Áslaug Jónsdóttir – Gestur 2018 / Guest 2018

Mýrin tilkynnir með mikilli gleði og ánægju að Áslaug Jónsdóttir er gestur hátíðarinnar í ár. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og útskrifaðist frá teiknideild Skolen for Brugskunst, sem nú er einn af skólum Listaakademíunnar í Kaupmannahöfn. Síðan námi lauk hefur Áslaug starfað sem myndlýsir, grafískur hönnuður, rithöfundur og myndlistamaður. Fyrsta bók hennar kom út árið 1990 en hún hefur síðan skrifað og myndlýst fjölda barnabóka, skrifað barnaleikrit og tekið þátt í sýningum erlendis og á Íslandi.  Áslaug hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín, nú síðast Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2017 í flokki barna- og unglingabóka fyrir Skrímsli í vanda ásamt meðhöfundum sínum Kalle Güettler og Rakel Helmsdal. Verk Áslaugar hafa þrívegis verið valin á Alþjóðlegan heiðurslista IBBY fyrir myndlýsingar og hún hefur verið tilnefnd til H.C Andersen verðlaunanna og ALMA-verðlaunanna, (Astrid Lindgren Memorial Award) fyrir myndlýsingar í barnabókum.
Áslaug hefur skrifað þrjú barnaleikrit og hannað leikmyndir fyrir tvö þeirra en hún hefur einnig hannað útlit sýninga, þar á meðal skapaði hún ásamt Högna Sigurþórssyni upplifunarsýninguna Skrímslin bjóða heim sem var sett upp í Gerðubergi Menningarhúsi. Bækur Áslaugar hafa verið þýddar á mörg tungumál, þar á meðal hafa bækurnar úr bókaflokkinum um litla skrímslið og stóra skrímslið ferðast víða.  Lesa meira …

The Moorland announces with great joy that  Áslaug Jónsdóttir is a guest at this year’s festival. She studied visual arts in Reykjavik and Copenhagen and graduated as illustrator and graphic designer in 1989. She works as illustrator, graphic designer, writer and visual artist. Her first children’s book was published in 1990 and since then she has written and illustrated numerous picture books and taken part in exhibitions in Iceland and abroad.
Áslaug has received numerous awards for her works.  She received the Reykjavík Children’s Literature Prize along with co-authors Kalle Güettler and Rakel Helmsdal for Stór skrímsli gráta ekki (“Big Monsters Don’t Cry”) and Skrímsli í Vanda (“Monsters in Trouble”) won The Icelandic Literary Prize 2017 in the category of children and young adult’s fiction.  Her works have three times been selected for the IBBY Honor List for illustrations, and she has received nominations for the Hans Christian Andersen Awards as well as to The ALMA-award (Astrid Lindgren Memorial Award), for her illustrations. Moreover, she has written children’s plays for The National Theatre in Reykjavík, where she also was responsible for the stage design. Her works have been published in many languages, including the popular series about the Little Monster and the Big Monster, written with co-authors Kalle Güettler and Rakel Helmsdal.  Read more …