Gerður Kristný! Gestur 2016 / Guest 2016

Gerður Kristný - mynd Elsa Björg Magnúsdóttir.jpg

Mynd: Elsa Björg Magnúsdóttir


Það gleður Mýrina að tilkynna að Gerður Kristný er einn af íslensku höfundunum sem taka þátt í Mýrinni í október. Gerður Kristný (f. 1970) er fjölbrögðóttur rithöfundur og hefur gefið út á þriðja tug bóka. Þar á meðal eru ljóð, skáldsögur, ævisaga, smásögur, ferðabók og barnabækur. Gerður hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2010 fyrir ljóðabálkinn Blóðhófni sem einnig var tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Gerður hefur m.a. hlotið Ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar og Ljóðstaf Jóns úr Vör, Blaðamannaverðlaun Íslands fyrir Myndina af pabba – Sögu Thelmu, Vestnorrænu barna- og unglingabókaverðlaunin fyrir Garðinn og Bókaverðlaun barnanna fyrir Mörtu smörtu. Gerður er höfundur Ballsins á Bessastöðum sem sló í gegn haustið 2007 og varð að vinsælum söngleik í Þjóðleikhúsinu. Nýjasta barnabók Gerðar er barnabókin Dúkka sem kom út í fyrra.
The Moorland is happy to announce that Gerður Kristný is one of the Icelandic authors participating in the festival this fall. Gerður Kristný (b. 1970) is an author of many talents and has published over twenty books, including poetry, novels, a biography, short stories, a travel book and children’s books. Gerður was awarded the Icelandic Literary Prize in 2010, and nominated for the Nordic Council Literary Prize, for her poetry book Blóðhófnir. She´s been awarded various Icelandic poetry prizes for her poetry, the Icelandic Journalism Awards for her biography of Thelma Ásdísardóttir, the West Nordic Council’s Children and Young People’s Literature Prize and the Children’s Book Prize for Marta smarta. Gerður is also the author of The Ball at Bessastaðir, which was a success in 2007 and was staged as a musical in the National Theatre. Gerður’s newest children’s book is Dúkka, published in 2015.  

Kenneth Bøgh Andersen! Gestur 2016 / Guest 2016

Kenneth minniMýrin tilkynnir með gleði að danski höfundurinn Kenneth Bøgh Andersen er gestur hátíðarinnar í haust. Kenneth er höfundur ríflega þrjátíu bóka fyrir börn og unglinga og skrifar allt frá fantasíum til vísindaskáldskapar og hryllingsbókmennta. Bækur Kenneths hafa verið þýddar á tólf tungumál. Á íslensku hafa komið út bækurnar Lærlingur djöfulsins og Teningur Mortimers, úr Djöflastríðs-bókaflokknum, en Kenneth er einnig höfundur bókanna um ofurhetjuna Antboy, sem nú hafa verið gerðar þrjár kvikmyndir um.
The Moorland is happy to announce that Danish author Kenneth Bøgh Andersen will be among the festival’s visiting authors this fall. Kenneth has written over thirty books for children and young adults, ranging from fantasy to science fiction and horror. His books have been translated into twelve languages and turned into films. Among his more well-known are the Devil War series, about a young boy’s struggle when he is mistaken for the heir to the devil’s throne. Kenneth is also the author of compelling superhero Antboy, which has now inspired three movies

Martin Widmark! Gestur 2016 / Guest 2016

Martin Widmark minniÞað gleður Mýrina að tilkynna að Martin Widmark verður gestur hátíðarinnar í haust. Martin er einn vinsælasti barnabókahöfundur Svía, en hann er höfundur hinna vinsælu ráðgátubóka um Spæjarastofu Lalla og Maju sem út hafa komið á íslensku. Bækur Martins hafa trónað á toppi útlánalista sænskra bókasafna árum saman, en hann hefur hlotið bókaverðlaun barna þar í landi ellefu ár í röð. Bækur Martins hafa verið þýddar á yfir 30 tungumál. Áður en hann helgaði sig ristörfum starfaði Martin sem grunnskólakennari og sænskukennari fyrir innflytjendur. Hann hefur einnig samið nokkrar kennslubækur og ýtti verkefninu En läsande klass / Lesandi bekkur, úr vör til að efla læsi barna á aldrinum 7-12 ára.
The Moorland is proud to present that Swedish author Martin Widmark will be our guest this fall. Martin is one of the most popular Swedish children’s authors and his books have been the most popular in Swedish libraries for the last eight years. His books, among which are the popular “Whodunit”  books from The Lasse and Maja Detective Agency series, have been selected for the children’s own book award for eleven years running. Martin’s books have received critical acclaim and been translated into over 30 languages. Before becoming a full-time author, Martin worked as a middle school instructor and a Swedish teacher for immigrants. He has also written several text books. In 2012, Martin initiated the project “En läsande klass/A Reading Class”, to encourage children aged 7-12 to read and provide tools for teachers.
 
 

Anthony Browne! Gestur 2016 / Guest 2016

P1010259Mýrin kunngjörir með gleði að enski höfundurinn Anthony Browne verður gestur hátíðarinnar í október. Anthony er afkastamikill rit- og myndhöfundur og hefur sent frá sér um 40 barnabækur. Á íslensku hafa komið út bækurnar Górillan, ein þekktasta bók hans, og Pabbi minn, auk þess sem Anthony myndskreytti nýja útgáfu Ævintýra Lísu í Undralandi. Anthony er menntaður grafískur hönnuður, starfaði um hríð sem læknisfræðilegur teiknari og hönnuður tækifæriskorta, en gaf út sína fyrstu barnabók árið 1976.

Anthony hefur hlotið Kate Greenaway verðlaunin tvisvar sinnum, og Kurt Maschler “Emil” verðlaunin þrisvar sinnum. Árið 2000 hlaut hann Hans Christian Andersen verðlaunin,  sem eru æðsta viðurkenning sem höfundum barnabóka geta hlotnast. Bækur hans hafa verið þýddar á 26 tungumál og myndir hans sýndar í fjölda landa. Árin 2009-2011 var hann Children’s Laureate í Bretlandi.

The Moorland proudly presents author Anthony Browne as one of our participating authors this fall. Anthony has written and illustrated over 40 children’s books after debuting in 1976 with Through the Magic Mirror. His most well known children’s book is probably Gorilla, written around the period when Anthony was badly bitten by a gorilla whilst being filmed for television at his local zoo. Anthony studied graphic design and worked as a medical artist and greeting card designer before turning to children’s books. 
Anthony has received the Kate Greenaway medal twice, and the Kurt Maschler ‘Emil’ three times in his career. In 2000, he was awarded the Hans Christian Andersen Medal, the highest honor a children’s writer or illustrator can win. His books have been translated into 26 languages and his illustrations have been exhibited all over the world. From 2009 to 2011 Anthony was the Children’s Laureate in Britain.  
 
 

Lawrence Schimel! Gestur 2016 / Guest 2016

Lawrence Schimel May 2011Það gleður Mýrina að kynna gest hátíðarinnar í haust, bandaríska rithöfundinn Lawrence Schimel. Lawrence hefur skrifað barnabækur, skáldsögur, ljóð og myndasögur fyrir bæði börn og fullorðna og er jafnvígur á spænsku og ensku. Lawrence er upprunalega frá New York, en hefur búið í Madrid frá árinu 2007 þar sem hann starfar sem þýðandi. Bók hans, Sylvía og drekinn, kom út á íslensku árið 2007. Bækur Lawrence ¿Lees un libro conmigo? og Igual que ellos/Just like them voru valdar í hóp 50 bestu bókanna fyrir börn með fatlanir af Ibby árin 2007 og 2013 og bókin No hay nada como el original hlaut White Raven útnefningu árið 2005. Lawrence hefur jafnframt hlotið Lambda bókmenntaverðlaunin í tvígang, Spectrum verðlaunin, verðlaun sjálfstæðra bókaútgefenda, Independent Publisher Book Award. Bækur hans hafa verið þýddar á fjölda tungumála. Hann er jafnframt stofnandi spænsku SCBWI samtakanna, samtaka höfunda og myndhöfunda barnabóka.
The Moorland is happy to present Lawrence Schimel as one of its participating authors this fall. Lawrence has written fiction, poetry, non-fiction and comics for both children and adults in both Spanish and English. He was born in New York but has lived and worked as a literary translator in Madrid, Spain since 2007. His picture book No Hay Nada Como El Original was selected by the International Youth Library in Munich for the White Ravens in 2005 and his picture books ¿Lees Un Libro Conmigo? and Igual Que Ellos/Just Like Them were selected by IBBY for Outstanding Books for Young People with Disabilities in 2007 and 2013 respectively. He has also won the Lambda Literary Award, the Independent Publisher Book Award, the Spectrum Award, and other honors. His books have been widely translated. Lawrence started the Spain chapter of SCBWI, Society of Children’s Book Writers and Illustrators. 
 

Kätlin Kaldmaa! Gestur 2016/ Guest 2016

Katlin Kaldmaa_by Dimitri KotjuhÞað er Mýrinni sannarlega gleðilegt að tilkynna að eistneski rithöfundurinn Kätlin Kaldmaa (f. 1970) verður gestur hátíðarinnar í haust. Kätlin starfar einnig sem ljóðskáld, þýðandi og bókmenntagagnrýnandi og er jafnframt formaður PEN, alþjóðasamtaka rithöfunda í Eistlandi. Kätlin hefur gefið út fjögur ljóðasöfn, sjálfsævisögu, smáagnasafn og skáldsögu, auk þriggja barnabóka. Ein þeirra, barnabókin Einhver ekkineinsdóttir kemur út í íslenskri þýðingu á árinu. Ljóð hennar hafa m.a. verið þýdd á arabísku, ensku og finnsku. Kätlin hefur birt fjölda greina um bókmenntir og þýðingar. Hún hefur þýtt á eistnesku yfir fimmtíu verk eftir marga þekktustu rithöfunda heims, þar á meðal Jeanette Winterson, Ali Smith, Meg Rosoff og Gabriel García Márquez. Hún hlaut Friedebert Tuglas smásagnaverðlaunin árið 2012.  Kätlin er sérstök áhugamanneskja um Ísland og hefur sótt landið heim reglulega frá árinu 2009. Siglufjörður er hennar annað heimili og sömuleiðis sögusvið skáldsögunnar No Butterflies in Iceland. 
 
The Moorland is happy to announce that Estonian author Kätlin Kaldmaa (b. 1970) is one of the festival’s guests this coming October. Kätlin is a poet, author, translator and literary critic, as well as the President of Estonian PEN. Kätlin has published four collections of poetry, three children’s books, an autobiographical work of non-fiction, a short story collection and a novel. Collections of her poems have been published in English, Arabic and Finnish. Her children’s book The Story of Somebody Nobodysdaughter’s Father will be published in Icelandic in 2016. Kätlin written extensively on literature, mostly literature in translation, and has translated over 50 works of the world’s best literature into Estonian, including works by Jeanette Winterson, Ali Smith, Meg Rosoff and Gabriel Garvía Márquez. She received the annual Friedebert Tuglas short story award in 2012. Kätlin has visited Iceland almost every year since 2009 and considers Siglufjördur her second home. It is also where her novel No Butterflies in Iceland takes place. 
 

Hanne Bartholin! Gestur 2016 / Guest 2016

Hanne Bartholin crop

Mynd: Anne-Li Engström


Mýrin tilkynnir með ánægju að danski myndhöfundurinn Hanne Bartholin (f. 1962) er einn af gestum hátíðarinnar árið 2016. Hanne er menntuð grafískur hönnuður og myndskreytir og birtust teikningar hennar í dagblöðum og tímaritum áður en hún beindi sjónum sínum að barnabókum. Hún hefur samið og myndskreytt yfir 45 bækur, sem hafa verið þýddar á fjölda mála. Á meðal þekktustu verka hennar eru líklega Finn Herman, eftir Mats Letén, Axel elsker biler, eftir Marianne Iben Hansen og bókaflokkurinn um Carl, eftir Idu Jessen. Hanne hefur hlotið verðlaun fyrir starf sitt, þar á meðal verðlaun Danska menntamálaráðuneytisins árið 2001. Hún hefur tekið þátt í sýningum um allan heim og hefur starfað sem gestakennari og prófdómari hjá Konunglega danska listaháskólanum.
 
The Moorland is happy to announce that Danish illustrator and author Hanne Bartholin (b. 1962) is one of the festival’s guests in October. Hanne has a background in graphic design and illustration and published her work in newspapers and magazines before concentrating her talents on children’s books. She has illustrated and written over 45 books which have been widely translated. Among her most well known works are the books Finn Herman, by Mats Letén, Axel loves cars, by Marianne Iben Hansen and the Carl-series by Ida Jessen. Hanne has been awarded prizes for her work, including the Danish Minister of Culture award in 2001. She has exhibited her work all over the world and worked as a guest lecturer and examiner at the Royal Danish Academy of Fine Arts, School of Design. 
 

Pernilla Stalfelt! Gestur 2016 / Guest in 2016

Pernilla Stalfelt

Mynd: Karin Alfredson


Það er Mýrinni sönn ánægja að tilkynna að sænski rithöfundurinn og myndhöfundurinn Pernilla Stalfelt (f. 1962) verður einn gesta hátíðarinnar í október. Pernilla hefur gefið út yfir tuttugu barnabækur, hverra þekktastar eru líklega Bajsboken, Dödenboken og Våldboken, en Pernilla hefur í verkum sínum verið óhrædd við að takast á við umfjöllunarefni sem talin eru erfið eða tabú. Pernilla er menntuð í listasögu, bókmenntafræði og myndlist og starfar sem safnkennari hjá Moderna museet í Stokkhólmi samhliða ritstörfum. Hún situr í Sænsku barnabókmenntaakademíunni.
The Moorland is happy to introduce Swedish author and illustrator Pernilla Stalfelt (b. 1962) as the festival’s guest in 2016. Pernilla has published over twenty children’s books, among the best known of which are Bajsboken, Dödenboken (The Death Book) and Våldboken. Pernilla is known for not shying away from covering difficult subjects that might be considered taboo. Pernilla has a background in art history, literary theory and art and works as an art educator at Moderna Museet in Stockholm. She is a member of The Swedish Academy for Children’s Books. 

Salla Simukka! Gestur 2016 / Guest in 2016

Salla Simukka 3, 2015, Anni Reenpää (2)

Mynd: Anni Reenpää


Mýrin kunngjörir með gleði að finnski rithöfundurinn Salla Simukka (f. 1981) verður gestur hátíðarinnar í október 2016. Salla er höfundur Mjallhvítarþríleiksins sem hefur notið velgengni á heimsvísu.
Salla hefur starfað sem þýðandi, bókmenntagagnrýnandi, handritshöfundur og ritstjóri bókmenntarits fyrir ungt fólk, LUKUfiilis. Salla hefur gefið út nokkrar skáldsögur, smásagnasafn fyrir unga lesendur og þýtt fagurbókmenntir, barnabækur og leikrit. Í janúar 2013 hlaut Salla Topelius verðlaunin fyrir bestu finnsku barna- og unglingabókina,fyrir framtíðartryllana Jäljellä og Toisaalla, og seinna sama ár hlaut hún Finland Prize verðlaunin fyrir alþjóðlega velgengni Mjallhvítarþríleiksins. Á íslensku hafa komið út bækurnar  Rauð sem blóð (2014) og Hvít sem mjöll (2015).
The Moorland is happy to announce Finnish author Salla Simukka (b. 1981) as one of the festival’s international guests in 2016. Salla is the author of the internationally successful Snow White Trilogy. She has worked as a translator, scriptwriter, literary critic and was the editor of a literary magazine for young people, LUKUfiilis. Salla Simukka has written several novels and one collection of short prose for young readers, and has translated adult fiction, children’s books, and plays. In January 2013 Salla Simukka was awarded with the Topelius Prize for her futuristic thrillers  Without a Trace  and Elsewhere . Later that year, Salla accepted the Finland Prize in recognition of a promising breakthrough.

Hanne Kvist! – Gestur 2014/Guest in 2014

Hanne Kvist - Ljósmynd: Gyldendal forlag

Hanne Kvist – Ljósmynd: Gyldendal forlag


Danski rithöfundurinn og myndlistarkonan Hanne Kvist hefur skrifað og myndskreytt á annan tug bóka síðan hún hóf feril sinn á tíunda áratugnum. Hún er einnig leikskáld og kennari og hafa nokkrar bækur hennar verið settar á svið og kvikmyndaðar. Hún er tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2014 fyrir bókina To af alting (2013).
The Danish author and artist Hanne Kvist has written and illustrated several children’s books since she started her writing career. She is also a teacher and a play writer and some of her books have been turned into theater and movies. She is nominated for The Nordic Council Children and Young People’s Literary Prize in 2014 for her book To af alting (2013).
DK Hanne Kvist To af alting kápumynd ljósmynd Forlaget Gyldendal