Guðrún Helgadóttir! Heiðursgestur / Honorary Guest 2016

 

gudrun-helgadottir

Mýrin kunngerir: Guðrún Helgadóttir (f. 1935) er heiðursgestur Úti í mýri árið 2016, en í fyrsta sinn hefur hátíðin sérstakan heiðursgest og dagskrá tileinkaða honum. Bækur Guðrúnar hafa fylgt íslenskum börnum allt frá árinu 1975, þegar þeir bræður Jón Oddur og Jón Bjarni komu til skjalanna, en Guðrún hefur síðan skrifað á þriðja tug barnabóka, hlotið margvísleg verðlaun og sögur hennar verið þýddar á fjölda tungumála. Hún hlaut Norrænu barnabókaverðlaunin árið 1992 fyrir Undan illgresinu, var tilnefnd til H.C. Andersen verðlaunanna 1988 og meðal íslenskra verðlauna má nefna Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar fyrir framlag til íslenskrar tungu árið 2005. Guðrún hefur einnig ritað leikrit bæði fyrir börn og fullorðna, skáldsögu fyrir fullorðna og sat í tvo áratugi í borgarstjórn og á Alþingi og var fyrst íslenskra kvenna til að gegna embætti forseta Alþingis. Lokadagur hátíðarinnar, sunnudagurinn 9. október,  er tileinkaður Guðrúnu og leiðir Silja Aðalsteinsdóttir spjall við heiðursgestinn frá kl. 13.30 þann dag.

The Moorland is most honoured to have the beloved author Guðrún Helgadóttir (b. 1935) as a special guest this festival. In fact, the last festival day is dedicated to Guðrún and her books, precious companions of all Icelandic children since 1975 when her first book about the vivacious twins Jón Oddur and Jón Bjarni came out. Since then, Guðrún has written over twenty children‘s books, received multiple prizes and her stories have been translated into many languages. She was granted the Nordic Children‘s Book Prize in 1992, nominated for the H.C. Andersen Prize in 1988 and received the Jónas Hallgrímsson Prize for her contribution to the Icelandic language in 2005. Guðrún also has written plays for both children and adults and a novel for adults. Along with writing, she had a very successful career as a politician, a member of Reykjavík City Council and a MP for two decades, being the first female president of Alþingi (the Icelandic parliament) between 1988 and 1991. The last day of the festival, Sunday October 9th, is dedicated to Guðrún and her books and from 1.30 pm literary scholar Silja Aðalsteinsdóttir will lead a talk with her.

Susana Tosca! Gestur 2016 / Guest 2016

profilepicMINIÞað gleður Mýrina að tilkynna að Susana Tosca verður gestur á hátíðinni í haust. Susana er dósent í stafrænni fagurfræði við ITU, Upplýsingatækniháskólann í Kaupmannahöfn. Hún hlaut árið 2001 sérsaka viðurkenningu fyrir doktorsverkefni sitt um stafrænar bókmenntir. Susana hefur um árabil unnið með rafbókmenntir, frásagnarmöguleika í tölvuleikjum og frásagnir þvert á miðla og lesendaupplifun tengda slíku, en áhugasvið hennar nær einnig yfir aðdáendavirkni og stiklutexta og ólínulegar frásagnir Web 2 tímaskeiðsins. Nýjasta bók hennar er þriðja útgáfa af Understanding Videogames (Routledge, 2016).

It pleases the Moorland to announce that Susana Tosca will be a guest at the festival this fall. Susana is Associate Professor of Digital Aesthetics at the IT University of Copenhagen. Her Ph. D. dissertation on digital literature was awarded the summa cum laude distinction in 2001. She has worked for many years on electronic literature, the storytelling potential of computer games, transmediality and complex reception processes, with a side interest in fan activity and the distributed aesthetic formats of the Web 2 era. Her last book is the third edition of Understanding Videogames (Routledge, 2016).

Camilla Hübbe! Gestur 2016/Guest 2016

IMG_2682.JPGMýrin tilkynnir með gleði að Camilla Hübbe (f. 1963) verður gestur hátíðarinnar í haust. Camilla er dönsk, ólst upp í Kaupmannahöfn og starfaði fyrst sem dramatúrg í ýmsum leikhúsum og síðan við skrif sjónvarpshandrita áður en hún hóf að skrifa barnabækur. Fyrsta bók hennar kom út árið 2007 og heitir Circus Saragossa, en hana gerði hún í samstarfi við myndskreytinn Mariu Bramsen. Síðan þá hefur Camilla skrifað sjö barnabækur ásamt leikverkum, þeirra á meðal skáldsöguna margverðlaunuðu TAVS sem einnig var gefin út sem app og hlaut meðal annars Höfundarverðlaun dönsku barnabókasafnanna. Camilla kemur hingað til lands til að kynna nýja appsögu, NORD, sem fjallar um norræna goðafræði og hnattræna hlýnun og áætlað er að komi út á íslensku, færeysku, sænsku, norsku og dönsku.

It gives the Moorland great pleasure to declare that Camilla Hübbe (b. 1963) will be a participant in the festival this autumn. Camilla grew up in Copenhagen, Denmark and had a career first as a dramaturge in various theatres and then as a manuscript writer for TV before turning to writing children’s novels. Her first novel, Circus Saragossa, in collaboration with illustrator Maria Bramsen, was published in 2007. Since then Camilla has written seven children’s books along with theatre pieces, among them the multi prized TAVS also published as an app novel. During the festival, Camilla will present a new app novel, NORD, dealing with the climate crisis and Norse mythology. NORD will be published simultaneously in Icelandic, Faroese, Swedish, Norwegian and Danish.

Nina Goga! Gestur 2016 / Guest 2016

Nina_Goga1.jpgMýrinni tilkynnir með ánægju að Nina Goga (f. 1969) verður gestur á hátíðinni í haust. Nina er prófessor við Háskólann í Bergen og leiðir eina meistaranámið í barnabókmenntum í Noregi. Nýjustu bækur hennar eru Kart i barnelitteraturen (2015, Kort í barnabókmenntum) og Gå til mauren. Om maur og danning i barnelitteraturen (2013, Farðu til maursins. Um maura og menntun í barnabókmenntum.) Hún hefur ritað fjölda greina, meðal annars á ensku. Nina var ritstjóri tímaritsins Barnelitterært forskningstidsskrift og hefur verið ritdómari bæði hjá dagblaðinu Bergens Tidende og vefnum barnebokkritik.no. Nú um stundir leiðir Nina rannsóknarverkefni um náttúruna í barnabókmenntum við Háskólann í Bergen.

It pleasures the Moorland to announce that Nina Goga will be a guest at the festival this autumn. She is professor at Bergen University College, Norway and head of the only Norwegian MA study in children’s literature. Her most recent books are Kart i barnelitteraturen (2015, Maps in Children’s Literature) and Gå til mauren. Om maur og danning i barnelitteraturen (2013, Go to the Ant. On Ants and Bildung in Children’s Literature). She has written numerous articles, including in English. She was the editor of Barnelitterært forskningstidsskrift and has been a literature critic at both the newspaper Bergens Tidende and the web barnebokkritik.no (children’s books critics). Currently she is the leader of the ongoing research project on Nature in children’s literature at Bergen University College.

Björn Sundmark! Gestur 2016 / Guest 2016

utanskägg.pngMýrinni er sönn ánægja að ljóstra því upp að Björn Sundmark verður einn af gestum hátíðarinnar í haust. Björn Sundmark er enskuprófessor við Háskólann í Malmö þar sem hann stundar kennslu og rannsóknir á barnabókmenntum. Fræðigreinar eftir hann má meðal annars finna í tímaritunum Children’s Literature in Education, Bookbird, Barnboken, Jeunesse, The Lion and the Unicorn, International Research in Children’s Literature og BLFT. Hann á einnig greinar í nokkrum ritsöfnum, meðal annars Beyond Pippi Longstocking, Retranslating Children’s Literature og Empowering Transformations. Þá er Björn höfundur fræðiritsins Alice in the Oral-Literary Continuum og ritstjóri (ásamt Kit Kelen) The Nation in Children’s Literature og Where Children Rule: Child Autonomy and Child Governance in Children’s Literature. Nú um stundir er hann ritstjóri Bookbird sem er alþjóðlegt tímarit IBBY um barnabókmenntir, og situr í Sænska listaráðinu og í dómnefnd August-verðlaunanna, sem eru árleg bókmenntaverðlaun sænskra útgefenda.

It pleases the Moorland to disclose that Björn Sundmark is one of the autumn’s festival guest. Björn is Professor of English at Malmö University, Sweden, where he teaches and researches children’s literature. His scholarly work has appeared in several journals, including Children’s Literature in Education, Bookbird, Barnboken, Jeunesse, The Lion and the Unicorn, International Research in Children’s Literature and BLFT, as well as in several edited collections, including Beyond Pippi Longstocking, Retranslating Children’s Literature, and Empowering Transformations. Sundmark is, moreover, the author of the monograph Alice in the Oral-Literary Continuum and the editor (with Kit Kelen) of The Nation in Children’s Literature and Where Children Rule: Child Autonomy and Child Governance in Children’s Literature. He is the current editor of Bookbird, IBBY’s journal of international children’s literature, a member of the Swedish Arts Council, and on the August jury for the Swedish publishers’ annual literature prize.

Linda Ólafsdóttir! Gestur 2016 / Guest 2016

Linda Ólafsdóttir TeiknariMýrin tilkynnir með stolti að Linda Ólafsdóttir verður gestur hátíðarinnar í haust. Linda er myndskeytir og hefur myndskreytt fjölda íslenskra barnabóka og námsbóka bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. Hún lauk meistaragráðu í myndskreytingum frá Academy of Art University í San Francisco árið 2009 en hefur síðan þá unnið á vinnustofu sinni í Reykjavík fyrir íslensk og erlend bókaforlög ásamt því að myndskreyta auglýsingar, frímerki og sinna myndlistarkennslu. Linda hefur hlotið viðurkenningar fyrir verk sín, má þar nefna tilnefningu til Astrid Lindgren Memorial Awards árið 2013, Vorvinda – viðurkenningu IBBY árið 2014 og Heiðursverðlaun Norræna vatnslitafélagsins og Winsor & Newton árið 2015. Fyrr á þessu ári hlaut Linda Barnabókaverðlaun Reykjavíkuborgar fyrir best myndskreyttu bókina sem kom út árið 2015 fyrir bókina Ugla og Fóa og maðurinn sem fór í hundana. Um þessar mundir vinnur Linda að sinni fyrstu bók sem bæði höfundur og myndskreytir og mun hún koma út í Bandaríkjunum árið 2017.

The Moorland is proud to announce that Linda Ólafsdóttir will be a guest at the festival this autumn. Linda is an illustrator and has illustrated a large number of Icelandic children’s books and textbooks both in Iceland and the USA. She holds a Master’s degree in illustration from the Academy of Art University, San Francisco (2009) and has since worked at her studio in Reykjavík for Icelandic and foreign publishing houses along with illustrating ads, stamps and teaching art. Linda has received a number of awards for her work, like the Astrid Lindgren Memorial Awards in 2013, the IBBY in Iceland Spring Winds Award 2014 and the Honorary Prize of the Nordic Aquarell Society and Winsor & Newton in 2015. Earlier this year, Linda was granted the Reykjavík Children’s Literary Prize for the best illiustrated book Ugla og Fóa og maðurinn sem fór í hundana (Ugla and Fóa and the man gone to the dogs). These days, Linda is working on her first book as both an author and an illustrator, published in the USA in 2017.

Arnar Már Arngrímsson! Gestur 2016 / Guest 2016

AMA ljósmyndari Daníel StarrasonÞað gleður Mýrina að segja frá því að Arnar Már Arngrímsson (f. 1972) verður gestur hátíðarinnar í haust. Arnar Már lærði íslenskar bókmenntir við Háskóla Íslands og þýskar bókmenntir við háskólann í Köln og hefur starfað sem sjómaður, þýðandi, við umönnun á elliheimili og við leiðsögn í Laxnesssafninu. Síðastliðin tíu ár hefur hann verið íslenskukennari við Menntaskólann á Akureyri. Hann er ekki viss um að nemendur hans hafi lært nokkurn skapaðan hlut á þeim tíma en segist sjálfur stórgræða á kennslunni! Fyrsta bók hans, Sölvasaga unglings, kom út í fyrra hjá Sögum og hlaut afar jákvæða umsögn.

The Moorland is happy to declare that Arnar Már Arngrímsson (b. 1972) will be a guest at the festival this fall. Arnar Már studied Icelandic literature at the University of Iceland and later German literature at the University of Cologne. He has tried his luck as a sailor, translator, a caretaker in a nursing home and a guide at the Laxness Museum. For the last decade he has taught Icelandic language and literature at the Akureyri Junior College. He is not certain that his students have learnt anything at all during that time but claims to have gained quite a lot himself from teaching! His first book, Sölvasaga unglings (The Saga of Sölvi the Youth), was published last year to critcial acclaim.

Gunnar Theódór Eggertsson! Gestur 2016 / Guest 2016

gunnartheodoreggertsson-ljósmyndari_elsa_magnusdottirÞað er Mýrinni ánægja að tilkynna að Gunnar Theodór Eggertsson (f. 1982) verður gestur hátíðarinnar í haust. Gunnar Theódór hóf útgáfuferilinn með því að skrifa hryllingssögur fyrir fullorðna, en eftir að hann hóf störf sem sagnaþulur með börnum á frístundaheimili í Reykjavík heillaðist hann af barnamenningunni og hefur sem stendur skrifað fimm bækur fyrir börn og ungmenni, oftar en ekki með hryllilegu ívafi. Gunnar hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin árið 2008 fyrir fyrstu bók sína, Steindýrin og fylgdi henni eftir fjórum árum síðar með sjálfstæðu framhaldi, Steinskrípunum. Nýjasta skáldsaga hans, Drauga Dísa (2015), hlaut tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki barna- og ungmennabóka og sem stendur vinnur hann að framhaldi. Hann hefur unnið reglulega með börnum í skapandi starfi síðan 2006 og hefur m.a. lagt grunninn að hlutverkaspili fyrir börn sem byggir á íslenskum þjóðsögum. Gunnar Theodór er menntaður bókmennta- og kvikmyndafræðingur.

The Moorland is delighted to announce that Gunnar Theodór Eggertsson (b. 1982) will be a guest at the festival this autumn. Gunnar Theódór started out with writing horror stories for grownups but became fascinated with children’s culture after working as a storyteller at an after school club in Reykjavík and has since written five (differently horrible) books for children and young adults. He received the Icelandic Children’s Literature Prize in 2008 for his book Steindýrin (The Stone Animals), following up with the sequel Steinskrípin (The Stone Creeps) four years later. His most recent novel, Drauga Dísa (Dead Dísa) from 2015, was nominated for the Icelandic Literature Prize and currently a sequel is underway. Since 2006 he has regularly done creative work with children and e.g. created a role play game for kids built on Icelandic folk tales. Gunnar Theódór is both a literary and cinematic scholar.

Bryndís Björgvinsdóttir! Gestur 2016 / Guest 2016

Copy of 1-TapasMýrinni er ánægja að tilkynna að Bryndís Björgvinsdóttir (f. 1982) verður gestur hátíðarinnar í haust. Bryndís starfar sem kennari, rithöfundur og þáttagerðarkona. Hún hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir bókina Flugan sem stöðvaði stríðið árið 2011. Bókin verður gefin út í Frakklandi og í Tyrklandi síðar á þessu ári. Árið 2014 kom út ungmennabókin Hafnfirðingabrandarinn. Hún hlaut Fjöruverðlaunin, Íslensku bókmenntaverðlaunin og Barnabókaverðlaun skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Árið 2015 skrifaði Bryndís unglingabókina Leitin að tilgangi unglingsins ásamt þeim Arnóri Björnssyni 16 ára og Óla Gunnari Gunnarssyni 15 ára. Bryndís hefur beitt sér fyrir málefnum flóttamanna og hælisleitanda og fjallar bókin Flugan sem stöðvaði stríðið um húsflugur sem búsettar eru á stríðsvæði. Hún hefur haldið fyrirlestra um skapandi skrif við Háskóla Íslands, Listaháskóla Íslands og University at Buffalo í Bandaríkjunum, en þar hefur hún tekið verk rithöfundarinar Kurt Vonnegut til sérstakrar skoðunnar.

It gives the Moorland great pleasure to announce that Bryndís Björgvinsdóttir (b. 1982) will be a guest at this autumn’s festival. Bryndís is a teacher, writer and works in television. In 2011 she received the Icelandic Children’s Book Prize for Flugan sen stöðvaði stríðið (The fly that stopped the war), which will be published in both France and Turkey later this year. Her book Hafnfirðingabrandarinn (The Hafnarfjörður joke) from 2014 received the Icelandic Women’s Literature Prize, The Icelandic Literature Prize and the Reykjavík Children’s Literature Prize. In 2015 Bryndís co-wrote Leitin að tilgangi unglinsins (The search for the purpose of the teenager) with 16 year old Arnór Björnsson and 15 year old Óli Gunnar Gunnarsson. Bryndís has exerted herself on behalf of refugees and asylum seekers and her book Flugan sem stöðvaði stríðið tells of a housefly living in a war zone. She has given lectures on creative writing at the University of Iceland, The Icelandic Academy of Art and the University at Buffalo in the USA, focusing on the writings of Kurt Vonnegut.

 

 

 

 

 

Kristín Ragna Gunnarsdóttir! Gestur 2016 / Guest 2016

KRG-MyrinMýrin tilkynnir með ánægju að Kristín Ragna Gunnarsdóttir (f. 1968) verður gestur hátíðarinnar í haust. Kristín Ragna er grafískur hönnuður, teiknari og rithöfundur. Hún hefur myndskreytt ótal barnabækur og hlotið Dimmalimm – Íslensku myndskreytiverðlaunin í tvígang. Myndabókin Örlög guðanna fékk einnig tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2008. Kristín var tilnefnd á alþjóðlegan heiðurslista IBBY 2014 fyrir myndirnar í Hávamálum og myndir úr þeirri bók voru valdar á sýninguna Into the Wind! sem opnaði 25. maí sl. í Berlín og sem mun einmitt standa í Norræna húsinu á hátíðinni í haust. Kristín vinnur nú að sjöttu barnabók sinni. Hún hefur einnig hannað og sett upp gagnvirkar, bókatengdar barnasýningar, m.a. Páfugl úti í mýri (Norræna húsið, 2014). Kristín fékk Vorvindaviðurkenningu IBBY á Íslandi 2015 fyrir störf sín í þágu barnamenningar.

The Moorland is delighted to announce that Icelandic author, illustrator and graphic designer Kristín Ragna Gunnarsdóttir (b. 1968) will participate in the festival this autumn. Kristín Ragna has illustrated innumerable children’s books and received the Icelandic Illustrator’s Award twice, in 2008 and 2011, and a nomination for the Icelandic Literature Prize in 2008. Her illustrations to the ancient, Icelandic poem Hávamál secured her a place on the IBBY honorary list in 2014 and pictures from that book were chosen for the exhibition Into the Wind! that opened on May 25 in Berlin and is due for the Nordic House in Reykjavík in time for the festival this autumn. Kristín is currently writing her sixth children’s book. She has designed interactive, book-related exhibitions for children, among them one for the last Moorland festival in 2014. Last year, IBBY in Iceland rewarded her for her continuing work in the field of children’s culture.

 

 

 

 

Hildur Knútsdóttir! Gestur 2016 / Guest 2016

Hildur KnútsdóttirMýrin kunngjörir með ánægju að Hildur Knútsdóttir (f. 1984) verður gestur hátíðarinnar í haust. Hildur skrifar bæði fyrir börn og fullorðna. Fyrsta skáldsaga hennar, Sláttur, kom út árið 2011. Nýjasta verk hennar er hrollvekjandi tvíleikurinn Vetrarfrí (2015) og Vetrarhörkur (væntanleg haustið 2016). Fyrir Vetrarfrí hlaut hún Fjöruverðlaunin og annað sæti í Bóksalaverðlaununum. Bókin var einnig tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar. Hildur og Þórdís Gísladóttir, sem var gestur á Mýrinni 2014, skrifa einnig saman spaugilegar unglingabækur um skordýraáhugamanninn Dodda. Fyrsta bókin um hann er væntanleg haustið 2016.

The Moorland is happy to present that Icelandic author Hildur Knútsdóttir (b. 1984) will participate in the festival this fall. Hildur writes for children and adults alike. Her first novel, Sláttur, was published in 2011. Her newest work is the horror fiction duology Vetrarfrí and Vetrarhörkur, to be published in fall 2016. Hildur was awarded Fjöruverðlaunin, the Women’s Literature Prize for Vetrarfrí, and was runner-up in the Icelandic Bookseller awards. Vetrarfrí was nominated for the Icelandic Literary Prize and Reykjavik Children’s Literature Prize. Together with Þórdís Gísladóttir, who was a guest at The Moorland festival in 2014, Hildur writes comical books for young people about bug entusiast Doddi. The first Doddi book will be published in fall 2016. 

Ævar Þór Benediktsson! Gestur 2016 / Guest 2016

ÆvarminniMýrin tilkynnir með ánægju að Ævar Þór Benediktsson (f. 1984), leikari og rithöfundur, er gestur hátíðarinnar í haust. Hann er þekktastur fyrir bókaröðina ,,Þín eigin”, þar sem lesandinn ræður ferðinni; Þín eigin þjóðsaga (2014), Þín eigin goðsaga (2015) og Þín eigin hrollvekja (2016) og bækurnar um bernskubrek Ævars vísindamanns; Risaeðlur í Reykjavík (2015) og Vélmennaárásina (2016). Hann hefur einnig starfað mikið í sjónvarpi og útvarpi, þá mest sem Ævar vísindamaður, en fyrir sjónvarpsþættina sína hefur hann unnið þrenn Edduverðlaun. Þá hefur hann hlotið bæði Bókaverðlaun barnanna og Bóksalaverðlaunin fyrir bækur sínar. Ævar hefur síðustu tvö árin staðið tvisvar sinnum fyrir Lestrarátaki Ævars vísindamanns, en í átökunum hafa um 115 þúsund bækur verið lesnar samtals. Ævar heldur úti vefsíðu, sem skoða má hér.

The Moorland is happy to announce that Icelandic author Ævar Þór Benediktsson (b. 1984) will be a guest at the Moorland festival in October. Ævar is an actor and an author, best-known for his Þín eigin (Your own) – series, where it’s up to the reader to decide what way the story goes, and his books about Ævar the Scientist’s childhood escapades. He has worked in television and radio, mostly as Ævar the Scientist, and has received three Edda awards (awarded annually by the Icelandic Film and TV Academy). Ævar has also received the Children’s Book Award and the Icelandic Booksellers’ Award for his books. He’s run a reading campaign, aimed at encouraging children to read, for two years running. More information on Ævar’s website, here.  

Ragnhildur Hólmgeirsdóttir! Gestur 2016 / Guest 2016

ragnhildur_holmgeirsd-1Mýrin tilkynnir með gleði að Ragnhildur Hólmgeirsdóttir (f. 1988) er í hópi þeirra íslensku höfunda sem taka þátt í hátíðinni í haust. Ragnhildur er menntaður sagnfræðingur, með miðaldir og kvennasögu sem sérsvið. Fyrsta skáldsaga hennar, Koparborgin, kom út árið 2015 og hlaut Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar auk tilnefningar til Fjöruverðlaunanna. Koparborgin er tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Bróðurpart ævi sinnar hefur Ragnhildur dvalið í Reykjavík, fyrir utan stutt stopp í Perú, á Spáni og í Englandi.

The Moorland is happy to announce that Icelandic author Ragnhildur Hólmgeirsdóttir (f. 1988) will be the festival’s guest this fall. Ragnhildur is a historian, with special focus on medieval history and women’s history. She made her debut with, Koparborgin (The Copper City) in 2015. Koparborgin was awarded the Reykjavík Children’s Literature Prize in 2015 and nominated for Fjöruverðlaunin, the Women’s Literature Prize. Koparborgin is nominated for the Nordic Council’s Children and Young People’s Literature Prize. Ragnhildur has spent most of her life in Reykjavík, apart from shorter stays in Peru, Spain and England. 

 

Gerður Kristný! Gestur 2016 / Guest 2016

Gerður Kristný - mynd Elsa Björg Magnúsdóttir.jpg

Mynd: Elsa Björg Magnúsdóttir

Það gleður Mýrina að tilkynna að Gerður Kristný er einn af íslensku höfundunum sem taka þátt í Mýrinni í október. Gerður Kristný (f. 1970) er fjölbrögðóttur rithöfundur og hefur gefið út á þriðja tug bóka. Þar á meðal eru ljóð, skáldsögur, ævisaga, smásögur, ferðabók og barnabækur. Gerður hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2010 fyrir ljóðabálkinn Blóðhófni sem einnig var tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Gerður hefur m.a. hlotið Ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar og Ljóðstaf Jóns úr Vör, Blaðamannaverðlaun Íslands fyrir Myndina af pabba – Sögu Thelmu, Vestnorrænu barna- og unglingabókaverðlaunin fyrir Garðinn og Bókaverðlaun barnanna fyrir Mörtu smörtu. Gerður er höfundur Ballsins á Bessastöðum sem sló í gegn haustið 2007 og varð að vinsælum söngleik í Þjóðleikhúsinu. Nýjasta barnabók Gerðar er barnabókin Dúkka sem kom út í fyrra.

The Moorland is happy to announce that Gerður Kristný is one of the Icelandic authors participating in the festival this fall. Gerður Kristný (b. 1970) is an author of many talents and has published over twenty books, including poetry, novels, a biography, short stories, a travel book and children’s books. Gerður was awarded the Icelandic Literary Prize in 2010, and nominated for the Nordic Council Literary Prize, for her poetry book Blóðhófnir. She´s been awarded various Icelandic poetry prizes for her poetry, the Icelandic Journalism Awards for her biography of Thelma Ásdísardóttir, the West Nordic Council’s Children and Young People’s Literature Prize and the Children’s Book Prize for Marta smarta. Gerður is also the author of The Ball at Bessastaðir, which was a success in 2007 and was staged as a musical in the National Theatre. Gerður’s newest children’s book is Dúkka, published in 2015.  

Marge Nelk! Gestur 2016 / Guest 2016

Marge_NelkÞað er Mýrinni ánægja að tilkynna að eistneski myndhöfundurinn Marge Nelk verður gestur hátíðarinnar í haust. Marge er ljósmyndari og myndhöfundur og býr í Tartu, Eistlandi, ásamt tveimur unglingsdætrum, kettinum Lunu og svörtu kanínunni Fluffy. Hún hóf listrænan feril sinn árið 2008 með einkasýningu sinni í Tartu. Síðan þá hefur Marge haldið reglulegar sýningar í Eistlandi og Bandaríkjunum. Frá árinu 2012 hefur hún starfað sem myndhöfundur og myndskreytt barnabækur, skáldsögur, ljóðabækur og bókakápur fyrir útgefendur í Eistlandi og Bandaríkjunum. Hún myndskreytir jafnframt eistnesk barnablöð. Samhliða því starfi vinnur Marge einnig að eigin list. Marge hefur mikinn áhuga á kvikmyndum og í janúar 2014 lauk hún við fyrstu teiknuðu stuttmyndina sína, “The Soup”.

The Moorland is happy to announce that Marge Nelk will take part in the festival this fall. Marge  is a photographer and illustrator who lives in Tartu (Estonia) with her two teenage daughters, a hairy cat Luna and a black rabbit Fluffy. Artist’s career began in 2008 with first solo exhibition in Tartu and since then Marge has had exhibitions regularly in Estonia and US. Since 2012 has worked as an illustrator of children’s books, fiction books, poetry books and book covers for various publishers in Estonia and US. Regularly makes illustrations for Estonian children’s magazines. As well as doing commissions for a range of clients, she also finds time to do her own artwork. Also regularly co-works with musicians and makes CD-covers and album art. Marge is also deeply interested in film and in January 2014 completed her first short animation film “The Soup”.

Kenneth Bøgh Andersen! Gestur 2016 / Guest 2016

Kenneth minniMýrin tilkynnir með gleði að danski höfundurinn Kenneth Bøgh Andersen er gestur hátíðarinnar í haust. Kenneth er höfundur ríflega þrjátíu bóka fyrir börn og unglinga og skrifar allt frá fantasíum til vísindaskáldskapar og hryllingsbókmennta. Bækur Kenneths hafa verið þýddar á tólf tungumál. Á íslensku hafa komið út bækurnar Lærlingur djöfulsins og Teningur Mortimers, úr Djöflastríðs-bókaflokknum, en Kenneth er einnig höfundur bókanna um ofurhetjuna Antboy, sem nú hafa verið gerðar þrjár kvikmyndir um.

The Moorland is happy to announce that Danish author Kenneth Bøgh Andersen will be among the festival’s visiting authors this fall. Kenneth has written over thirty books for children and young adults, ranging from fantasy to science fiction and horror. His books have been translated into twelve languages and turned into films. Among his more well-known are the Devil War series, about a young boy’s struggle when he is mistaken for the heir to the devil’s throne. Kenneth is also the author of compelling superhero Antboy, which has now inspired three movies

Martin Widmark! Gestur 2016 / Guest 2016

Martin Widmark minniÞað gleður Mýrina að tilkynna að Martin Widmark verður gestur hátíðarinnar í haust. Martin er einn vinsælasti barnabókahöfundur Svía, en hann er höfundur hinna vinsælu ráðgátubóka um Spæjarastofu Lalla og Maju sem út hafa komið á íslensku. Bækur Martins hafa trónað á toppi útlánalista sænskra bókasafna árum saman, en hann hefur hlotið bókaverðlaun barna þar í landi ellefu ár í röð. Bækur Martins hafa verið þýddar á yfir 30 tungumál. Áður en hann helgaði sig ristörfum starfaði Martin sem grunnskólakennari og sænskukennari fyrir innflytjendur. Hann hefur einnig samið nokkrar kennslubækur og ýtti verkefninu En läsande klass / Lesandi bekkur, úr vör til að efla læsi barna á aldrinum 7-12 ára.

The Moorland is proud to present that Swedish author Martin Widmark will be our guest this fall. Martin is one of the most popular Swedish children’s authors and his books have been the most popular in Swedish libraries for the last eight years. His books, among which are the popular “Whodunit”  books from The Lasse and Maja Detective Agency series, have been selected for the children’s own book award for eleven years running. Martin’s books have received critical acclaim and been translated into over 30 languages. Before becoming a full-time author, Martin worked as a middle school instructor and a Swedish teacher for immigrants. He has also written several text books. In 2012, Martin initiated the project “En läsande klass/A Reading Class”, to encourage children aged 7-12 to read and provide tools for teachers.

 

 

Anthony Browne! Gestur 2016 / Guest 2016

P1010259Mýrin kunngjörir með gleði að enski höfundurinn Anthony Browne verður gestur hátíðarinnar í október. Anthony er afkastamikill rit- og myndhöfundur og hefur sent frá sér um 40 barnabækur. Á íslensku hafa komið út bækurnar Górillan, ein þekktasta bók hans, og Pabbi minn, auk þess sem Anthony myndskreytti nýja útgáfu Ævintýra Lísu í Undralandi. Anthony er menntaður grafískur hönnuður, starfaði um hríð sem læknisfræðilegur teiknari og hönnuður tækifæriskorta, en gaf út sína fyrstu barnabók árið 1976.

Anthony hefur hlotið Kate Greenaway verðlaunin tvisvar sinnum, og Kurt Maschler “Emil” verðlaunin þrisvar sinnum. Árið 2000 hlaut hann Hans Christian Andersen verðlaunin,  sem eru æðsta viðurkenning sem höfundum barnabóka geta hlotnast. Bækur hans hafa verið þýddar á 26 tungumál og myndir hans sýndar í fjölda landa. Árin 2009-2011 var hann Children’s Laureate í Bretlandi.

The Moorland proudly presents author Anthony Browne as one of our participating authors this fall. Anthony has written and illustrated over 40 children’s books after debuting in 1976 with Through the Magic Mirror. His most well known children’s book is probably Gorilla, written around the period when Anthony was badly bitten by a gorilla whilst being filmed for television at his local zoo. Anthony studied graphic design and worked as a medical artist and greeting card designer before turning to children’s books. 

Anthony has received the Kate Greenaway medal twice, and the Kurt Maschler ‘Emil’ three times in his career. In 2000, he was awarded the Hans Christian Andersen Medal, the highest honor a children’s writer or illustrator can win. His books have been translated into 26 languages and his illustrations have been exhibited all over the world. From 2009 to 2011 Anthony was the Children’s Laureate in Britain.  

 

 

Lawrence Schimel! Gestur 2016 / Guest 2016

Lawrence Schimel May 2011Það gleður Mýrina að kynna gest hátíðarinnar í haust, bandaríska rithöfundinn Lawrence Schimel. Lawrence hefur skrifað barnabækur, skáldsögur, ljóð og myndasögur fyrir bæði börn og fullorðna og er jafnvígur á spænsku og ensku. Lawrence er upprunalega frá New York, en hefur búið í Madrid frá árinu 2007 þar sem hann starfar sem þýðandi. Bók hans, Sylvía og drekinn, kom út á íslensku árið 2007. Bækur Lawrence ¿Lees un libro conmigo? og Igual que ellos/Just like them voru valdar í hóp 50 bestu bókanna fyrir börn með fatlanir af Ibby árin 2007 og 2013 og bókin No hay nada como el original hlaut White Raven útnefningu árið 2005. Lawrence hefur jafnframt hlotið Lambda bókmenntaverðlaunin í tvígang, Spectrum verðlaunin, verðlaun sjálfstæðra bókaútgefenda, Independent Publisher Book Award. Bækur hans hafa verið þýddar á fjölda tungumála. Hann er jafnframt stofnandi spænsku SCBWI samtakanna, samtaka höfunda og myndhöfunda barnabóka.

The Moorland is happy to present Lawrence Schimel as one of its participating authors this fall. Lawrence has written fiction, poetry, non-fiction and comics for both children and adults in both Spanish and English. He was born in New York but has lived and worked as a literary translator in Madrid, Spain since 2007. His picture book No Hay Nada Como El Original was selected by the International Youth Library in Munich for the White Ravens in 2005 and his picture books ¿Lees Un Libro Conmigo? and Igual Que Ellos/Just Like Them were selected by IBBY for Outstanding Books for Young People with Disabilities in 2007 and 2013 respectively. He has also won the Lambda Literary Award, the Independent Publisher Book Award, the Spectrum Award, and other honors. His books have been widely translated. Lawrence started the Spain chapter of SCBWI, Society of Children’s Book Writers and Illustrators. 

 

Kätlin Kaldmaa! Gestur 2016/ Guest 2016

Katlin Kaldmaa_by Dimitri KotjuhÞað er Mýrinni sannarlega gleðilegt að tilkynna að eistneski rithöfundurinn Kätlin Kaldmaa (f. 1970) verður gestur hátíðarinnar í haust. Kätlin starfar einnig sem ljóðskáld, þýðandi og bókmenntagagnrýnandi og er jafnframt formaður PEN, alþjóðasamtaka rithöfunda í Eistlandi. Kätlin hefur gefið út fjögur ljóðasöfn, sjálfsævisögu, smáagnasafn og skáldsögu, auk þriggja barnabóka. Ein þeirra, barnabókin Einhver ekkineinsdóttir kemur út í íslenskri þýðingu á árinu. Ljóð hennar hafa m.a. verið þýdd á arabísku, ensku og finnsku. Kätlin hefur birt fjölda greina um bókmenntir og þýðingar. Hún hefur þýtt á eistnesku yfir fimmtíu verk eftir marga þekktustu rithöfunda heims, þar á meðal Jeanette Winterson, Ali Smith, Meg Rosoff og Gabriel García Márquez. Hún hlaut Friedebert Tuglas smásagnaverðlaunin árið 2012.  Kätlin er sérstök áhugamanneskja um Ísland og hefur sótt landið heim reglulega frá árinu 2009. Siglufjörður er hennar annað heimili og sömuleiðis sögusvið skáldsögunnar No Butterflies in Iceland. 

 

The Moorland is happy to announce that Estonian author Kätlin Kaldmaa (b. 1970) is one of the festival’s guests this coming October. Kätlin is a poet, author, translator and literary critic, as well as the President of Estonian PEN. Kätlin has published four collections of poetry, three children’s books, an autobiographical work of non-fiction, a short story collection and a novel. Collections of her poems have been published in English, Arabic and Finnish. Her children’s book The Story of Somebody Nobodysdaughter’s Father will be published in Icelandic in 2016. Kätlin written extensively on literature, mostly literature in translation, and has translated over 50 works of the world’s best literature into Estonian, including works by Jeanette Winterson, Ali Smith, Meg Rosoff and Gabriel Garvía Márquez. She received the annual Friedebert Tuglas short story award in 2012. Kätlin has visited Iceland almost every year since 2009 and considers Siglufjördur her second home. It is also where her novel No Butterflies in Iceland takes place. 

 

Hanne Bartholin! Gestur 2016 / Guest 2016

Hanne Bartholin crop

Mynd: Anne-Li Engström

Mýrin tilkynnir með ánægju að danski myndhöfundurinn Hanne Bartholin (f. 1962) er einn af gestum hátíðarinnar árið 2016. Hanne er menntuð grafískur hönnuður og myndskreytir og birtust teikningar hennar í dagblöðum og tímaritum áður en hún beindi sjónum sínum að barnabókum. Hún hefur samið og myndskreytt yfir 45 bækur, sem hafa verið þýddar á fjölda mála. Á meðal þekktustu verka hennar eru líklega Finn Herman, eftir Mats Letén, Axel elsker biler, eftir Marianne Iben Hansen og bókaflokkurinn um Carl, eftir Idu Jessen. Hanne hefur hlotið verðlaun fyrir starf sitt, þar á meðal verðlaun Danska menntamálaráðuneytisins árið 2001. Hún hefur tekið þátt í sýningum um allan heim og hefur starfað sem gestakennari og prófdómari hjá Konunglega danska listaháskólanum.

 

The Moorland is happy to announce that Danish illustrator and author Hanne Bartholin (b. 1962) is one of the festival’s guests in October. Hanne has a background in graphic design and illustration and published her work in newspapers and magazines before concentrating her talents on children’s books. She has illustrated and written over 45 books which have been widely translated. Among her most well known works are the books Finn Herman, by Mats Letén, Axel loves cars, by Marianne Iben Hansen and the Carl-series by Ida Jessen. Hanne has been awarded prizes for her work, including the Danish Minister of Culture award in 2001. She has exhibited her work all over the world and worked as a guest lecturer and examiner at the Royal Danish Academy of Fine Arts, School of Design. 

 

Pernilla Stalfelt! Gestur 2016 / Guest in 2016

Pernilla Stalfelt

Mynd: Karin Alfredson

Það er Mýrinni sönn ánægja að tilkynna að sænski rithöfundurinn og myndhöfundurinn Pernilla Stalfelt (f. 1962) verður einn gesta hátíðarinnar í október. Pernilla hefur gefið út yfir tuttugu barnabækur, hverra þekktastar eru líklega Bajsboken, Dödenboken og Våldboken, en Pernilla hefur í verkum sínum verið óhrædd við að takast á við umfjöllunarefni sem talin eru erfið eða tabú. Pernilla er menntuð í listasögu, bókmenntafræði og myndlist og starfar sem safnkennari hjá Moderna museet í Stokkhólmi samhliða ritstörfum. Hún situr í Sænsku barnabókmenntaakademíunni.

The Moorland is happy to introduce Swedish author and illustrator Pernilla Stalfelt (b. 1962) as the festival’s guest in 2016. Pernilla has published over twenty children’s books, among the best known of which are Bajsboken, Dödenboken (The Death Book) and Våldboken. Pernilla is known for not shying away from covering difficult subjects that might be considered taboo. Pernilla has a background in art history, literary theory and art and works as an art educator at Moderna Museet in Stockholm. She is a member of The Swedish Academy for Children’s Books. 

Salla Simukka! Gestur 2016 / Guest in 2016

Salla Simukka 3, 2015, Anni Reenpää (2)

Mynd: Anni Reenpää

Mýrin kunngjörir með gleði að finnski rithöfundurinn Salla Simukka (f. 1981) verður gestur hátíðarinnar í október 2016. Salla er höfundur Mjallhvítarþríleiksins sem hefur notið velgengni á heimsvísu.

Salla hefur starfað sem þýðandi, bókmenntagagnrýnandi, handritshöfundur og ritstjóri bókmenntarits fyrir ungt fólk, LUKUfiilis. Salla hefur gefið út nokkrar skáldsögur, smásagnasafn fyrir unga lesendur og þýtt fagurbókmenntir, barnabækur og leikrit. Í janúar 2013 hlaut Salla Topelius verðlaunin fyrir bestu finnsku barna- og unglingabókina,fyrir framtíðartryllana Jäljellä og Toisaalla, og seinna sama ár hlaut hún Finland Prize verðlaunin fyrir alþjóðlega velgengni Mjallhvítarþríleiksins. Á íslensku hafa komið út bækurnar  Rauð sem blóð (2014) og Hvít sem mjöll (2015).

The Moorland is happy to announce Finnish author Salla Simukka (b. 1981) as one of the festival’s international guests in 2016. Salla is the author of the internationally successful Snow White Trilogy. She has worked as a translator, scriptwriter, literary critic and was the editor of a literary magazine for young people, LUKUfiilis. Salla Simukka has written several novels and one collection of short prose for young readers, and has translated adult fiction, children’s books, and plays. In January 2013 Salla Simukka was awarded with the Topelius Prize for her futuristic thrillers  Without a Trace  and Elsewhere . Later that year, Salla accepted the Finland Prize in recognition of a promising breakthrough.

Hanne Kvist! – Gestur 2014/Guest in 2014

Hanne Kvist - Ljósmynd: Gyldendal forlag

Hanne Kvist – Ljósmynd: Gyldendal forlag

Danski rithöfundurinn og myndlistarkonan Hanne Kvist hefur skrifað og myndskreytt á annan tug bóka síðan hún hóf feril sinn á tíunda áratugnum. Hún er einnig leikskáld og kennari og hafa nokkrar bækur hennar verið settar á svið og kvikmyndaðar. Hún er tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2014 fyrir bókina To af alting (2013).

The Danish author and artist Hanne Kvist has written and illustrated several children’s books since she started her writing career. She is also a teacher and a play writer and some of her books have been turned into theater and movies. She is nominated for The Nordic Council Children and Young People’s Literary Prize in 2014 for her book To af alting (2013).

DK Hanne Kvist To af alting kápumynd ljósmynd Forlaget Gyldendal

Kristjana Friðbjörnsdóttir! – Gestur 2014/Guest in 2014

Ólafía ArndísKristjana Friðbjörnsdóttir rithöfundur verður gestur Mýrarinnar í október! Kristjana hefur hlotið lof og viðurkenningar fyrir verk sín og er m.a. höfundur hinna vinsælu bóka um Fjóla Fífils og um Ólafíu Arndísi.

Kristjana Friðbjörnsdóttir, author, will be one of the festival guests in October! Friðbjörnsdóttir is a popular and well-received author of many children’s books, among them the Diaries of one Ólafía Arndís.

Gunnar Helgason! – Gestur 2014/Guest in 2014

RangstæðurGunnar Helgason rithöfundur og leikari kemur á Mýrarhátíð í október! Gunnar hefur skrifað fjölmargar barnabækur, þ. á m. hinar geysivinsælu bækur um  fótboltastrákinn Jón Jónsson sem hlotið hafa viðurkenningar, verðlaun og vinsældir.

Gunnar Helgason, author and actor, will be joining us at the festival in October. He has written several children´s books, among them immensely popular books about a young boy, Jon Jonsson, and his adventures as a soccer player. Helgason´s books have been nominated, awarded and very well-received. 

Lana Hansen! – Gestur 2014/Guest in 2014

SilaÞað gleður Mýrina að tilkynna að grænlenski rithöfundurinn Lana Hansen verður gestur hátíðarinnar í október. Loftlagsbreytingar og áhrif mengunar á náttúru og umhverfi eru Hansen ofarlega í huga. Hansen lá eitt sinn á strönd með dóttur sinni þegar hún tók eftir hrafni á flugi. Hún segir að augu þeirra hafi mæst og í kjölfarið fann hún sig knúna til að kynna sér og skrifa um loftlagsbreytingar. Sila – sagan af strák sem getur brugðið sér í líki hrafns kom út 2009.

The Moorland is happy to announce that the Greenlandic author Lana Hansen will attend the festival. Climate change is an important issue to Hansen and one day, lying on a beach with her daughter, Hansen spotted a raven, and, after she felt the bird looking her straight in the eye, she felt driven to think and write about climate change. So in 2009 she published the book Sila – a fable about climate change.

Þórdís Gísladóttir! – Gestur 2014/Guest in 2014

randalinÞórdís Gísladóttir rithöfundur, þýðandi og ljóðskáld verður einn af gestum Mýrarinnar 9.-12. október. Þórdís hefur á undanförnum árum sent frá sér ljóðabækur og barnbækur og hlotið lof og verðlaun fyrir verk sín. Þórdís er m.a. höfundur verðlaunabókanna um Randalín og Munda.

One of our many great guests in October 9th-12th is the Icelandic poet, translator and author Þórdís Gísladóttir. In the past years Þórdís has published award winning poetry and children‘s books. She is the author of the children’s books about Randalin and Mundi.

Håkon Øvreås! – Gestur 2014/Guest in 2014

BruneNorski rithöfundurinn og ljóðskáldið Håkon Øvreås tekur einnig þátt í Mýrarhátíðinni í haust. Øvreås hefur sent frá sér tvö ljóðasöfn og í fyrra sendi hann frá sér sína fyrstu barnabók, Brune, sem er tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2014.

Another great guest at The Moorland festival this fall is the Norweigan  author Håkon Øvreås. Øvreås has published two collections of poetry and made ​​his debut as a children’s author with the book Brune in 2013. The book is nominated for The Nordic Council Children and Young People’s Literature Prize in 2014.

Hilmar Örn Óskarsson! – Gestur 2014/Guest in 2014

KamillaVindmylla1-194x300
Rithöfundurinn Hilmar Örn Óskarsson verður einn af gestum Mýrarinnar í október. Hilmar Örn hefur á undanförnum árum sent frá sér ljóð, smásögur og skáldsögur og er m.a. höfundur hinna geysivinsælu bóka um Kamillu Vindmyllu.

One of our many distinguished guests this fall is the Icelandic author and poet Hilmar Örn Óskarsson who has written, among other works, a popular series about a ingenious and talkative girl called Camilla. 

 

Annika Sandelin! – Gestur 2014/Guest in 2014

Råttan Bettan och masken BaudelaireFinnski rithöfundurinn Annika Sandelin kemur til landsins til að taka þátt í dagskrá Mýrarinnar 9.-12. október. Sandelin hefur skrifað fjölda barnabóka og er tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2014 fyrir bók sína Råttan Bettan och masken Baudelaire.

The Moorland is happy to announce that the Finnish author Annika Sandelin will attend the festival. Annika Sandelin works as a librarian in Helsinki and has written several children’s books. In 2014 Annika Sandelin’s book Råttan Bettan och masken Baudelaire was nominated for The Nordic Council’s Children and Young People’s Literature Prize. 

Seita Vuorela! – Gestur 2014/Guest in 2014

KarikkoFinnski rithöfundurinn Seita Vuorela verður einn af gestum hátíðarinnar í haust. Vuorela hefur skrifað fjölda barnabóka og hlaut Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2013 fyrir bók sína Karikko. Í myndbandinu hér að neðan má sjá viðtal við Vuorela. Tungumál: finnska með sænskum texta.

Another great guest at The Moorland festival is the Finnish author Seita Vuorela. She has written several children’s novels and in 2013 the book Karikko (The Girl on the Grief) won the Nordic Council Children and Young People’s Literature Prize. In the video below you can watch an interview with Seita Vuorela. Language: Finnish with Swedish subtitles.

Sara Lundberg! – Gestur 2014/Guest in 2014

Skriv om och om igen Sænski rithöfundurinn og myndlistarkonan Sara Lundberg verður einn af góðum gestum Mýrarinnar í haust. Sara Lundberg er þekkt fyrir sögur sínar um Vitu í bókunum Vita streck og Vita streck och Öjvind og hlaut árið 2009 hin virtu August-verðlaun fyrir bókina Skriv om och om igen. Í myndbandinu hér að neðan fjallar Lundberg um bækur sínar. Tungumál: sænska.

 

The MoorlanVita streck och Öjvindd is happy to announce that the swedish author and illustrator Sara Lundberg will attend the festival. In 2009 she was one of the winners of the prestigious literary award Augustpriset for the book Skriv om och om igen. Other appreciated books that she has written and illustrated are Vita streck and Vita streck och Öjvind. In the video below Sara Lundberg talks about her books. Language: Swedish.

Inga H. Sætre! – Gestur 2014/Guest in 2014


Norski myndasöFallteknikkguhöfundurinn Inga H. Sætre verður einn af gestum hátíðarinnar í október. Inga H. Sætre er þekkt fyrir myndasögur sínar sem birst hafa í norskum dagblöðum og hefur haldið fjölda sýninga. Myndasaga hennar, Fallteknikk, var tilnefnd til barna- og unglingabókmennta
verðlauna Norðurlandaráðs 2013. Sagan segir frá unglingsstúlku sem er að feta sín fyrstu skref í fullorðinsheimi. Í myndbandinu hér að neðan má sjá Ingu H. Sætre segja frá Fallteknikk. Tungumál: norska.

The Moorland proudly presents the Norwegian illustrator and cartoonist Inga H. Sætre as one of the festivals guest in October. Inga H. Sætre is well known for her cartoons in the Norwegian newspapers and she has
held several exhibitions. In 2013 her graphic novel Fallteknikk was nominated to the Nordic Council´s Literature Prize. The novel features a teenage girl on her transition to adulthood. In the video below Inga H. Sætre talks a
bout Fallteknikk. Language: Norwegian