Laugardagur 15. september
Opnun – 14:00 – Arndís Þórarinsdóttir, formaður stjórnar Mýrarinnar, flytur opnunarávarp. Verðlaun verða afhent og vinningshafar lesa upp sögur sínar. Svavar Knútur leikur tónlist. Opnunin fer að hluta til fram á ensku.
Samtal við höfunda – 15:30 – Að éta eða vera étinn? Þórarinn Eldjárn flytur ávarp. Rit- og myndhöfundarnir Svein Nyhus, Sigrún Eldjárn, Jakob Martin Strid og Ragnheiður Gestsdóttir ræða um mat í barnabókum. Málstofustjóri er Egill Helgason. Málstofan fer fram á ensku.
Sunnudagur 16. september
Upplestur – 11:00 – Kristín Arngrímsdóttir les um grallarann Arngrím apaskott. Fyrir 3+
Upplestur – 11:30 – Þórarinn Eldjárn les ljóð fyrir börn á öllum aldri. Fyrir 5+
Vinnustofa – 12:00 – Þýski rit- og myndhöfundurinn Jutta Bauer kennir myndskreytingar og sögugerð. Ath! Takmarkaður fjöldi þátttakenda. Fyrir 6+.
Upplestur – 12:30 – Rithöfundurinn Candace Fleming les fyrir börn. Fyrir 5+
Vinnustofa – 13:00 – Danski matreiðslubókahöfundurinn Katrine Klinken kennir börnum að gera smurbrauð. Ath! Takmarkaður fjöldi þátttakenda. Fyrir 8+
Upplestur – 13:30 – Kanadíski rithöfundurinn Polly Horvath les fyrir börn. Fyrir sex+
Vinnustofa – 14:00 – Katrine Klinken kennir börnum að gera smurbrauð. Ath! Takmarkaður fjöldi þátttakenda. Fyrir 8+
Vinnustofa – 14:30 – Rit- og myndhöfundurinn Eric Rohmann kennir krökkum segja sögu í myndum. Ath! Takmarkaður fjöldi þátttakenda. Fyrir 9+
Upplestur – 15:00 – Rithöfundurinn Kristín Steinsdóttir les fyrir börn.
Leiðsögn – 15:00 – Jutta Bauer stýrir leiðsögn fyrir börn um sýninguna Í skóginum stóð kofi einn eftir myndum úr samnefndri bók. Fyrir fjögurra ára og eldri. Athugið að sýningin er í Borgarbókasafninu við Tryggvagötu.
Athugið að nauðsynlegt er að skrá sig í vinnustofur í netfanginu: myrinskraning@gmail.com, en einnig má skrá sig samdægurs í afgreiðslunni í Norræna húsinu séu ennþá laus pláss.
Allir atburðir Mýrarinnar eru gjaldfrjálsir, þar á meðal vinnustofurnar.
Mánudagur 17. september
Málstofa – 13:00 – Megrun, mannát og afneitun í íslenskum barna- og unglingabókum. Ármann Jakobsson: Höfuðlausir englar og fátækir riddarar. Dagný Kristjánsdóttir: Að éta mann og annan. Anna Heiða Pálsdóttir: Kynvitund, kossar og ólífur: Hinn forboðni ávöxtur í íslenskum unglingabókum. Fyrirspurnir og umræður að fyrirlestrum loknum. Málstofustjóri er Helga Birgisdóttir.
Málstofa – 15:00 – Matur í myndum, drengur í súpu og siðferðislegar vangaveltur. Fridunn Karsrud: Butterbuck soup and other delicious meals. Unni Solberg og Kirsti-Nina Frønæs: Om mat og moral i Thorbjørn Egners Hakkebakkeskogen. Kristin Hallberg: Äta bör man annars dör man. Fyrirspurnir og umræður að fyrirlestrum loknum. Málstofustjóri er Gro Tove Sandsmark. Málstofan fer fram á sænsku og norsku.
Myndlistarsýningar
Matarlist í íslenskum barnabókum – 9.-19. september – Sýning á myndum úr barnabókum í anddyri Norræna hússins – þemasýning á myndlýsingum í íslenskum barnabókum. Myndirnar eru valdar í því augnamiði að sýna fjölbreytta flóru myndhöfunda og margvísleg efnistök en eiga það sameiginlegt að lýsa mat, matseld, borðhaldi og áti í íslenskum barnabókum. Sýningin opnar kl. 14:00 sunnudaginn 9. september.
Í skóginum stóð kofi einn – 15. september – 4. október – Sýning á myndum eftir þýska rithöfundinn Jutta Bauer. Myndirnar eru úr samnefndri bók eftir Bauer sem kom út á íslensku fyrr á árinu. Jutta Bauer verður með leiðsögn um sýninguna fyrir börn kl. 15:00 sunnudaginn 16. september. Athugið að sýningin er á Reykjavíkurtorgi í Borgarbókasafninu við Tryggvagötu.
Deildu þessu / Share this: