Það er Mýrinni ánægja að tilkynna að Anna Höglund (1958) verður gestur hátíðarinnar í haust. Anna Höglund er sænskur rit- og myndhöfundur. Hún er af mörgum talin einn fremsti myndhöfundur Svía um þessar mundir og hefur hún unnið með rithöfundum á borð við Ulf Stark og Barbro Lindgren. Fyrir verk sín hafa henni hlotnast margar viðurkenningar og verðlaun.
Árið 1992 myndskreytti Anna Höglund bók Ulfs Stark Kan du vissla Johanna. Bókin var tilnefnd til August-verðlaunanna, virtustu bókmenntaverðlauna Svíþjóðar og var síðar kvikmynduð við miklar vinsældir og hefur myndin orðið ómissandi þáttur í jólahaldi margra fjölskyldna.
Í Om detta talar man endast med kaniner (Sumt ræðir maður aðeins við kanínur) upplifir aðalsöguhetjan sig frábrugðna og segir sagan af viðleitni hennar til að verða hluti af hóp, þrátt fyrir að upplifa sig öðruvísi en aðra. Lesa meira …
It is a pleasure to announce that Anna Höglund (1958) will be one of the participants of the Mýrin festival. Anna Höglund is a Swedish writer and illustrator. She is considered one of Sweden’s leading illustrators and has collaborated with authors such as Ulf Stark and Barbro Lindgren. For her work she has been awarded both Swedish and foreign literature prizes.
In 1992, Anna Höglund illustrated Ulf Starks Can you whistle, Johanna? The book was nominated for the August Prize and was awarded several literature prizes. Anna Höglund has written and illustrated her own picture books, such as the series about Mina and Kåge. But she also publishes graphic novels / picture books for older children. In Om detta talar man endast med kaniner (“These things can only be discussed with rabbits”), Anna Höglund explores the thoughts and life of a high-sensitive rabbit. Read more …