Malene Sølvsten – Gestur 2018 / Guest 2018


Það gleður Mýrina að tilkynna að Malene Sølvsten verður gestur hátíðarinnar í ár.  Hún er  danskur höfundur fantasíubóka, fædd árið 1977. Frumraun hennar, Ravnenes Hvisken  kom út árið 2016 í Danmörku. Önnur bókin í þríleiknum kom út ári síðar og er von á síðustu bókinni seinna á þessu ári.  Á íslensku hefur fyrsta bókin Hvísl Hrafnanna komið út hjá forlaginu Uglu, og er önnur bókin væntanleg á haustmánuðum. Í sögunum segir af unglingsstúlkunni Önnu sem elst upp í lítilli borg á Norður Jótlandi. Hún býr yfir þeirri gáfu að sjá ljóslifandi atburði úr fortíðinni og fara undarlegir hlutir að gerast. Anna er hundelt af illskeyttum morðingja og aðeins hennar nánustu vinir standa í vegi fyrir að hún verði illmenninu að bráð. Til þess að bjarga heiminum undan ragnarökum verður Anna að finna morðingjann — áður en hann finnur hana. Malene Sølvsten býr og starfar í Kaupmannahöfn. Lesa meira …

Mýrin proudly announces that Malene Sølvsten will be guest of the festival this autumn. She is a Danish fantasy author, born in 1977. Her debut novel Ravnenes hvisken 1 (“The Whisper of the Ravens”) was published in 2016, with the second book in the series released the year after. In 2018 the third and last book in the trilogy will be released. The novels tell the life of a teenage girl, Anne, who grows up in a small Danish city in the north of Jutland. Anne soon learns that the world is populated by Norse gods, witches, giants and other supernatural beings. The series draws inspiration from the Iron Age in Scandinavia and the poems from the Elder Edda.
Malene Sølvsten had a lot of different jobs before she became a full-time writer. She grew up in the northern part of Denmark, and now lives in Copenhagen. Read more …