Spennandi lokamálþing í ár! / An exciting final seminar this year!

myrin-kall-01Það kunna að myndast spennandi skoðanaskipti á lokamálþingi Úti í mýri að þessu sinni.
Barnabókaútgáfa stendur í blóma en undanfarin ár hefur færst í vöxt að ráðnir séu teiknarar frá fjarlægum löndum til að myndlýsa bækur fyrir íslensk börn. Íslenskir teiknarar hafa eðlilega haft áhyggjur af þessari þróun. Síðasta málþing hátíðarinnar er helgað þessari þörfu umræðu og verður þar velt upp spurningum á borð við þær hvort myndlýsingar teiknara á Íslandi beri einhver sérkenni, hver staða teiknara og myndlýsinga á Íslandi sé og hvert stefni.

Þátttakendur í málþinginu eru engir aukvisar, en það eru Anna Cynthia Leplar
myndhöfundur og deildarstjóri Teiknideildar Myndlistarskólans í Reykjavík, Kristín Ragna Gunnarsdóttir myndhöfundur, Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur, sem hefur átt sæti í dómnefnd Dimmalimmverðlaunanna, Huginn Þór Grétarsson höfundur og útgefandi hjá Óðinsauga og Margrét Tryggvadóttir bókmenntafræðingur, höfundur og sjálfstætt starfandi myndritstjóri. Margrét leiðir jafnframt málþingið. myrin-kall-02

Fjölmargir frábærir fræðimenn, rit- og myndhöfundar taka raunar þátt í öllum málstofum hátíðarinnar og hafa þeir verið kynntir til sögunnar einn af öðrum síðustu vikurnar hér á heimasíðunni. En það þarf einvalalið skipuleggjenda, listafólks, fræðimanna og sjálfboðaliða til að standa fyrir hátíð af þessu tagi og mætti gjarna nefna fleiri til sögunnar.

Ragnheiður Gestsdóttir rithöfundur, kennari og myndskreytir stýrir málstofu um myndskreytingar í bókum fyrir ung börn. Halla Þórlaug Óskarsdóttir dagskrárgerðarkona og rithöfundur stýrir málstofu um hinn brjálaða heim ungmennabóka, Rán Flygenring leiðir gesti um myndskreytingasýninguna Into the Wind og hópur nema við Teiknideild Myndlistaskólans í Reykjavík verður til aðstoðar í vinnustofum.

Stjórn hátíðarinnar hvetur alla til að kynna sér hina spennandi og fjölbreyttu hátíðardagskrá og taka dagana 6.-9. október frá, mæta í Vatnsmýrina og bergja af brunni alls þessa frábæra fagfólks.

We could be in for a lively discussion at the final seminar of the Moorland festival this time. Children’s book publishing is thriving in Iceland but there is also a development in the direction of hiring illustrators from faraway counties to illustrate books for Icelandic kids. Understandably, illustrators in Iceland are worried and the latter Saturday seminar is dedicated to a discourse on the matter. Are Icelandic illustrations unique in any way? What is the environment for illustrators like in Iceland? Where are we heading?

myrin-kall-04Participants are Anna Cynthia Leplar, illustrator and head of the Illustrations department at the Reykjavík Art School, illustrator Kristín Ragna Gunnarsdóttir, art historian Aðalsteinn Ingólfsson, Huginn Þór Grétarsson at Óðinsauga publishing house and Margrét Tryggvadóttir, author, literary scholar and pictorial editor. Margrét is the moderator of the seminar.

A myriad of talented scholars, authors and illustrators take part in the seminars of The Moorland festival this time. Most of them have already been introduced on the homepage. However, a festival like this one needs a large group of people behind it and we are going to name a few more.

Teacher, author and illustrator Ragnheiður Gestsdóttir is the moderator of a seminar on Saturday morning about illustrations in books for young children. Halla Þórlaug Óskarsdóttir author and radio programme host will be moderating one on Friday on the mad world of YA literature. Illustrator Rán Flygenring will lead guests through the exhibition of Nordic illustrations: Into the Wind, and a group of volunteers from Reykjavík Art School will assist with the workshops.

The Moorland board encourages everyone to check out the exciting programme of this year’s festival and reserve October 6th to 9th for visiting the Nordic house and Vatnsmýrin moorland.