Watse Sybesma er fæddur í Hollandi árið 1989. Hann er nýdoktor í eðlisfræði hjá Raunvísindastofnun HÍ og hefur ástríðu fyrir að miðla vísindum til almennings. Það hefur hann gert í gegnum ótalmargar vísindagreinar og með því að taka þátt í leikriti sem fjallaði um vísindi og var sýnt víða í Hollandi. Watse og myndhöfundurinn Diego Cohen gáfu út barnabók um svarthol Femke en het zwarte gat dat haar sok opvrat (e. Emmy and the black hole that stole her sock). Watse vinnur nú að nýrri barnabók um skammtafræði og er einnig að skoða efni sem eru minna vísindatengd. Þegar Watse er ekki að vinna þá finnst honum gaman að hjóla, fara í gönguferðir og liggja í heitu pottunum.