Krakkar úti í mýri 2006
Yfirskrift hátíðarinnar var rím og þulur. Boðið var upp á fræðileg erindi, málstofur voru tvenns konar: annars vegar um þema hátíðarinnar, bundið mál, rím og þulur. Hins vegar um sáttmála Sameinuðu þjóðanna og UNESCO.
Meðal gesta hátíðarinnar voru Mårten Melin frá Svíþjóð, Þórarinn Eldjárn, Davíð Þór Jónsson, Aðalsteinn Ásberg, Áslaug Jónsdóttir, Olga Guðrún Árnadóttir, Böðvar Guðmundsson, Kirsi Kunnas frá Finnland, Thorstein Thomsen frá Danmörku, Hal Sirowitz frá Bandaríkjunum, Leelo Tungal frá Eistlandi og Gillian Johnson frá Kanada. Fyrirlesarar voru: Ulla Berglindh, Bente Ingvarsen, Sverre Henmo, Leena Kirstinä, Inka Hetemäki, Una Margrét Jónsdóttir og Guðrún Hannesdóttir.
Í anddyri Norræna hússins var haldin sýning á veggspjöldum. Sýnd var kvikmynd um Astrid Lindgren og réttindi barna: Til landsins í fjarska. Einnig voru sýndar myndskreytingar í barnabókum eftir Lindu Bodenstam. Leiksýningin „Ást – Ást“ eftir Carl-Gustaf Wentzel og Theater Tamine var sýnd lesið var upp úr Vísnabókinni fyrir leikskólabörn. Tove Appelgren flutti gestafyrirlesturinn „Að plata barn“. Listamenn og höfundar lásu upp úr verkum sínum og Bárður Óskarsson var heiðursgestur hátíðarinnar. Rithöfundar heimsóttu grunnskóla í Reykjavík, sátu rithöfundaspjall í Norræna húsin og árituðu bækur sínar. Haldið var málþing um rím, þulur og söng í barnabókum. Hátíðinni lauk með málþingi um réttindi barna.