Björk Bjarkadóttir! – Gestur 2014/Guest in 2014

Björk Bjarkadóttir

Björk Bjarkadóttir


Björk er myndlistarkona og rithöfundur og hefur myndlýst og skrifað fjölda barnabóka, þ á m. Súperamma og sjóræningjarnir (2009). Nýjasta verk Bjarkar er bók um líkamsvirðingu, Kroppurinn er kraftaverk (2014), skrifuð af Sigrúnu Daníelsdóttur.
Bjarkadóttir is a visual artist and author. She has illustrated and written a number of children’s books, including Súperamma og sjóræningjarnir (2009). Her most recent work is the illustration of a book about body respect: Kroppurinn er kraftaverk (2014), written by Sigrún Daníelsdóttir.

Stefán Máni! – Gestur 2014/Guest in 2014

Stefán Máni - Ljósmynd Kristinn

Stefán Máni – Ljósmynd Kristinn


Stefán Máni, rithöfundur, verður einn af góðum gestum hátíðarinnar í október. Stefán Máni er þekktastur fyrir glæpasögur sínar og hefur verið nefndur Tarantino íslenskra bókmennta. Bókin Úlfshjarta sem út kom 2013 kom því mörgum á óvart því um er að ræða hrollvekju fyrir unglinga.
Author Stefán Máni will be one of the festival guests in Ocotber. Best known for his crime novels, Stefán Máni has been called the Tarantino of Icelandic literature. His book Úlfshjarta (2013) is a horror story for young people.

Lani Yamamoto! – Gestur 2014/Guest in 2014

Lani Yamamoto - Ljósmynd: Ari Magg

Lani Yamamoto – Ljósmynd: Ari Magg


Það gleður Mýrina að tilkynna að Lani Yamamoto, myndskreytir og rithöfundur, verður einn af gestum hátíðarinnar í 9.-12. október.  Fyrsta bók hennar sem kemur út á íslensku Stína stórasæng (2013) er tilnefnd til Barna- og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2014.
Lani Yamamoto, illustrator and author, is one of the festival guests this fall. Her first book to be published in Icelandic, Stína stórasæng (2013) is nominated for the 2014 Nordic Council Children and Young People’s Literature Prize.

Kaia Dahle Nyhus! – Gestur 2014/Guest in 2014

Kaia Linnea Dahle Nyhus - Ljósmynd: Cappelen Damm

Kaia Linnea Dahle Nyhus – Ljósmynd: Cappelen Damm


Norska myndlistarkonan Kaia Linnea Dahle Nyhus verður gestur á Páfugl úti í mýri 2014. Hún hefur myndskreytt fjölda barnabóka og er tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2014 fyrir bókina Krigen (2013).
The Norwegian illustrator Kaia Linnea Dahle Nyhus will be one of our festival guests in 2014. She has illustrated several children’s books and is nominated for The Nordic Council Children and Young People’s Literary Prize in 2014 for her book Krigen (2013).
 

Hanne Kvist! – Gestur 2014/Guest in 2014

Hanne Kvist - Ljósmynd: Gyldendal forlag

Hanne Kvist – Ljósmynd: Gyldendal forlag


Danski rithöfundurinn og myndlistarkonan Hanne Kvist hefur skrifað og myndskreytt á annan tug bóka síðan hún hóf feril sinn á tíunda áratugnum. Hún er einnig leikskáld og kennari og hafa nokkrar bækur hennar verið settar á svið og kvikmyndaðar. Hún er tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2014 fyrir bókina To af alting (2013).
The Danish author and artist Hanne Kvist has written and illustrated several children’s books since she started her writing career. She is also a teacher and a play writer and some of her books have been turned into theater and movies. She is nominated for The Nordic Council Children and Young People’s Literary Prize in 2014 for her book To af alting (2013).
DK Hanne Kvist To af alting kápumynd ljósmynd Forlaget Gyldendal

Marjolijn Hof! – Gestur 2014/Guest in 2014

OverstekenHollenski höfundurinn Marjolijn Hof verður einn af gestum Mýrarinnar í október. Hér á landi hefur komið út eftir Hof bókin Minni líkur – meiri von en Hof hefur sent frá sér fjölda barna- og unglingabóka, þ. á m. verðlaunabókina De regels van drie (The Rules of Three) sem gerist á Íslandi. Hér má lesa viðtal við Hof og í myndbandinu hér að neðan má sjá Hof taka við Woutertje Pieterse-verðlaununum. Tungumál: hollenska.
One The Rules of Threeof our many great guests in October is the dutch author Marjolijn Hof. Hof has published many books for children and young adults among them The Rules of Three which takes place in Iceland. Here you can read an interview with Hof and the video below shows Hof receiving the Woutertje Pieterse Prize. Language: dutch.

Mýri í október – The Moorland in October

Næsta Mýrarhátíð verður haldin í 9.-12. október og nú þegar hefur fjöldinn allur af rithöfundum og myndhöfundum af ýmsum uppruna boðað komu sína á hátíðina til að hitta áhugasöm börn og prúða og stillta foreldra.
The next Moorland festival is scheduled for the 9th-12th of October and numerous authours and illustrators from all over the world have already accepted an invitation to the festival.
 

Franskbrauð með sultu

Kristín Steinsdóttir kemur í Norræna húsið sunnudaginn 16. september til að lesa fyrir svöng börn úr bók sinni Franskbrauð með sultu.
Kristín er höfundur fjölda bóka og leikrita bæði fyrir börn og fullorðna. Franskbrauð með sultu er fyrsta skáldsaga hennar og fyrir hana hlaut hún Íslensku barnabókaverðlaunin 1987. Kristín hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir bækur sínar, t.a.m Norrænu barnabókaverðlaunin, Menningarverðlaun DV og Fjöruverðlaunin.
 

Jakob Martin Strid

Því miður varð Jakob Martin Strid að afboða komu sína á síðustu stundu, hann kemst ekki af óviðráðanlegum orsökum. Strid tekur því ekki þátt í málstofunni Að éta eða vera étinn? sem hefst í Norræna húsinu kl. 15:30 næstkomandi laugardag, en málstofugestir verða samt sem áður ekki sviknir því Svein Nyhus, Sigrún Eldjárn og Ragnheiður Gestsdóttir munu halda þar æsispennandi fyrirlestra um mat og græðgi, vini sem eru étnir og þá sem eiga það til að éta vini sína. Þórarinn Eldjárn ávarpar málstofuna og málstofustjóri er Egill Helgason. Allir velkomnir.
Á meðfylgjandi mynd má sjá glorhungraðan og sísvangan krakkagemling eftir Svein Nyhus.