Skráning í vinnustofurnar á sunnudeginum stendur nú yfir og enn er laust í nokkrar vinnustofur.
- Þýski rit- og myndhöfundurinn Jutta Bauer kennir myndskreytingar og sögugerð. Vinnustofan er fyrir 6-10 ára og hefst klukkan 12:00.
- Danski matreiðslubókahöfundurinn Katrine Klinken kennir börnum átta ára og eldri að gera smurbrauð í tveimur vinnustofum kl 13:00 og 14:00.
- Rit- og myndhöfundurinn Eric Rohmann kennir krökkum segja sögu í myndum í vinnustofu sem hefst kl. 14:30, hentar börnum níu ára og eldri.
Athugið að takmarkaður fjöldi þátttakenda er í allar vinnustofurnar og því nauðsynlegt að skrá börnin á: myrinskraning@gmail.com