Mýrin tilkynnir með stolti að Benjamin Chaud verður gestur hátíðarinnar í haust.
Benjamin Chaud fæddist árið 1975 í Suður-Frakklandi. Hann nam við listaskólana Les arts appliqués í París og Les Art Décoratifs í Strasbourg. Fljótlega eftir útskrift sem mynd-skreytir var Chaud tvívegis boðið að taka þátt á Barnabókamessunni í Bologna.
Árið 2011 kom bókin Une chanson d’ours (The Bear’s Song) út. Stóri björn leitar að litla birni sem hefur horfið úr hýðinu. Litli björn er hins vegar að elta býflugur því þar sem býflugur eru, þar er hunang! Leit þeirra að hvor öðrum og hunangi ber þá inn í stórborgina og inn í iðandi óperuhús þar sem kærkomnir endurfundir eiga sér stað. Sögurnar um Litla björn og Stóra björn unnu samstundis hug og hjörtu lesenda á öllum aldri. Lesa meira …
Born in 1975 in the south of France, Benjamin Chaud studied in Paris for 3 years at “Les arts appliqués”, before moving to Strasbourg’s “Les Art Décoratifs”, where he also studied for 3 years, after which he became an illustrator. Already at the beginning of his career, he was twice selected for the Bologna Children’s Book Fair. In 2011, Une chanson d’ours (The Bear’s Song) was published. Papa Bear is searching for Little Bear, who has escaped the den. Little Bear is following a bee, because where there are bees, there is honey! The quest leads them into the bustling city and a humming opera house and culminates in a delicious reunion.
The story about Papa Bear and Little Bear immediately won the hearts of readers of all ages, and so far three books about the bear duo have followed. Read more …