Øyvind Torsæter! – Gestur 2014/Guest in 2014
Það gleður Mýrina að segja frá því að norski myndlistarmaðurinn og rithöfundurinn Øyvind Torsæter, sem hlotið hefur margvíslegar viðurkenningar og verðlaun fyrir verk sín og er árlega tilnefndur til fjölda barnabókaverðlauna í Noregi, verður einn af fjölmörgum góðum gestum hátíðarinnar í næstu viku. Það má með sanni segja að hann sé einn af fremstu myndhöfundum Noregs. Torsæter er tilnefndur til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2014 fyrir bókina Brune (2013) sem hann myndskreytir.
The Moorland in 2014 proudly presents the Norwegian artist and author Øyvind Torsæter as one of the festival guests in 2014. Torsæter has received numerous prizes and acknowledgements for his work and every year his is shortlisted for several prizes in Norway. He is without a doubt one of Norways most prominent illustrators and children’s authors. He is nominated for The Nordic Council Children and Young People’s Literature Prize in 2014 for his workBrune (2013)