Verkefnastjóri fyrir barnabókmenntahátíðina Mýrin

Mýrin er alþjóðleg barnabókmenntahátíð sem haldin er annað hvert ár en hátíðin hefur verið starfrækt frá árinu 2001. Hátíðin er haldin í Norræna húsinu í Reykjavík og stendur yfir í nokkra daga í októbermánuði. Félagið sem stendur að hátíðinni heitir Mýrin og eftirtaldar stofnanir og samtök mynda það félag: IBBY á Íslandi, SÍUNG (Samtök barna- og unglingabókahöfunda), Rithöfundasamband Íslands, Háskóli Íslands, Borgarbókasafn Reykjavíkur og Norræna húsið. Hátíðin dregur nafn sinnt af Vatnsmýrinni og þemað sem valið er hverju sinni tengist henni. Áður hafa hátíðirnar verið haldnar undir yfirskriftunum: Köttur úti í mýri (2001), Galdur úti í mýri (2004), Krakkar úti í mýri (2006), Draugar úti í mýri (2008), Myndir úti í mýri (2010), Matur úti í mýri (2012), Páfugl úti í mýri (2014), Úti í mýri (2016), Úti í Mýri – Norðrið (2018) og Saman úti í Mýri (2021).

Ellefta hátíðin verður haldin í október 2023 og nú leitum við að verkefnastjóra sem í samstarfi við stjórn Mýrarinnar mun taka að sér skipulagningu og framkvæmd hátíðarinnar. Mýrarhátíðarnar byggja á fjölbreyttri dagskrá með þátttöku höfunda og fræðimanna, innlendra og erlendra.

Meðal atriða má nefna: 

·         Pallborðsumræður og samtöl við rithöfunda

·         Fyrirlestrar bókmenntafræðinga

·         Sýningar og vinnustofur

·         Menningardagskrá í samræmi við þemað hverju sinni 

Verkefnastjóri, sem ber ábyrgð á framkvæmd hátíðarinnar í samstarfi við starfsnema og ráðgefandi teymi hennar, þarf að sinna eftirfarandi verkefnum: 

·         skipuleggja og framkvæma þriggja daga dagskrá undir þema hátíðarinnar

·         hafa samband við þátttakendur í pallborðsumræðum, umræðustjóra og aðra þátttakendur

·         skipuleggja praktísk atriði varðandi þátttakendur á hátíðinni

·         skrifa og senda inn styrkumsóknir

·         sjá um fjárhagsáætlun

Umsóknarfrestur er 15. nóvember kl. 23:59.

Ráðningartíminn miðast við 15. janúar til 31. október 2023. Áhugasamir vinsamlegast sendi umsókn á póstfangið myrinfestival@gmail.com. Gert er ráð fyrir að starfið samsvari 20% hlutastarfi yfir ráðningatímann. Nánari upplýsingar veitir Erling Kjærbo í síma 859 6100.