Þórarinn Eldjárn kemur í Norræna húsið 16. september og les matarljóð fyrir börn á öllum aldri.
Þórarinn er eitt ástsælasta skáld Íslendinga. Hann hefur sent frá sér ljóðabækur, smásögur, skáldsögur, leikrit, þýðingar og söngtexta og síðast en ekki síst afar vinsæl barnaljóð, enda fjölhæfur með endemum. Í ljóðum sínum fyrir börn varpar Þórarinn ljósi á menn og málefni með beittri gamansemi og orðaleikjum og vekur börn jafnt sem fullorðna til umhugsunar. Þórarinn hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir barnaljóð sín og á meðal verka hans eru: Árstíðirnar, Grannmeti og átvextir, Gælur, fælur og þvælur, Halastjarna og Heimskringla.
Category: Mýrin
Að éta eða vera étinn – samtal við rithöfunda
Má maður éta vini sína? Sigrún Eldjárn spyr sig að því og skoðar mat í eigin bókum. Sigrún sýnir dæmi og fjallar um mat og vini, vini sem breytast í mat og mat sem getur breyst í vini.
Búast má við líflegum umræðum um vinaát og matarvináttu í samtali við rithöfundinn Sigrúnu Eldjárn í Norræna húsinu kl. 15:30 laugardaginn 15. september.
Litadrottningin Jutta Bauer
Litir eru helsti tjáningarmáti Juttu Bauer, sem hóf ferilinn sem skopmyndateiknari en er í dag einn þekktasti myndabókahöfundur Evrópu.
Árið 1998, þegar ferill hennar sem myndskreytari og skopmyndateiknari hafði spannað hátt á annan tug, sendi Jutta Bauer frá sér bókina Die Königin der Farben, eða Litadrottninguna, en sá titill á ekki síður við um Bauer sjálfa. Aðalpersónan í þessari glæsilegu myndabók, drottningin Malwilda, ríkir yfir grunnlitunum þremur, en þarf þó stundum að kljást við þessa þegna sína líka. Hún sættist þó að lokum við þá og fær þá aftur á sitt band, og endar söguna á því að stefna þeim saman í stórkostlegt sjónarspil. Saga hennar er þannig nokkurs konar endursögn á draumi sérhvers teiknara, eða í öllu falli draumi Bauers, sem öðrum þýskum myndskreyturum fremur hefur gert litina að sínum helsta tjáningarmáta.
Lesa meira hér …
Til hvers er maturinn?
Primrose og vöfflurnar
Kanadíski höfundurinn Polly Horvath verður á meðal gesta á Matur úti í mýri. Hún hefur sent frá sér fjölmargar bækur á undanförnum árum og hefur hlotið enn fleiri viðurkenningar fyrir dásamlegar barnabækur sínar.
Svona hefst sagan um Primrose sem borðar vöfflur með öllu og hverju sem er:
My name is Primrose Squarp. I am eleven years old. I have hair the color of carrots in apricot glaze (recipe to follow), skin fair and clear where it isn’t freckled, and eyes like summer storms.
Gestir hátíðarinnar/Festival Guests
Gestir á Matur uti í mýri í næsta september verða:
Candace Fleming og Eric Rohman frá Bandaríkjunum, Fridunn Tørå Karsrud, Kirsti-Nina Frønæs, Unni Mette Solberg og Svein Nyhus frá Noregi, Jakob Martin Strid og Katrine Klinken frá Danmörku, Kristin Hallberg frá Svíþjóð, Jutta Bauer frá Þýskalandi, Miki Jacobsen frá Grænlandi, Polly Horvath frá Kanada og íslensku gestirnir Anna Heiða Pálsdóttir, Ármann Jakobsson, Dagný Kristjánsdóttir, Ragnheiður Gestsdóttir, Sigrún Eldjárn og Þórarinn Eldjárn.
Lesa má meira um dagskrá hátíðarinnar hér.
These are the authors and scholars attending Food in the Moorland in September:
Candace Fleming and Eric Rohman from USA, Fridunn Tørå Karsrud, Kirsti-Nina Frønæs, Unni Mette Solberg and Svein Nyhus from Norway, Jakob Martin Strid and Katrine Klinkenfrom Denmark, Kristin Hallberg from Sweden, Jutta Bauer from Germany, Miki Jacobsen from Greenland, Polly Horvath and the Icelandic guests are Anna Heiða Pálsdóttir, Ármann Jakobsson, Dagný Kristjánsdóttir, Ragnheiður Gestsdóttir, Sigrún Eldjárn and Þórarinn Eldjárn.
You can read more about the festival program here.
Mýrin – Barnabókmenntahátíð – Festival of Children's Literature
Næsta hátíð er 15.-19. september! Upcoming festival next fall!
Barnabókmenntahátíðin Mýrin verður næst haldin dagana 15.-19. september 2012 og heitir að þessu sinni Matur út í mýri. Þema hátíðarinnar er matur og matarmenning í barnabókmenntum. Nú þegar hafa fimm erlendir höfundar boðað komu sína á hátíðina og fjölmargir eiga enn eftir að bætast við.
Bráðlega birtast hér upplýsingar um þá höfunda og fræðimenn sem fram koma á hátíðinni.