Ragnheiður Eyjólfsdóttir – Gestur 2018 / Guest 2018

Það gleður okkur í Mýrinni að tilkynna að Ragnheiður Eyjólfsdóttir er gestur á hátíðinni í haust. Hún er fædd árið 1984 og ólst upp í gamla vesturbænum í Reykjavík, fyrir utan þrjú ár sem hún bjó í Danmörku á unglingsaldri. Með B.a. próf í arkitektúr frá Listaháskóla Íslands upp á vasann flutti Ragnheiður til Árósa og hóf þar framhaldsnám við Arkitektskolen Aarhus þaðan sem hún lauk námi árið 2012. Ragnheiður hóf að skrifa sína fyrstu skáldsögu meðan hún var í barneignarleyfi en sú vinna hefur undið upp á sig því Ragnheiður hefur nú snúið sér alfarið að ritstörfum.
Ragnheiður sendi handritið af Skuggasögu – Arftakanum inn í samkeppnina um Íslensku barnabókaverðlaunin 2015 og bar sigur úr býtum. Bókin hlaut þar að auki Bóksalaverðlaunin í flokki íslenskra ungmennabóka sama ár. Seinni bókin, Skuggasaga – Undirheimar, kom út árið eftir (2016) og hlaut hún Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar 2017 í flokki frumsaminna barnabóka. Gert er ráð fyrir að ný skáldsaga eftir Ragnheiði komi út haustið 2018.
Lesa meira …

We are very happy to announce that Ragnheiður Eyjólfsdóttir is our guest in October. She was born in 1984 and spent her childhood in Reykjavík, apart from the three years she lived in Denmark during her teenage years. With a degree in Architecture from the Iceland Academy of the Arts, Ragnheiður moved to Aarhus in 2009 to do her Master’s. She now lives in Munich, Germany, together with her husband, two sons and a ten kilo cat. Ragnheiður started writing her first novel while she was on parental leave, after which she turned completely to writing. She won the Icelandic Children’s Book Prize in 2015 after sending in her script of Skuggasaga – Arftakinn. The book was also awarded the Icelandic Youth Book of the Year. The second book in the series, Skuggasaga – Undirheimar, was published the following year (2016) and for that she received the 2017 Children’s Book Prize. A new novel by Ragnheiður is expected to come out in the Autumn 2018.   Read more …