Kynvitund, kossar og ólífur

Í málstofunni “Megrun, mannát og afneitun í íslenskum barnabókmenntum” ræðir Anna Heiða Pálsdóttir um hinn forboðna ávöxt íslenskra unglingabóka – hvað má, hvað á og hvað maður vill.
Anna Heiða Pálsdóttir er doktor í barnabókmenntum frá Háskólanum í Worcester en doktorsritgerð hennar ber titilinn “History, Landscape and National Identity: A Comparative Study of Contemporary English and Icelandic Children’s Literature.“ Anna Heiða hefur kennt ýmis námskeið við Háskóla Íslands og Endurmenntun Háskóla Íslands, þar á meðal um skapandi skrif og barnabókmenntir. Anna Heiða hefur birt greinar um barnabókmenntir auk þess að þýða enskar barna- og unglingabækur á íslensku. Hún er höfundur fantasíunnar Galdrastafir og græn augu en von er á nýrri unglingabók eftir Önnu Heiðu á þessu ári.

Matarlist í íslenskum barnabókum – opnun

Sýningin Matarlist í íslenskum barnabókum var opnuð í anddyri Norræna hússins í dag. Til sýnis eru matartengdar myndir sautján íslenskrar myndhöfunda sem allar hafa birst í íslenskum barnabókum. Kristín Steinsdóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands, ávarpaði gesti og bar saman matar- og myndlistarhefðina í barnabókum á árum áður og nú til dags. Margt var um manninn, börn og fullorðna og nutu allir grænu frostpinnanna, myndanna og bókanna sem hægt er að skoða á sýningunni.
Ekki missa af þessari stórskemmtilegu og fróðlegu sýningu fyrir börn á öllum aldri.