Sigrún & Þórarinn Eldjárn – Heiðursgestir 2018 / Guests of Honour 2018

                            

Mýrin kynnir með stolti heiðursgesti hátíðarinnar,
mynd- og rithöfundana Sigrúnu Eldjárn og Þórarin Eldjárn.

The Moorland is most honoured to welcome
the beloved authors Sigrún Eldjárn and ÞórarinN Eldjárn
as Guests of Honour at this year’s Festival.

Sigrún Eldjárn er fædd í Reykjavík 1954. Sigrún starfar sem myndlistarmaður og rithöfundur. Hún hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum víða um lönd.
Sigrún hóf fljótt að myndskreyta bækur en árið 1980 ákvað hún að reyna sig líka á ritvellinum. Það sama ár kom út hennar fyrsta bók, Allt í plati! 
Síðan þá hefur hún gefið út allt frá einni og upp í fleiri bækur á hverju ári og eru þær nú orðnar óteljandi. 
Þórarinn Eldjárn fæddist í Reykjavík 1949. Hann stundaði háskólanám í Lundi og í Reykjavík, las bókmenntasögu, heimspeki og íslensku. Fyrsta ljóðabók hans, Kvæði, kom út 1974 og síðan hefur hann starfað sem rithöfundur og þýðandi. Eftir hann liggja ótal ljóðabækur fyrir fullorðna og börn, smásagnasöfn og skáldsögur auk þess sem hann hefur átt aðild að mörgum sviðsverkum og fengist við þýðingar.

Lesa meira … 
Sigrún Eldjárn was born in Reykjavík in 1954. She graduated from the Icelandic Academy of Art and Crafts in 1977. Sigrún works as an artist and writer. She has had several solo exhibitions as well as taken part in numerous group exhibitions around the world.
Early in her career, Sigrún started illustrating books, but in 1980 she decided to attempt writing as well. That same year her first book, Allt í plati! was published. Since then she has written and illustrated countless books.

Þórarinn Eldjárn was born in Reykjavík in 1949. He studied Literary History, Philosophy and Icelandic at the universities in Lund and in Reykjavik. Þórarinn’s first book of poetry, Kvæði, was published in 1974 and since then he has worked as a writer and translator. He wrote numerous poetry books for adults and children as well as collections of short stories and novels.
Read more …