Mýrin tilkynnir með mikilli gleði að Þórdís Gísladóttir er gestur á hátíðinni í haust. Hún er fædd 14. júlí árið 1965 og ólst upp í Hafnarfirði. Þórdís lauk BA-prófi í íslensku frá Háskóla Íslands, stundaði MA-nám í bókmenntum og lauk fil.lic-prófi í norrænum fræðum frá Uppsalaháskóla í Svíþjóð þar sem lokaverkefnið var rannsókn á tvítyngi. Auk ritstarfa hefur Þórdís starfað sem bókmenntagagnrýnandi, fyrirlesari, blaðamaður, starfað við dagskrárgerð, við vefritstjórn og ritstýrt tímaritinu Börnum og menningu.
Þórdís skrifar jöfnum höndum fyrir börn og fullorðna og hefur einnig samið námsefni og skrifað unglingabækur í samstarfi við Hildi Knútsdóttur, bækurnar um hinn óborganlega grallara Dodda. Þá hefur hún þýtt fjölda bóka og leikrit, flest úr sænsku. Fyrsta ljóðabók Þórdísar, Leyndarmál annarra, hlaut bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2010.
Lesa meira …
We are very happy to announce that Þórdís Gísladóttir is a guest at the Moorland festival in October. She is a writer and translator, born in 1965. Þórdís finished her Bachelors degree in Icelandic at the University of Iceland, a Master’s in Literature and graduated as Ph.Lic in Scandinavian Studies at Uppsala University in Sweden. Þórdís writes both for children and adults. She has also composed study material and published books for adolescents in cooperation with Hildur Knútsdóttir, about the incredibly funny 14 year old Doddi. She has translated several books and plays, most of them from Swedish to Icelandic.
Þórdís was awarded with Fjöruverðlaunin, the Women’s Literary Prize, and she was nominated three times for the Icelandic Literary Prize. For her translation of Allt er ást (“All is love”) by Kristian Lundberg, she was nominated for the Icelandic Translator’s Prize. The poetry book Óvissustig (“Levels of Uncertainty“) was nominated for the May Star in 2016, a poetry award given by The Icelandic Writers’ Union and The National and University Library of Iceland for the best poetry book of the year. Read more …