Guðrún Helgadóttir! Heiðursgestur / Honorary Guest 2016

 

gudrun-helgadottir

Mýrin kunngerir: Guðrún Helgadóttir (f. 1935) er heiðursgestur Úti í mýri árið 2016, en í fyrsta sinn hefur hátíðin sérstakan heiðursgest og dagskrá tileinkaða honum. Bækur Guðrúnar hafa fylgt íslenskum börnum allt frá árinu 1975, þegar þeir bræður Jón Oddur og Jón Bjarni komu til skjalanna, en Guðrún hefur síðan skrifað á þriðja tug barnabóka, hlotið margvísleg verðlaun og sögur hennar verið þýddar á fjölda tungumála. Hún hlaut Norrænu barnabókaverðlaunin árið 1992 fyrir Undan illgresinu, var tilnefnd til H.C. Andersen verðlaunanna 1988 og meðal íslenskra verðlauna má nefna Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar fyrir framlag til íslenskrar tungu árið 2005. Guðrún hefur einnig ritað leikrit bæði fyrir börn og fullorðna, skáldsögu fyrir fullorðna og sat í tvo áratugi í borgarstjórn og á Alþingi og var fyrst íslenskra kvenna til að gegna embætti forseta Alþingis. Lokadagur hátíðarinnar, sunnudagurinn 9. október,  er tileinkaður Guðrúnu og leiðir Silja Aðalsteinsdóttir spjall við heiðursgestinn frá kl. 13.30 þann dag.

The Moorland is most honoured to have the beloved author Guðrún Helgadóttir (b. 1935) as a special guest this festival. In fact, the last festival day is dedicated to Guðrún and her books, precious companions of all Icelandic children since 1975 when her first book about the vivacious twins Jón Oddur and Jón Bjarni came out. Since then, Guðrún has written over twenty children‘s books, received multiple prizes and her stories have been translated into many languages. She was granted the Nordic Children‘s Book Prize in 1992, nominated for the H.C. Andersen Prize in 1988 and received the Jónas Hallgrímsson Prize for her contribution to the Icelandic language in 2005. Guðrún also has written plays for both children and adults and a novel for adults. Along with writing, she had a very successful career as a politician, a member of Reykjavík City Council and a MP for two decades, being the first female president of Alþingi (the Icelandic parliament) between 1988 and 1991. The last day of the festival, Sunday October 9th, is dedicated to Guðrún and her books and from 1.30 pm literary scholar Silja Aðalsteinsdóttir will lead a talk with her.