Pernilla Stalfelt! Gestur 2016 / Guest in 2016

Pernilla Stalfelt

Mynd: Karin Alfredson


Það er Mýrinni sönn ánægja að tilkynna að sænski rithöfundurinn og myndhöfundurinn Pernilla Stalfelt (f. 1962) verður einn gesta hátíðarinnar í október. Pernilla hefur gefið út yfir tuttugu barnabækur, hverra þekktastar eru líklega Bajsboken, Dödenboken og Våldboken, en Pernilla hefur í verkum sínum verið óhrædd við að takast á við umfjöllunarefni sem talin eru erfið eða tabú. Pernilla er menntuð í listasögu, bókmenntafræði og myndlist og starfar sem safnkennari hjá Moderna museet í Stokkhólmi samhliða ritstörfum. Hún situr í Sænsku barnabókmenntaakademíunni.
The Moorland is happy to introduce Swedish author and illustrator Pernilla Stalfelt (b. 1962) as the festival’s guest in 2016. Pernilla has published over twenty children’s books, among the best known of which are Bajsboken, Dödenboken (The Death Book) and Våldboken. Pernilla is known for not shying away from covering difficult subjects that might be considered taboo. Pernilla has a background in art history, literary theory and art and works as an art educator at Moderna Museet in Stockholm. She is a member of The Swedish Academy for Children’s Books.