Marit Anne Sara! – Gestur 2014/Guest in 2014

Marit Anne Sara - Ljósmynd: Frank Lande

Marit Anne Sara – Ljósmynd: Frank Lande


Það gleður Mýrina að tilkynna að samíski rithöfundurinn Marit Anne Sara verður einn af gestum hátíðarinnar í næstu viku. Sara starfar sem rithöfundur og myndlistamaður. Bók hennar Ilmmiid gaskkas (Between worlds) (2013) er tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2014.
Marit Anne Sara is one of the festival’s many great guests this fall. Sara is an author, artist and project manager. Her book, Ilmmiid gaskkas (2013) is nominated for the 2014 Nordic Council Children and Young People’s Literature Prize.
 

Gro Dahle! – Gestur 2014/Guest in 2014

Gro Dahle

Gro Dahle


Gro Dahle er einn af fjölmörgum góðum gestum á Páfugl úti í mýri 2014. Hún hefur sent frá sér fjölda ljóða- og barnabóka. Hún velur sér oft flókin og sjaldséð umfjöllunarefni og er þekkt fyrir ljóðrænan barnabókastíl. Hún er tilnefnd til Barna- og unglingaverðlauna Norðurlandaráðs 2014 fyrir bók sína Krigen (2013).
Gro Dahle is one our many great guests in 2014. She has written a number of poetry collections and children’s books. She often writes about themes that are difficult or given little attention and is known for her poetic books for children. She is nominated for The Nordic Council Children and Young People’s Literary Prize in 2014 for her book Krigen (2013).

Øyvind Torsæter! – Gestur 2014/Guest in 2014

Øyvind Torsæter

Øyvind Torsæter


Það gleður Mýrina að segja frá því að norski myndlistarmaðurinn og rithöfundurinn Øyvind Torsæter, sem hlotið hefur margvíslegar viðurkenningar og verðlaun fyrir verk sín og er árlega tilnefndur til fjölda barnabókaverðlauna í Noregi, verður einn af fjölmörgum góðum gestum hátíðarinnar í næstu viku. Það má með sanni segja að hann sé einn af fremstu myndhöfundum Noregs. Torsæter er tilnefndur til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2014 fyrir bókina Brune (2013) sem hann myndskreytir.
The Moorland in 2014 proudly presents the Norwegian artist and author Øyvind Torsæter as one of the festival guests in 2014. Torsæter has received numerous prizes and acknowledgements for his work and every year his is shortlisted for several prizes in Norway. He is without a doubt one of Norways most prominent illustrators and children’s authors. He is nominated for The Nordic Council Children and Young People’s Literature Prize in 2014 for his workBrune (2013)

Sofia Nordin! – Gestur 2014/Guest in 2014

Sofia Nordin - Ljósmynd: Viktor Gårdsäter

Sofia Nordin – Ljósmynd: Viktor Gårdsäter


Mýrin kynnir með stolti, Sofiu Nordin, sem einn af fjölmörgum góðum gestum hátíðarinnar þessa vikuna. Sofia Nordin segir á heimasíðu sinni að það sé vegna ástar sinnar á orðum að hún sé rithöfundur. Þau þemu sem eru henni einkar hugleikin eru: ólík valdakerfi, félagsleg gildi, hinar óskrifuð reglur milli fólks og einsemd.
Sofia Nordin, who will be our guest this week, made her debut as a children’s author in 2003, and has since then published a number of books for teenagers and young readers. Two of her books, Night Sky (2009) and It Happens Now (2010) were shortlisted for the August Prize. In 2005 her first novel for adults was published. Critics and readers alike have praised her books.

Karoliina Pertamo! – Gestur 2014/Guest in 2014

Karoliina Pertamo - Ljósmynd: Katriina Korpi

Karoliina Pertamo – Ljósmynd: Katriina Korpi


Finnska myndlistarkonan Karoliina Pertamo verður einn af gestum hátíðarinnar Páfugl úti í mýri 2014. Pertamo byrjaði að myndskreyta barnabækur 2010 og hefur síðan þá myndskreytt fjölda bóka og telst nú til fremstu myndhöfunda Finnlands. Bók hennar Råttan Bettan och masken Baudelaire er tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2014.
The Finnish artist Karoliina Pertamo is one of our many distinguished guests in 2014. Pertamo started her career as an illustrator of children’s books in 2010 and has since illustrated numerous children’s books and is now one of Finland’s most prominent illustrators. She is nominated for The Nordic Council Children’s and Young People´s Literary Prize in 2014 for her work Råttan Bettan och masken Baudelaire.

Louis Jensen! – Gestur 2014/Guest in 2014

Louis Jensen - Ljósmynd: Thomas Knoop

Louis Jensen – Ljósmynd: Thomas Knoop


Louis Jensen er menntaður arkitekt en hefur gefið út fjöldan allan af barnabókum, smásögum og ljóðasöfnum. Jensen hefur einstakt næmi fyrir ævintýrinu og hefur verið líkt við sjálfan H.C. Andersen. Bók hans Halli! Hallo! (2013) er tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2014.
Jensen holds a degree in architecture but is a full-time writer who has published children’s books, short stories and poetry collections. He is renowned for his unique sensibility towards the fairy-tale, having been compared to H.C. Andersen. His book, Halli! Hallo! (2013) is nominated for the 2014 Nordic Council Children and Young People’s Literature Prize.

Orðaævintýri Páfuglsins! – opnar 4. október

Strákurinn í To af alting e. Hanne Kvist endar uppi í tré með hundinn sinn.

Strákurinn í To af alting e. Hanne Kvist endar uppi í tré með hundinn sinn.


Nú fer að styttast í að páfuglinn lendi hér í Vatnsmýrinni og breiði úr glæsilegu stélinu en í því má finna litskrúðugt safn barnabóka frá öllum Norðurlöndunum. Páfuglinn slær upp ævintýraheimi þar sem börn bregða á leið með tungumál, myndmál og bækur og byggir á sögum og efnivið úr völdum barnabókum eftir norræna rit- og myndhöfunda. Á sýningunni má m.a. finna sagnasvið og  ljóðavegg þar sem gestir fá tækifæri til að endur-ljóð-blanda klassísk íslensk ljóð, sögumannsbúninga, risapylsulestrarhorn, sirkussögutjald, bókagerðavinnustofur, sagnaáskoranir, stórbrotið trjáhýsi með földum fjársjóðum og ótal skapandi leiki fyrir alla unnendur ævintýra.
Fyrirmyndina að ævintýralegasta kofa í heimi má finna í sögunni Brune e. Håkon Övreås og Öyvind Torsæter.

Fyrirmynd ævintýralegasta kofa í heimi má finna í sögunni Brune e. Håkon Övreås og Öyvind Torsæter.


Sýningin stendur yfir í Norræna húsinu 4. október til 23. nóvember og er opin alla daga vikunnar frá kl. 12-17. Engin aðgangseyrir. Allir velkomnir.
 
 
 
 
Sýningarstjórar Orðaævintýris eru myndlistarkonan Kristín Ragna Gunnarsdóttir og rithöfundurinn Davíð Stefánsson.
Kristin Ragna Gunnarsdottir-portret

Kristín Ragna Gunnarsdóttir


DAVID PORTRETT 2

Davíð Stefánsson


 

Lilian Brøgger! – Gestur 2014/Guest in 2014

Lilian Brögger - Ljósmynd: Gyldendal

Lilian Brögger – Ljósmynd: Gyldendal


Lilian Brøgger hefur myndskreytt um 100 barnabækur. Stíll Lilian er þekktur fyrir að vera í sífelldri endurnýjun og er hún óhrædd við að prófa nýjar aðferðir og tjáningarmáta í myndskreytingum sínum. Hún er tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2014 fyrir bókina Halli! Hallo! (2013).
Brøgger has illustrated around 100 children’s books. She is renowned for her constantly evolving style and constant experimentation with new methods and ways of expression. She is nominated for the 2014 Nordic Council Children and Young People’s Literature Prize for the book Halli! Hallo! (2013).

Sigrún Daníelsdóttir! – Gestur 2014/Guest in 2014

Sigrún Daníelsdóttir

Sigrún Daníelsdóttir


Það gleður Mýrina að tilkynna að Sigrún Daníelsdóttir, sálfræðingur rithöfundur verður gestur hátíðarinnar í ár. Sigrún er sálfræðingur að mennt og hóf baráttu fyrir líkamsvirðingu hér á landi fyrir áratug. Hún er formaður Samtaka um líkamsvirðingu. Kroppurinn er kraftaverk (2014) er fyrsta bók hennar.
Sigrún Daníelsdóttir, psychologist and writer, will be one of our festival guests this fall. Since earning a Cand.Psych degree from the University of Iceland in 2005, Daníelsdóttir has been an ardent campaigner for body respect. She is the founding president of the Eating Disorders Association and the Association for Body Respect in Iceland. Kroppurinn er kraftaverk (2014) is her first book.