Gunilla Bergström – Gestur 2018 / Guest 2018

Mýrin tilkynnir með stolti að Gunilla Bergström verður gestur hátíðarinnar í haust. Gunilla fæddist í Gautaborg árið 1942. Hún lauk blaðamannaprófi árið 1966 og starfaði sem blaðamaður. Frá árinu 1975 hefur hún eingöngu starfað sem rithöfundur og teiknari. Gunilla gaf út fyrstu bók sína árið 1971 en strax árið eftir kom fyrsta bókin um þekktustu persónu hennar, hinn hugmyndaríka og einlæga Einar Áskel, út. Síðan hafa komið út eftir hana á fjórða tug barnabóka, flestar um Einar Áskel og pabba hans. Auk þess hefur Gunilla skrifað fjölmörg leikrit eftir sögum sínum og skrifað barnavísur. Hún hefur að miklu leyti verið frumkvöðull í skrifum sínum fyrir börn og hún varð einnig fyrsti myndhöfundurinn til að nota klippimyndir (collage) í myndskreytingum sínum. Að hennar eigin sögn hefur hún alltaf viljað skrifa sannar sögur fyrir börn, sögur af raunverulegu fólki og atburðum sem við öll getum tengt við. Lesa meira

Mýrin announces proudly and with great pleasure that Gunilla Bergström will be guest of the festival this autumn. Gunilla was born in 1942 in Gothenburg, Sweden, where she studied journalism. She worked as a journalist until 1975, when she became a full-time author.
In 1972, God natt, Alfons Åberg (Good night, Alfie Atkins) came out. Gunilla has published over 40 books and has also written children’s songs and adapted her stories for theatre.
She has been pioneering in many ways, thematically as well as artistically. Gunilla prefers to write about the everyday lives of children, but always from the perspective of the child. Her books are about the kind of things every child can recognize. But she says there should also be room for something imagined, unexpected!
Gunilla received the Astrid Lindgren Prize in 1981 and was awarded a medal from the Swedish government in 2012. Read more