Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson – Gestur 2018 / Guest 2018

Það er Mýrinni ánægja að tilkynna að Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson verður gestur hátíðarinnar í haust. Aðalsteinn er fæddur árið 1955 og hann hefur sinnt skáldskap og tónlist jöfnum höndum og víða komið við á undanförnum áratugum. Fyrsta ljóðabók hans kom út árið 1977, en síðan hefur hann sent frá sér um tvo tugi ljóðabóka með frumsömdum og þýddum ljóðum og á annan tug barnabóka.

Á sviði tónlistar ber hæst hina sívinsælu barnatónlist hans, en auk þess vísnatónlist og söngva frá Norðurlöndum. Aðalsteinn rekur einnig útgáfufyrirtækið Dimmu sem gefur út bókmenntir og tónlist. Nýleg verk Aðalsteins Ásberg fyrir börn og ungmenni eru Dimmu-þríleikurinn (2014) og Kvæðið um Krummaling (2017).  Lesa meira …

The Moorland is delighted to announce that  Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson (1955) is our guest at this year’s festival. He has been equally productive writing fiction as well as music during the last decades. His first poetry book was published in 1977, and since then he has written 24 poetry books including both translated poems and his own poems. He has also written a wide range of children’s books. Within music, he’s most recognised for his children’s music, but also for his contributions to Nordic songwriting and folk music. Aðalsteinn is also the co-founder of the literature and music publishing company Dimma. The most recent works by Aðalsteinn Ásberg for youth and children are the Dimmu-triology (2014) and the poetry book Kvæðið um Krummaling (“The poem about little Raven”, 2017).  Read more …