Janina Orlov – Gestur 2018 / Guest 2018

Mýrin kynnir með stolti síðasta erlenda gest hátíðarinnar í haust.  Janina Orlov er verðlaunaður bókmenntaþýðandi, fædd árið 1955 í Helsinki. Hún þýðir aðallega texta úr rússnesku og finnsku yfir á sænsku og er ötul við að kynna finnskar bókmenntir. Með þýðingum sínum hefur Janina, ásamt öðrum, stuðlað að uppgangi finnskra bókmennta á alþjóðavísu og hefur hún hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir þýðingarstörf sín. Hún er með doktorsgráðu í rússnesku og rússneskum bókmenntum frá háskólanum í Åbo í Finnlandi og hefur langa reynslu sem kennari og fyrirlesari um barnabókmenntir við háskólann í Stokkhólmi. Janina hefur skrifað fjöldamargar greinar og ritdóma um barnabókmenntasögu, sænskar- og finnskar barnabókmenntir og rússneskar bókmenntir. Hún hefur meðal annars setið í dómnefnd barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, setið í stjórn stéttarfélags rithöfundasambandsins í Svíþjóð, gjaldkeri „Three Seas” sem er höfunda- og þýðendamiðstöð á Ródos, formaður sambands rithöfunda í Eystrasaltsríkjunum og situr í ritnefnd breska tímaritsins Children’s literature in education. Um þessar mundir skrifar Janina Orlov um bókmenntir frá fyrri hluta 18. aldar í fyrirhugaðri bók um sögu og þróun barnabókmennta í Svíþjóð.  Lesa meira …
Myrin proudly presents Janina Orlov as our guest in October. She is an awarded literary translator, born in 1955 in Helsinki. She works mainly from Russian and Finnish into Swedish and is an active promoter of Finnish literature. Janina holds a PhD in Russian and Russian literature from Åbo Akademi University, and is a senior lecturer in Children’s Literature at Stockholm University. She has written numerous articles and reviews on children’s literary history, Swedish and Finnish children’s literature, and Russian literature. Among other things, she’s been a member of the Adjudication Committee for the Nordic Council Children and Young People’s Literature Prize, board member of the Swedish Writers’ Union, treasurer of the Three Seas Writers and Translators Centre in Rhodes, chairman of the Baltic Writers’ Council, and member of the editorial board of Children’s literature in education, UK.
She is currently writing a chapter about the first half of the 1800 century in Swedish children’s literature for a forthcoming History of children’s literature in Sweden.  Read more …