Allt fullt hjá Ævari, pláss í myndasögugerð

mari-3Skráning í vinnustofur og á málþing hátíðarinnar í ár hefur gengið afar vel og er nú svo komið að fullt er á suma viðburði. Því miður er til dæmis orðið fullt hjá Ævari vísindamanni á sunnudeginum – það þyrfti nú bara að klóna þann mann! En ennþá eru laus pláss í þrjár, frábærar og spennandi vinnustofur á laugardaginn. Gerður Kristný verður með skemmtilega ritsmiðju fyrir 9-11 ára klukkan 11, þar sem kennd verða brögð til að fanga lesendur og hugmyndaflugið fær lausan tauminn. Finnska listakonan Mari Ahokoivu (sem gerði þessa skemmtilegu mynd hér  fyrir ofan) heldur myndasöguvinnustofu klukkan 12.40 fyrir 8-12 ára og sænska listakonan Pernilla Stalfelt býr til myndasögur með 6-9 ára börnum klukkan 14. Pernilla hefur skrifað fjörlegar bækur um hvernig segja megi sögur, ástina, lífið, erfið málefni svo sem dauðann, ofbeldi, hár, hrylling, mat, kúk og prump, ketti, fiska, ánamaðka, töfraský, vasa-drauga og margt fleira.

Skráning fer fram gegnum heimasíðuna og í myrinskraning@gmail.com.