Hanne Kvist! – Gestur 2014/Guest in 2014

Hanne Kvist - Ljósmynd: Gyldendal forlag

Hanne Kvist – Ljósmynd: Gyldendal forlag


Danski rithöfundurinn og myndlistarkonan Hanne Kvist hefur skrifað og myndskreytt á annan tug bóka síðan hún hóf feril sinn á tíunda áratugnum. Hún er einnig leikskáld og kennari og hafa nokkrar bækur hennar verið settar á svið og kvikmyndaðar. Hún er tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2014 fyrir bókina To af alting (2013).
The Danish author and artist Hanne Kvist has written and illustrated several children’s books since she started her writing career. She is also a teacher and a play writer and some of her books have been turned into theater and movies. She is nominated for The Nordic Council Children and Young People’s Literary Prize in 2014 for her book To af alting (2013).
DK Hanne Kvist To af alting kápumynd ljósmynd Forlaget Gyldendal

Kristjana Friðbjörnsdóttir! – Gestur 2014/Guest in 2014

Ólafía ArndísKristjana Friðbjörnsdóttir rithöfundur verður gestur Mýrarinnar í október! Kristjana hefur hlotið lof og viðurkenningar fyrir verk sín og er m.a. höfundur hinna vinsælu bóka um Fjóla Fífils og um Ólafíu Arndísi.
Kristjana Friðbjörnsdóttir, author, will be one of the festival guests in October! Friðbjörnsdóttir is a popular and well-received author of many children’s books, among them the Diaries of one Ólafía Arndís.

Gunnar Helgason! – Gestur 2014/Guest in 2014

RangstæðurGunnar Helgason rithöfundur og leikari kemur á Mýrarhátíð í október! Gunnar hefur skrifað fjölmargar barnabækur, þ. á m. hinar geysivinsælu bækur um  fótboltastrákinn Jón Jónsson sem hlotið hafa viðurkenningar, verðlaun og vinsældir.
Gunnar Helgason, author and actor, will be joining us at the festival in October. He has written several children´s books, among them immensely popular books about a young boy, Jon Jonsson, and his adventures as a soccer player. Helgason´s books have been nominated, awarded and very well-received. 

Lana Hansen! – Gestur 2014/Guest in 2014

SilaÞað gleður Mýrina að tilkynna að grænlenski rithöfundurinn Lana Hansen verður gestur hátíðarinnar í október. Loftlagsbreytingar og áhrif mengunar á náttúru og umhverfi eru Hansen ofarlega í huga. Hansen lá eitt sinn á strönd með dóttur sinni þegar hún tók eftir hrafni á flugi. Hún segir að augu þeirra hafi mæst og í kjölfarið fann hún sig knúna til að kynna sér og skrifa um loftlagsbreytingar. Sila – sagan af strák sem getur brugðið sér í líki hrafns kom út 2009.
The Moorland is happy to announce that the Greenlandic author Lana Hansen will attend the festival. Climate change is an important issue to Hansen and one day, lying on a beach with her daughter, Hansen spotted a raven, and, after she felt the bird looking her straight in the eye, she felt driven to think and write about climate change. So in 2009 she published the book Sila – a fable about climate change.

Þórdís Gísladóttir! – Gestur 2014/Guest in 2014

randalinÞórdís Gísladóttir rithöfundur, þýðandi og ljóðskáld verður einn af gestum Mýrarinnar 9.-12. október. Þórdís hefur á undanförnum árum sent frá sér ljóðabækur og barnbækur og hlotið lof og verðlaun fyrir verk sín. Þórdís er m.a. höfundur verðlaunabókanna um Randalín og Munda.
One of our many great guests in October 9th-12th is the Icelandic poet, translator and author Þórdís Gísladóttir. In the past years Þórdís has published award winning poetry and children‘s books. She is the author of the children’s books about Randalin and Mundi.

Håkon Øvreås! – Gestur 2014/Guest in 2014

BruneNorski rithöfundurinn og ljóðskáldið Håkon Øvreås tekur einnig þátt í Mýrarhátíðinni í haust. Øvreås hefur sent frá sér tvö ljóðasöfn og í fyrra sendi hann frá sér sína fyrstu barnabók, Brune, sem er tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2014.
Another great guest at The Moorland festival this fall is the Norweigan  author Håkon Øvreås. Øvreås has published two collections of poetry and made ​​his debut as a children’s author with the book Brune in 2013. The book is nominated for The Nordic Council Children and Young People’s Literature Prize in 2014.

Hilmar Örn Óskarsson! – Gestur 2014/Guest in 2014

KamillaVindmylla1-194x300
Rithöfundurinn Hilmar Örn Óskarsson verður einn af gestum Mýrarinnar í október. Hilmar Örn hefur á undanförnum árum sent frá sér ljóð, smásögur og skáldsögur og er m.a. höfundur hinna geysivinsælu bóka um Kamillu Vindmyllu.
One of our many distinguished guests this fall is the Icelandic author and poet Hilmar Örn Óskarsson who has written, among other works, a popular series about a ingenious and talkative girl called Camilla. 
 

Annika Sandelin! – Gestur 2014/Guest in 2014

Råttan Bettan och masken BaudelaireFinnski rithöfundurinn Annika Sandelin kemur til landsins til að taka þátt í dagskrá Mýrarinnar 9.-12. október. Sandelin hefur skrifað fjölda barnabóka og er tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2014 fyrir bók sína Råttan Bettan och masken Baudelaire.
The Moorland is happy to announce that the Finnish author Annika Sandelin will attend the festival. Annika Sandelin works as a librarian in Helsinki and has written several children’s books. In 2014 Annika Sandelin’s book Råttan Bettan och masken Baudelaire was nominated for The Nordic Council’s Children and Young People’s Literature Prize. 

Seita Vuorela! – Gestur 2014/Guest in 2014

KarikkoFinnski rithöfundurinn Seita Vuorela verður einn af gestum hátíðarinnar í haust. Vuorela hefur skrifað fjölda barnabóka og hlaut Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2013 fyrir bók sína Karikko. Í myndbandinu hér að neðan má sjá viðtal við Vuorela. Tungumál: finnska með sænskum texta.
Another great guest at The Moorland festival is the Finnish author Seita Vuorela. She has written several children’s novels and in 2013 the book Karikko (The Girl on the Grief) won the Nordic Council Children and Young People’s Literature Prize. In the video below you can watch an interview with Seita Vuorela. Language: Finnish with Swedish subtitles.

Sara Lundberg! – Gestur 2014/Guest in 2014

Skriv om och om igen Sænski rithöfundurinn og myndlistarkonan Sara Lundberg verður einn af góðum gestum Mýrarinnar í haust. Sara Lundberg er þekkt fyrir sögur sínar um Vitu í bókunum Vita streck og Vita streck och Öjvind og hlaut árið 2009 hin virtu August-verðlaun fyrir bókina Skriv om och om igen. Í myndbandinu hér að neðan fjallar Lundberg um bækur sínar. Tungumál: sænska.
 
The MoorlanVita streck och Öjvindd is happy to announce that the swedish author and illustrator Sara Lundberg will attend the festival. In 2009 she was one of the winners of the prestigious literary award Augustpriset for the book Skriv om och om igen. Other appreciated books that she has written and illustrated are Vita streck and Vita streck och Öjvind. In the video below Sara Lundberg talks about her books. Language: Swedish.